Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.01.2004, Side 20

Víkurfréttir - 29.01.2004, Side 20
ATVINNA Óskum eftir starfsmanni í ræstingarvinnu, vaktavinna 2-3-2, hlutastarf. Upplýsingar í síma 899 0514. Hilmar R. Sölvason. Ræstingar. Fjölbrautaskóli Suðurnesja VIRÐING - SAMVINNA - ARANGUR Framhaldsskólakennarar Vegna forfalla vantar okkur kennara í hálfa stöðu í líffræði við Fjölbrautaskóla Suðumesja sem fyrst. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum framhaldsskólakennara. Ekki er nauðsynlegt að skila inn umsóknum á sérstöku eyðublaði. Frekari upplýsingar veita skólameistari Ólafur Jón Arnbjörnsson og aðstoðarskólameistari Kristján Ásmundsson í sima 421 3100. Skólameistari. Vatnsleysuströnd Atvinna Starfsmaður óskast á Eggjabúið Nesbú ehf. Vatnsleysuströnd. Starfið feilst í umhirðu og eftirliti á alifuglum, ásamt öðrum þeim verkum sem til falla. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu og eða þekkingu á landbúnaði. Reglusemi og stundvísi er skilyrði. Áhugasamir hafi samband við framkvæmdastjóra í síma 892 3042. -• ■ Sturlaugur Ólafsson skrifar: Eru Suðurnesin metin fjórðungur af Akureyri við fjárveitingar alþingis? Fyrir röskum hundraö árum bjuggu flestir ís- lendingar í torfbæjum með moldargólf- um. Við áttum nokkra mennt- aða embættis- menn en verk- kunnátta var lít- il. Nú er öldin önnur en hvert stefnir í framhaldsmenntun? Því miður hefur ekki tekist að fá ungt fólk sem lokið hefur grunnskóla til að stunda fjöl- breytt nám. Á Suðumesjum hefur verið starf- andi Fjölbrautaskóli frá 1976. I fyrstu var góð aðsókn í iðn-og verknám sem eflaust tengdist því að hér var ágætur iðnskóli. Áð- sókn að tréiðnaðardeild hefur verið þokkaleg að undanfornu, góð í raf og hársnyrtigreinum en málmiðnaðardeild hefur legið að mestu niðri í nokkurn tíma og dræm aðsókn hefur verið að vél- stjómardeild. Við lifum í tækni- væddu samfélagi og mikill skort- ur er á vel tæknimenntuðu fólki. Gera verður átak til að laða ungt fólk til að læra málmiðn-og vél- stjórn. Nú þegar er mikið um innflutt vinnuafl vegna skorts á málmiðnaðarmönnum og ef þetta ástand varir lengi glatast niður verkþekking í þessum greinum. Foreldrar, skólayfirvöld og kenn- arar gegna hér miklu ábyrgðar- hlutverki. Tækniskólar kalla eftir verkmenntuðu fólki til fram- haldsnáms en þess misskilnings hefúr gætt að iðn-og verkmennt- un leiði til blindgötu í mennta- kerfinu en svo er alls ekki. Danskur tækniskóli hefur t.d. í mörg ár sóst eftir verkmenntuð- um nemum frá FS. Nokkrir nem- endur hafa nýtt sér þetta og geng- ið vel. Atvinnuleysi er nær óþekkt í þessum starfsgreinum. Hér þarf hugarfarsbreytingu ef ekki á illa að fara. Menntun er til góðs fyrir einstaklinginn og sam- félagið en varast ber einhæfhi, 70 - 80% framhaldskólanema stefha að akademísku námi. Það lætur nærri að jafn margir séu að læra að teikna og hanna bygging- ar og þeir sem eru að læra að byggja, allir sjá að þetta gengur illa upp. Eða er þetta ef til vill allt í lagi? Við flytjum vinnuafl inn eftir þörfum og eflum atvinnu- leysistryggingar? Verkmenntun er mun kostnaðarsamari en bók- nám en dýrast verður að glata henni niður. Verkmenntun hefur mætt velvilja í pólitískri umræðu en það dugar skammt ef fjár- magni er ekki veitt í þau verkefni sem þarfhast