Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.01.2004, Qupperneq 2

Víkurfréttir - 29.01.2004, Qupperneq 2
stuttar f r é t t i r Tveggja ára sleðaeigandi saknar Stiga sleðans síns Um síðustu helgi var nýjum Stiga sleða með stýri stolið fyrir utan Hringbraut 69 og saknar eigandinn, 2 ára gamall strákur sleðans síns. Þeir sem geta gefið upplýs- ingar um málið eru hvattir til að hringja í síma 896-5531. Sleðaeigandinn ungi vonar að sleðanum verði skilað og að málin verði útkljáð í mesta bróðerni og að engir eftirmálar verði. Ungi sleða- eigandinn telur að einhver hafi tekið sleðann í misgrip- um. Innheimtumenn trygginga- félaga að störfum í nótt Einn eigandi einnar bifreiðar varð aðfaramótt mánudags fyrir því að lögreglan klippti númera- spjöldin af bifreiðinni þar sem hann hafði ekki viðhaldið lög- boðnum ábyrgðartryggingum biffeiðarinnar. Hiuta af trommusetti stolið Tilkynnt var til lögreglu um þremur diskum úr trommusetti hafi verið stolið úr bílskúr við Lyngholt í Keflavík á sunnudags- morgun. Ekki er vitað hver þar var að verki. Eignaspjöll í Sandgerði Á sunnudagsmorgun var tilkynnt til lögreglu eignaspjöll hjá elli- heimilinu Miðhúsum við Suður- götu í Sandgerði. Þar höfðu fimm útiljós verið skemmd og fimm gluggalistar losaðir úr falsi. Ekki er vitað hveijir voru þarna að verki. >AUKIN SAMKEPPNI I VEITINGAREKSTRI Helgi Vilhjálmsson athafnamaður í Góu og KFC á þeim stað þar sem nýr veitingastaður KFC mun væntanlega rísa á næstu mánuðum. VF-MYND: HILMAR BRAGIBÁRÐARSON Helgi skoðar byggingalóð fyrir KFC Helgi Vilhjálmsson, athafnamaður oft kenndur við Góu, var í Reykjanesbæ fyrir helgi að skoða framtíðarbygginga- land fyrir nýjasta KFC kjúklingastaðinn. Lóðin er á gömlu bæjarmörkum Keflavíkur og Njarð- víkur gegnt bílastæðinu við Samkaup. Stórvirk- ar vinnuvélar eru þegar byrjaðar að vinna á svæðinu, en að sögn Helga eru þær ekki á hans vegum. „Eg bíð ennþá eftir endanlegu grænu ljósi á að ég fái að byggja á þessari lóð. Ég vonast eftir að fá svarið á næstu dögum og vonandi verður hægt að steypa sökkul í næsta mánuði," sagði Helgi Vil- hjálmsson í samtali við Víkurfréttir þar sem hann gekk um lóðina. Helgi vonaðist til að nýi veitinga- staðurinn yrði tilbúinn í sumar. „Eru iðnaðarmenn á Suðumesjum ekki röskir", sagði hann og brosti og bætti við að honum litist vel á það að vera að koma með starfsemi til Reykjanesbæjar. „Hér er svo kraft- mikið fólk“. Veitingastaður KFC í Reykjanesbæ verður flagg- skip kjúklingastaða Helga, um 50 metra langt hús með ævintýralandi fyrir böm og fl. Hundur olli umferðaróhappi á Reykjanesbraut Lögreglan í Keflavík hef- ur til rannsóknar um- ferðaróhapp sem varð á Reykjanesbraut skammt frá Kúagerði skömmu fyrir kl. fjögur á laugardag. Þar varð ökumaður fyrir því að missa stjórn á bifreið sinni er stór svartur hundur hljóp í veg fyrir bifreiðina. Klukkan fimmtán mínútum fyr- ir fjögur á laugardag var lög- reglunni í Keflavík tilkynnt um útafakstur á Reykjanesbraut rétt við Kúagerði. 