Víkurfréttir - 22.01.2004, Síða 14
> MÁLEFNI LEIKSKÓLANNA
Hver verður næsta Fegurð-
ardrottning Suðurnesja?
Leitin að Fegurðardrottningu Suðumesja 2004 er hafin. Þeir sem hafa
ábendingar um stúlkur til þátttöku í keppninni geta haft samband við
verslunina Persónu í síma 421 5099. Ennþá liggur ekki fyrir hvenær
eða hvar keppnin verður haldin að þessu sinni. Víkurfréttir munu hins
vegar kynna þátttakendur í aðdraganda keppninnar eins og undanfarin
ár.
rlSKKAUPE
Fiskverkendur og fiskkaupendur
Látið okkur sjá um fiskflutninginn!
Erum í fiskflutningum frá Höfn í Hornafirði
Flytjum fiskinn frá skipshlið heim í hús
„ Gerum föst verðtilboð.
. STEINEY ehf
Fiskf lutningar
S. 848 8229 & 421 7878.
& VINNUEFTIRLITIÐ
Bíldshöfða 16-110 Reykjavík - Simi 550 4600 - Fax 550 4610
Netfanfl: vinnueftlrlit@ver.ls - Heimasíða: www.ver.is
Fmmnámskeið
Haldið verður Frum-námskeið fyrir lyftara
og minni jarðvinnuvélar
5. og 10. janúar (eitt námskeið)
ef næg þátttaka fæst.
Skráning er í síma 421 1002
og á skrifstofunni Grófinni 17a,
milli kl. 8:15 og 12:00.
Skráningu lýkur 3. febrúar.
Ályktun frá Suðurnesjadeild
Félags leikskólakennara
Stjórn 10. svaeðadeildar
Félags leikskólakennara
hefur sent frá sér álykt-
un þar sem ummæli bæjar-
stjóra Reykjanesbæjar í viðtali
í Víkurfréttum frá 15. janúar
er mótmælt harðlega. I álykt-
uninni segir að í viötalinu sé
það borið á borð fyrir foreldra
og almenning að launahækk-
anir ieikskóiakennara séu meg-
inástæða fyrir hækkunum leik-
skólagjalda. I álvktnninni segir
einnig að það sé með öliu óþol-
andi að sveitarstjórnarmenn
rökstyðji hækkanir leikskóla-
gjalda mcð þeim hætti er bæj-
arstjóri gerði í viðtalinu.
Ályktun:
Stjórn 10. svæðadeildar Félags
leikskólakennara mótmælir harð-
lega, málflutningi bæjarstjóra
Reykjanesbæjar og formanni
Fræðsluráðs, sem birtist í viðtali í
Víkurfréttum 15. janúar s.l. Þar
er borið á borð fyrir foreldra og
almenning að launahækkanir
leikskólakennara séu meginá-
stæða fyrir hækkunum leikskóla-
gjalda. I viðtalinu vísar Ami Sig-
fusson í miklar hækkanir á laun-
um leikskólakennara sem sveitar-
félagið þurfi að taka á sig en til
upplýsingar má geta þess að
gengið var frá samningi um kaup
og kjör leikskólakennara 24. jan-
úar 2001 þannig að bæjarstjóri
hefur haft rúman tíma til að gera
ráðstafanir. Það er óþolandi með
öllu að sveitastjórnarmenn rök-
styðji hækkanir leikskólagjalda
með ofangreindum hætti fyrir
foreldrum í hvert sinn sem lág
laun leikskólakennara hækka.
Bent er á að slíkt er ekki gert
þegar aðrar stéttir eiga í hlut.
Stjórn 10. svœðadeildar
Félags leikskólakenitara.
Risaskip sem
hvolfdi við-
Noreg hafði
viðkomu í
Helguvík
Risavaxið fiutningaskip sem hvolfdi við
Noregsstrendur síðdegis á mánudag hefur
a.m.k. einu sinni haft viðkomu í höfn á
Suðurnesjum. Það var í maí 2002 þegar skipið
flutti hingað til lands um 25.000 tonn af malbik-
unarefni fyrir Islenska aðaiverktaka. Skipið sem
þá var rétt eins árs kom til Helguvíkur með
farminn og þaðan var honum ekið upp á Kefla-
víkurflugvöll. Þá hét skipið Kvitnes. Skipinu var
breytt á síðasta ári og jafnframt skipt um nafn á
skipinu. Það heitir nú Rocknes. Skipið var svo-
kallað beltisskip, þ.e. það var búið öflugum færi-
böndum og dælum sem fluttu efni til um borð í
skipinu, hvort sem það var í iestun eða losun.
Meðfylgjandi ljósmynd tók Hilmar Bragi ljósmynd-
ari Vikurffétta við Helguvík í maí 2002 þegar unnið
var að því að koma skipinu að landi í Helguvík. Þar
komu hafnsögubátarnir Auðunn frá Keflavík og
Hamar úr Hafharfírði að góðum notum.
Eðaltré byggja
íÁsahverfi:
Byggja kubbahús
með frábæru
útsýni til Bláfjalla
-Fíntað vinna úti þrátt
fyrirkuldaog frost.
„Vinnum okkurtil hita".
s
hinu nýja Asahverfi í
Reykjanesbæ eru smiðir í
óða önn að negla og mæla í
húsum sem þar eru í byggingu.
Víkurfréttir litu við í hádeginu
si. föstudag og tóku hús á þeim
Rúnari Bjarnasyni og Sigur-
geiri Svanssyni hjá fyrirtækinu
Eðaltré sem reisa hús í nýja
hvcrflnu.
„Mér líst vel á byggingasvæðið,
enda er hér mjög gott útsýni,"
segir Rúnar en húsið sem Eðaltré
reisa er svokallað kubbahús sem
byggist á því að steypu- og ein-
angrunarvinna fléttast saman.
„Þetta er innlend Suðurnesja-
framleiðsla því kubbarnir koma
frá fyrirtækinu Varmamótum hér
i Keflavík.“
Byijað var á grunninum að hús-
inu í október og búast þeir félag-
ar við að byggingu hússins ljúki í
febrúar. „Við unnum ekkert við
þetta hús í desember, en verkið
hefur gengið ágætlega," segir
Sigurgeir smiður, en hjá Eðaltré
eru þrjú verkefhi í gangi. Þegar
Rúnar er spurður að þvi hvert
næsta verkefni sé segist hann
ekkert gefa uppi. „Það er ekkert
öruggt fyrr en skrifað hefur verið
undir,“ segir hann kíminn á svip.
En er ekkert kalt að vinna við
húsbyggingar í veðrum sem
þessum? „Það er fint að vera að
vinna svona úti. Maður verður
bara að vinna sér til hita,“ segir
Sigurgeir og tekur um hamarinn i
beltinu sem smiðir ganga iðulega
með.
„En komdu og líttu á útsýnið
héma,“ sagði Rúnar og benti til
Bláfíalla en sökum snjóa hafa
Biáfjöllin lýst upp himininn í
fjarlægð þar sem ánægðir skíða-
iðkendur renna sér með bros á
vör eftir nokkurra ára hlé sökum
snjóleysis. Og án efa eiga íbúar í
þessu glæsilega húsi eftir að
fylgjast vel með hvort opið sé í
Bláfjöllum.
14
VfKURFRÉTTIRÁ NETINU I www.vf.is I LE5TU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!