úrlausnar. Þá verður að gæta þess að þegar fjármun- um er veitt í iðn-og verkmenntun aðþeirséu notaðirþar. Viðbyggingastefna FS. Nú í haust á að ljúka 4. viðbygg- ingu við FS. Þriðja útlitið lítur dagsins ljós því ekki er skipt við sömu hönnuði. Höfundarréttur að teikningum gengur kaupum og sölum, allt er falt fyrir rétta verðið. Gera á miklar breytingar á elsta hluta byggingarinnar. Já, það ætlar lengi að loða við þetta svæði að hugsa smátt. Skyldi þetta vera frá beitninga-skúra- tímabiiinu? Þetta bjargast fyrir hom í nokkur ár. Innan fárra ára þarf meira húsnæði. Húsnæðið er þegar mjög óhentugt eins og nærri má geta með sífelldum við- byggingum og dýrum breyting- um sem ekki hafa alltaf verið hugsaðar til enda eins og sést á því t.d. að byggingadeildin flutti úr 300 ferm. í 240 ferm. árið 1992 og er það nokkuð spaugi- legt. Ljóst er að mynda verður skýra stefnu í byggingamálum fram- haldsskóla á Suðumesjum. Búið er að þröngva FS byggingunni upp að íþróttahúsinu, þarna er öllu farið að ægja saman og bíla- stæði jafn mörg og fýlgdu fýrstu byggingu 1972 svo eitthvað hlýt- ur að láta undan. Eitthvað hefur þurft að hagræða bygginga-og brunamálareglugerð til að koma þessu heim og saman. Ég hef fiilla samúð með húseig- endum i nágrenni við FS enda eiga þeir í erfiðleikum með að komast leiðar sinnar. Nemendur eru sektaðir þegar gert er átak í ringulreiðinni. Meistarakerfið víkur... Nú í haust á að hefjast nýtt grunnnám fýrir byggingagreinar. Samkvæmt skipun frá Mennta- málaráðuneyti átti þetta að byija í fýrra en FS fékk frest til að byrja nú í haust. Mun þetta lengja viðveru nema um nokkrar annir í FS og tveir til þrir hópar þurfa að vera samtímis í byggingadeildinni. Þeir sem til þekkja gera sér grein fýrir því að það rými sem nú er til umráða er allt of lítið til að mæta þessari breytingu. Þannig er að nemi sem innritast í byggingagrein tekur fýrstu önn í blönduðu námi sem samanstend- ur af trésmíði, múrverki, málun, pípulögn, dúklögn og veggfóðr- un. Síðan velur nemi sér grein eftir fyrstu önn. Þá verður sú breyting að nemendur læra iðn- greinina að mestu í skóla með starfsþjálfun hjá fýrirtæki í grein- inni. Húsasmiði er nokkuð fjöl- menn og ljóst að nægur nem- endafjöldi er til að ljúka sveins- prófi frá FS í þeirri grein. I fá- mennari greinum munu nemar sækja skóla á höfuðborgarsvæð- inu. Til að verða við þessari ný- skipan þarf rými og húsnæðið þarf að vera samfellt til að nýta tíma og mannafla. Hér duga eng- ar hókus pókus aðferðir því betra er að sleppa þessu námi en standa illa að því. Ég mæli með skoðunarferð til Akureyrar ef menn vilja kynna sér hvemig vel er staðið að framhaldsskólanum. Sem dæmi er aðstaðan sem byggingadeild FS býr við 1/4 af aðstöðu Verkmenntaskóla Akur- eyrar og okkur er ætlað að kenna eftir sömu námsskrá á álíka ijöl- mennu svæði. Þeir standa sig vel fýrir norðan og þvi ber að fagna. Já, það hefur verið okkur dýr- keypt í gegnum tíðina að hafa hvorki átt ráðherra hér á Suður- nesjum né harðsnúna þingmenn sem vinna vel saman. Kannski eru ráðamenn á Suðurnesjum fjórðungsdrættingar á við Norð- anmenn enda fór enginn til að taka peninga úr banka hér þegar mikil kvóti fór í einu lagi norður á Akureyri. Sturlaugur Ólafsson 20 VÍKURFRÉTTIRÁ NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.