Víkurfréttir - 22.01.2004, Qupperneq 20
Innilegar þakkir færum við öllum þeim
sem auðsýndu okkur samúð og
vinarhug vegna andláts og útfarar
elskulegrar móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
Huldu Agnarsdóttur frá ísafirði,
áður til heimilis að Kirkjuteigi 7, Keflavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilisins
Víðihlíðarí Grindavík fyrirgóða umönnun.
Oddur Gunnarsson, Erna Bergmann,
Agnes Margrét Gunnarsdóttir, Tómas Henkel,
Gunnhildur Gunnarsdóttir, Guðmundur Sigurbergsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Elskulegur eiginmaður minn, faðir
okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
Óskar Gíslason,
Ásabraut 13,
Grindavík,
Jóhanna Dagbjartsdóttir,
Sævar Óskarsson, Khamnuan Óskarsson,
Dagbjört Óskarsdóttir, Þorlákur Bernhard,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Friðrik Björnsson,
Suðurgötu 22,
Sandgerði,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
laugardaginn 17. janúar.
Útförin fer fram frá Safnaðarheimilinu í Sandgerði
laugardaginn 24. janúar kl. 14.00.
Þórhildur Sigurðardóttir,
Steinunn F. Friðriksdóttir,
Sigurður S.F. Friðriksson,
Þorbjörg E.F. Friðriksdóttir,
Jón F. Friðriksson,
Friðrik Þór Friðriksson,
Fanney Friðriksdóttir,
Heiður Huld Friðriksdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Guhnlaugur Sigmarsson,
Sólrún Bragadóttir,
Rúnar Þórarinsson,
Alma Jónsdóttir,
Marta Eiríksdóttir,
Eiður Þórarinsson,
VIKURFRETTIR A NETINU
14. MEST SÓTTIVEFUR LANDSINS
>- MÁLEFNI LEIKSKÓLANNA
■ Steinbjörn Logason, faðir í Reykjanesbæ, skrifar:
víkurfmttir
ánetinuvoru
FYRSTARMEÐ
þessagreini
„Hér á ég ekki heima“
að verður að segjast að
blessaður „Master" bæj-
arstjóri náði ekki að
sannfæra mig um réttmæti
hækkana á leikskólagjöldum á
borgarafundinum þann 19.
janúar. Þvert á móti hefur
hann styrkt þá skoðun mína
hversu gífurleg svívirða þessi
hækkun er fyrir barnafólk og
ekki síst ímynd Reykjanesbæj-
ar.
Fyrri hluti af þeim glæruljóma
sem bæjarstjórinn færði okkur
um íjölskylduvænan Reykjanes-
bæ náði engan veginn að skila
þeim markmiðum sem fundurinn
var að fjalla um. Ami reyndi að
kasta ryki i augun á fundarmönn-
um og sannfæra þá um að það
væri nú þess virði að borga þessa
upphæð með upptalningu á þjón-
ustu sem snertu ekki fundinn
beint. þó að „sumir“ fundar-
manna létu augljóslega blekkjast
og voru jafnvel tilbúnir að borga
enn meira, þá held ég að flestir
geti ekki sætt sig við þær aðdrótt-
anir bæjarstjóra að það sé allt í
lagi að borga svona mikið. Enda
er þjónustan og fjölskyldustefnan
svo frábær á öllum öðrum skóla-
stigum barnsins. Málið er ekki
svona einfalt að bíða og sætta sig
við að greiða himinhá leikskóla-
gjöld af því þú færð þjónustu
seinna. Það verður alltaf erfitt að
fá hljómgrann fyrir þessari fjöl-
skyldustefnu þegar litla barnið
þitt er strax sparkað niður á
fyrstu skrefum þess inn í skóla-
kerfið af þeim mönnum sem
standa fyrir henni bænum okkar.
Hvað kemur næst og á hvað stig-
um munu þeir seilast ofan í vasa
okkar aftur?
Ekki hafa Reykjavíkurrökin stað-
ist fyllilegan samanburð og hvað
þá „kannski-glærurnar" hans
Ama. Er það virkilegt að þeir fé-
lagar héldu að við værurn ein-
hverjir vitleysingar í upphafi
þessarar umræðu og myndum
kaupa rökin með Reykjavík? þeir
byijuðu þetta allt með einni lág-
kúrulegustu auglýsingu sem ég
hef á ævinni litið í Víkurfréttum
þann 30. desember 2003 (nýárs-
gjöfinni). Með yfirskriftinni
„GJALDSKRÁ REYKJANES-
BÆJAR 2004“ er tilkynnt um
hækkanir á gjöldum bæjarfélags-
ins og í tvídálki, er innrammaður
grár kassi með samanburð á
Reykjavík og Reykjanesbæ. Hví-
lík fásinna, þvílíkur brandari að
vera eyða plássi í að auglýsa
Reykjavík. þeim hefur greinilega
ekki liðið mjög vel með þetta allt
saman og til að reyna að losna
við óbragðið átti að nota höfuð-
borgina sem ópal með einni lág-
kúraauglýsingu, sem átti að rétt-
læta þessar hækkanir.