1 ljós kom að ökumaðurinn hafði misst stjóm á bifreið sinni er stór svartur hundur hljóp í veg fyrir bifreið hans. Talið er að hundurinn sé blandaður Irishsetter/labrador. Bifreiðin var Ijarlægð af vett- vangi með dráttarbifreið. Lög- reglan þarf að ná tali af hunda- eigandanum. Nokkru frá þeim stað þar sem bifreiðin fór útaf sá ökumaðurinn til manns og konu þar sem þau voru með annan hund. Hundurinn sem hafði hlaupið í veg fyrir bifreiðina hafði hlaupið í áttina til þeirra. Fasteignamarkaður Suðurnesja - inn á öll heimili á Suðurnesjum! Sjáið fasteignaauglýsingar á blaðsíðum 29-31 í Víkurfréttum í dag Fasteignasalan Ásberg, sími 421 1420 Kirkjuteigur 5, Keflavík. Góð 3ja herb. 67m’ risíbúð í góðu ástandi, tölvert endumýjuð. Hagstæð lán áhvílandi. 6.300.000,- Fasteignasala G.Ó. sími 421 8111 Sólvallagata, 12 Keflavík. Mjög mikið endumýjuð 4 -5 herb. 114m3 n.h. í tvíbýli, bílskúr 29m2. Flest öll gólfefhi em ný, eldliúsin- nrétting ný. Eignin var öll tekin í gegn að utan fyrir 3 ámm. 11.800.000,- Fasteignasalan Stuðlaberg sími 420 4000 Smáratún 26, Keflavík. Um 102nv n.h. í tvíbýli með sérinng. Ibúðin nýlega endumýjuð, nýjar innréttinar, ný gólfefni, nýjar hurðar og skápar. Glæsileg eign. Hagst. áhv. Skipti á ód. 11.200.000.- Eignamiðlun Suðurnesja Sími 421 1700 Fífumói 1-a, Njarðvík. Mjög falleg 2ja herbergja íbúð á 2. h. Nýlegt parket á stofu. Snyrtileg sameign. Laus fljótlega. 6.500.000,- stuttar f r é t t i r Tillaga um lækkuntíma- gjalds á leik- skólum felld í bæjarráði Jóhann Geirdal og Ólafur Thordersen, fulltrúar Samfylking- arinnar í bæjarráði Reykja- nesbæjar lögðu fram tUIögu um að lækka tímagjald á leikskólum um 9,1% frá þeirri hækkun sem nýlega tók gildi. Til- laga fulltrúa Samfylkingar- innar var felld af meiri- hlutanum. I tillögu Samfylking- arinnar sem var felld var lagt til að greiðsla foreldra í kostn- aði yrði sem næst 35% af rekstrarkostnaði leikskóla án húsaleigu, enda hafi ekki ver- ið gert ráð fyrir henni í út- reikningum á rekstrarkostnaði til þessa. í greinargerð með tillögunni segir: „Við teljum að ef rekstrarkostnaður leik- skóla er reiknaður á sambæri- legan hátt og gert hefúr verið til þessa, þ.e. húsnæðiskostn- aður ekki tekinn með í rekst- urinn eins og gert er með leigu nú, eftir að Fasteign hf. kom til sögunnar, þá sé ásætt- anlegt að miðað sé við að for- eldrar greiði 35% af rekstrar- kostnaði leikskólans. Þessi breyting felur í sér um 9,1% lækkun á tímagjaldi frá því sem fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins hafa lagt til.“ I bókun frá fulltrúum Sjálf- stæðisflokksins í bæjarráði segir að með hækkun á grunngjaldi sé miðað við að ffamvegis greiði foreldrar um 35% af kostnaði við vistun fyrsta bams á ieikskóla en að systkinaafsláttur hafi verið aukinn. „I heildarkostnaði við rekstur telst að sjálfsögðu einnig hús- næðiskostnaður. Öllum sveit- arfélögum er gert skylt að gera grein fyrir þeim kostnaði og innheimta hann, ýmist í gegnum sérstakan eignasjóð, eða sem útfærslu í fasteigna- félag eins og Reykjanesbær hefúr gert. Niðurstaðan er sú sama: Húsnæðiskostnaður er raunverulegur kostnaður, eins og öll heimili þekkja," segir í bókun fulltrúa Sjálfstæði- flokksins sem lögð var ffarn í bæjarráði fyrir síðustu helgi. 2 VfKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.