Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.01.2004, Page 22

Víkurfréttir - 22.01.2004, Page 22
Það er komin hláka á Suðurnesjum. Snjórinn sem kyngdi niður um helgina var far- inn að blotna á mánudaginn og vatn víða farið að flæða ofan í niðurföll og ræsi. Þar sem gert var ráð fyrir rigningu þá um nóttina og þá er vissara að vera búinn að tryggja það að vatnið flæði örugglega niður um niðurföll en ekki inn í hús eða annað þar sem það geti valdið tjóni. Myndin er tekin við Hringbrautina í Keflavík nú eftir hádegið á mánudag þar sem stórvirkar vinnuvélar unnu að snjómokstri. HLJÓMSVEITIN MÁT Frítt inn Aldurstakmark 20 ár. VF-MYND: HILMAR BRACIBÁRÐARSON us 01 STAÐURINN ÞINN - ALVÖRU ÚTSÝNI! Mokað frá ræsum við Hringbrautina Þökkum eftirtöldum aðilum stuðning við áramótabrennu í Innri-Njarðvík: Hitaveita Suðurnesju Toyota Sanikaup GB Trésmíði Bílur og Sport Alex Bílaliús Smurslöð Björns og Þórðar Sparisjóðurinn í Kel'lavík Húsasmiðjan KafTitár Byko iiignarhaldsfélagið Afangar Nesprýði Trésmíðaverkstæði Ragnars Halldórsson Olís Reykjanesbær Hekla Rörvirki Víkurfréttir Islandsbanki Vélaleiga AÞ Toppurinn Esso Verslunin Töff Ibúur Innri-Njarðvíkur Hótel Keflavík íbúar í Innri-Njarðvík > FJÁRIVIÁL REYKJANESBÆJAR / UMRÆÐAN ■ Konráð K. Björgólfsson skrifar: Velkomin í ríki mitt, Reykjanesbæ! egar ég var að fletta nýjasta tölublaði Víkur- frétta dags. 15. janúar 2004 rak ég augun í að enn frekari endurbætur á Hafnar- götu væru byrjaðar. Lengi lifi endurbætur við Hafnargötu, verkefni sem sífellt fer í endur- nýjun Iífdaga sinna. Á blaðsíðu 14 og 15 þjarka bæj- arstjóri og bæjarfulltrúi Fram- sóknarflokksins um afsökunar- beiðni og í grein bæjarstjóra seg- ir: „Staðreyndin er sú að í lok nýlið- ins árs numu eignir Reykjanes- bæjar tæplega ellefu þúsund milljónum kr.“ Þessi talnaleikur sem er að ryðja sér til rúms í dag virðist vera af þeirri rót að leiðbeina fólki sem þekkir ekki mun á milljón og heilurn milljarði. Þó ég hafi aldrei handleikið milljarð í pen- ingum er ég samt steinhættur að fara út í búð og kaupa fyrir tíu hundruð krónur í matinn. Ég kaupi bara fyrir þúsundkall og læt það gott heita. Framkvæmdirnar í Helguvík halda áíram, mulið niður bergið, vömbílar bmna um götur bæjar- ins og sturta á haf út meðfram standlengjunni því eina felli eða fjalli sem Reykjanesbær getur státað af. Þetta kostar sitt það máttu bóka. Þetta kostar sitt! „Af hveiju fylla þeir ekki á haf út í Helguvík í stað þess að grafa sig svona inn í landið" spurði mig einhver sem að var ekki alveg viss um hvort hann skyldi allt rétt en lítið varð um svör. Á blaðsíðu 20 má lesa um mál- efni leikskólanna. Þar segir í grein Hafdísar Helgu Þorvalds- dóttur að hækkun á leikskóla- gjöldum sé á bilinu 23-26%. En Böðvar Jónsson á lika sína skýr- ingu „hlutfall foreldra hefur lækkað úr 50% í 35%.“ Sam- kvæmt ofanrituðu geta gjöld lækkað á sama tíma og þau em hækkuð og átt sér ósköp skiljan- legar ástæður. En fólkið hefur auðvitað þessum aurunum minna til ráðstöfúnar þar á eftir. Ég er þannig innréttaður, að vísu ódýrt á efri hæðinni, að hver hækkun kostnaðar á almenning vekur með mér kenndir til þeirra sem verst em settir. Atvinnuleysi og kostnaðarauki fer illa saman, að mínu viti. Það er þekkt stað- reynd. En það er ekki bæði hægt að halda og sleppa. Það verður að forgangsraða! Ef við viljum munað og glys þá kostar það peninga og einhver verður að borga, þú eða ég. Því má líkja stjóm byggðarlags við ijármál og stjóm heimilis: Þó sjónvarpstækið sé í tíma og ótíma að slökkva á sér, látum við endumýjun þess