En við vitum að systkinaafsláttur
er hærri í henni Reykjavík,
námsmannafsláttur líka og systk-
inaafsláttur er veittur með dag-
mæðrum. Afslættir sem myndu
spara sumum fundarmanna allt
upp í 20 þúsund á mánuði. Þessi
samanburður var alltaf móðgun
við okkur og ekki síst lítillækkun
á Reykjanesbæ - sem missir trú-
verðugleika á að geta boðið hag-
stæðari þjónustu en önnur sveita-
félög. Verið bæjarfélag með gott
fordæmið, það sterka og sjálf-
stæða sem aðrir ættu að bera sig
saman við. NEI segja þessir fjöl-
skylduvænu menn - við viljum
vera eins og Reykjavík. Verðurn
og það skuluð þið sætta ykkur
við. BORGA, BORGA!.
Ami var alls ekki hættur og ekki
bættu nú „kannski-glærurnar"
með töluleiknum 40% á búverð-
ugleika bæjarfélagsins né hans
manna. Leikandi sér að einhveij-
urn súluritum hægri vinstri til að
ná Reykjanesbæ af hættusvæð-
inu sem eitt dýrasta bæjarfélag
landsins fyrir námsmenn með
kornabörn eða barnafólk með
tvö eða fleiri krili. Óþarfa ryk og
sorglegur samanburður.
Einnig er það augljóst að Reykja-
nesbær er á láglaunasvæði. Það
er staðreynd að það eru fá há-
launastörf á Suðumesjum. Því er
það svo að háskólamenntað fólk
sér fá eða engin tækifæri hér
vegna launamismunar og skort á
tækifærum í nýsköpun. Fyrir mig
með mína menntun þá munar
hátt i 100 þúsund krónum í laun
á mánuði á Reykjanesbæ og
Reykjavík. Hér eru horfurnar
slæmar í atvinnumálum vegna
uppsagna og atvinnuleysi er hæst
hér á landinu. Ekki nær þessi
hækkun að blása lífi og orku í
samfélag sem er í járnum og
hvað þá að vera réttlætanleg.
Það er einnig vani í pólitík að
kasta fram tölum og prósentum
til þess að réttlæta heildarmynd
ina. Sjaldan eru þessar tölur
krufnar til mergjar og verða því
aðeins 23% hækkun á 1/3. Þessi
1/3 er síðan 35% af 2/3, sem er
rosalega gott því hún gæti verið
eða var 50%. Svona er þráttað og
nýjum tölum hent á loft og aldrei
fær maður á hreint eða sundurlið-
að i hvað 27.000 krónurnar fara í
á mánuði. Er ekki réttast að segja
1/3 (foreldrar) = 27 þús. + 2/3
(bæjarfélagið) = 54 þús eða sam-
tals 3/3, 81.000 kr (miðað við 8
tíma). Kostar virkilega svona
mikið að hafa eitt barn á leik-
skóla? Við foreldrar eigum rétt á
að fá sundurliðun á okkar reikn-
ingi, eða er ekki svo? Þannig að
ég skora á alla foreldra að fá
reikninginn sinn sundurliðaðann
hér eftir þannig að þessi talna-
súpa þurfi ekki að vefjast svona
fyrir manni í fínum súluritum og
þess háttar pólitík.
Þessi hækkun hefur líka orðið til
þess að fólk er farið að velta því
fyrir sér að slíta sambúð á papp-
írum til þess að geta náð endum
saman, fjölskylduvænt? Pör sjá
sér hag í því að annaðhvort þeir-
ra verði heima og gæti bamanna,
flölskylduvænt? Fólk reynir að
bæta við sig vinnu, fjölskyldu-
vænt? Leikskólakennarar gætu
gripið til fjöldauppsagna vegna
skerðinga á yfirvinnu því þær
hafa ekki efni á að vinna, fjöl-
skylduvænt? Sama hvemig litið
er á þetta allt saman þá mun þetta
fyrst og fremst bitna á bömunum
okkar og hæfileikum þeirra.
Þetta er staðreynd um sorglega
forgangsröðun.
Ég var ekki sáttur þegar ég dus-
taði af mér rykið að fundi lokn-
urn með „kannski-loforð" um
leiðréttingar á systkinaafslætti.
Það er bara ekki nóg! Þessi
hækkun átti aldrei _að koma og er
ekki réttlætanleg. Ég gekk þung-
um skrefum út í nóttina ásamt
fleirum fundarmönnum og ég
hugsaði „hér á ég ekki heima."
Virðingafyllst
Steinbjörn Logason
faðir
20
VfKURFRÉTTIRÁ NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!