Kiwanisfréttir - 01.04.1995, Blaðsíða 10

Kiwanisfréttir - 01.04.1995, Blaðsíða 10
Fréttir úr klúbbstarfinu KIWANISKLÚBBURINN ÞYRILL Kiwanisklúbburinn Þyrill, Akranesi, heldur um þessar mundir hátíðlegt að 25 ár eru liðin frá stofnun klúbbsins en hann var stofnaður 26,janúar 1970 af Kiw- anisklúbbnum Heklu og vígður 2. mai 1970. Af þrjátíu félögum sem taldir eru stofnendur eru enn sex- tán starfandi í Kiwanishreyfing- unni. Þyrilsfélagar hafa látið ýmis framfaramál á Akranesi til sín taka á undanförnum árum, og veitt umtalsverðum fjármunum til margvíslegra verkefna, t.d. gefið bifreið til sambýlis fjölfatlaðra á Akranesi, tæki til Sjúkrahúss Akraness og á Dvalarheimilið Höfða, tæki i grunnskólana á Akranesi og byggt upp vitann að Breiðinni. Einna stærsta verkefnið var að kaupa kútter Sigurfara frá Færeyj-um 1974 og gefa hann Byggðasafninu á Görðum. Aðal fjáröflun klúbbsins hefur verið sala flugelda. Að þessu sinni veitti klúbb- urinn sjö aðilum gjafir sem hér segir: 1. Sambýli fjölfatlaðra á Akranesi 700.000,- vegna kaupa á lyftubúnaði í nýja bifreið heimil- Umdæmisstjóri, Grétar Magnússon, afhendir forseta Þyrils, Ármanni Ármannssyni, gestabók að gjöf frá umdæminu á afmælishátíðinni isins. 2. Sumar- búðir fatlaðra í Holti Borgarfirði kr. 100.000,- 3-4.Björgun- arsveitin Hjálp- in Akranesi, og hj álparsveit skáta Akranesi fengu hver um sig GPS-stað- setningartæki að á 1 1 |G5l ( L J f f Formaður styrktarnefndar, Jóhannes K. Engilbertsson, við bifreið sambýlis fjölfatlaðra, en lyftuna í bifreiðna gáfu Þyrilsfélagar. Forseti Rótarýklúbbs Akraness, Guðmundur P. Jónsson, afhendir forseta Þyrils fána Rótaýklúbbsins að gjöf á afmælisfundinum. verðmæti kr. 160.000,- hvort tæki. 5. Dvalar- heimilið Höfði fékk hljóðbylgju- tæki að verðmæti kr. 190.000,- 6. Þjótur, íþróttafélag fatl- aðra Akranesi kr. 120.000,- til kaupa á búningum fýrir félags-menn sína. 7. Samstarfsnefnd Kiwanis- klúbbsins Þyrils Akranesi og Sina- wik Akranesi kr. 100.000,- vegna hönnunarstarfs á útivistarsvæði klúbbsins í nágrenni Akraness, en þar hefur verið lögð töluverð vinna í skógrækt á undanförnum árum af Þyrilsfélögum og Sinawik- konum. Samtals eru þessar gjafir að verðmæti kr. 1.530.000,- 10 KIWANISFRETTIR

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.