bíða ef baminu okkar vantar peysu til að klæðast gegn kuldanum hér úti. Svo ein- falt er það. Sú ffétt sem vakti hvað mesta at- hygii mína og ég var viss um að væri í Víkurfréttum, reyndist vera í Morgunblaðinu, hálfsíðu umfjöllun: „Hollywood-stafir settir á Vogastapa." í fréttinni segir að um sé að ræða rúmlega mannhæðarháa stafi og á ljós- myndunum má sjá að hver stafúr er á annan metra á breidd. Sam- an mynda þeir orðið „Reykjanes- bær“. Þessi risavöxnu herlegheit eiga auðvitað að vera upplýst, hvað annað? Hér á því hvorki að vera hægt að finna volæði, pen- ingaþröng eða atvinnuleysi, þeg- ar komið er inn fyrir bæjannörk- in, meira en nóg til af öllu fyrir alla skyldi maður ætla. Þvi datt mér í hug, í ljósi þessarar velmegunar sem mér var annars ókunnugt um, hvort meirihlutinn í stjóm bæjarins ætli ekki að láta útbúa annað svona skilti og sett niður á sama stað, því oft má gott bæta. Á 90 km. hraða eftir Reykjanesbrautinni rynnu þá skiltin í eitt og mörkuðu ekki að- eins upphafið af Ijósadýrðinni og fagursláeytingunum inn í bæinn heldur og segðu það sem menn vildu meina: „Velkomin í ríki mitt, Reykjanesbæ!" Konráð K. Björgólfsson Reykjanesbæ. ■ Baldvin Nielsen skrifar um fjármál Reykjanesbæjar: Ymislegt vakti athygli mína eftir að hafa lesið greinar hr. Árna Sigfús- sonar bæjarstjóra Reykjanes- bæjar og hr. Kjartans Más Kjartanssonar bæjarfulltrúa vegna deilu þeirra um fjármál bæjarins í Víkurfréttum í s.l. viku. Það er ljóst að ekki er allt með feldu og nú eru teikn á lofti um að komið sé að ögurstundu er varðar hagsmuni bæjarbúa til framtíðar. Þetta má heyra á tali manna hér í bæ. Bæjarbúar þurfa ekki að leggja það á sig að geyma þessar greinar sem ofan- greindir aðilar hafa skrifað vegna þessa máls, því viska og dóm- greind almennings og langlund- argeð er með þeim hætti að telja má fúllvíst að þessum meirihluta Sjálfstæðismanna verði kastað fyrir róða í næstu bæjarstjómar- kosningum. Þar sem ég hef ekki nægilega haldgóð gögn undir höndum er varða þessi skrif þeirra félaga er samt ljóst að Kjartan Már hefúr vinninginn enda þarf ekki mikið innsæi til að sjá að sjónarspil bæjarstjórans er til þess fallið að villa um fyrir fólki um hina raun- verulegu fjárhagsstöðu bæjarins. Ein er sú leið sem farin hefur verið í þessum tilgangi er að selja fasteignir þess til að ijármagna hallareksturinn. Hér verða bæjarbúar að vera á varðbergi að ekki sé seldur eign- arhluti bæjarfélagsins t.d. í Hita- veitunni, óskabami Suðumesja- manna, því ef það ferli færi í gang, einkavinavæðingin, mætti búast við að Hitaveitan stór- hækkaði orkugjöldin þ.e.a.s. hita og rafmagn á almenning, því.. jú ... „hluthafarnir gera kröfu um arðsemi" yrði svar stjórnar- manna. Já, velferðarkerfið heldur áfram að hnigna eins og nýjasta dæmið sannar með stórhækkun á leik- skólagjöldum sem munu valda bamafjölskyldum miklum búsifj- um því þar á meðal er fólkið sem er að koma sér þaki yfir höfúðið í fyrsta skipti. Síðan væri það al- veg eftir öðru að hækka fast- eignagjöldin til að kóróna þessa „fjölskyldustefhu" ems og það er kallað hjá bæjaryfirvöldum. Til að tryggja bæjarbúum raun- hæfan kost í næstu sveitastjóm- arkosningum, hefúr hópur manna hafið undirbúning að stofnun nýs bæjarmálafélags undir merkjum Fijálslynda flokksms. Þar verður leitast við að fá fólk sem vill breytingar til starfa. Stofnfundur félagsins verður auglýstur þegar þar að kemur. Kær kveðja, Baldvin Nielsen 22 VÍKURFRÉTTIRÁ NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DACLEGA!

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.