Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.12.2005, Qupperneq 12

Víkurfréttir - 08.12.2005, Qupperneq 12
Vegna fjölgunar í barnahópnum í heilsuleikskólanum Króki Grindavík óskum við eftir að ráða leikskóla- kennara til starfa eftir áramót. Skólinn vinnur éftir heilsustefriunni þar sem markmiðið er að auka gleði og vellíðan barnanna með áherslu á næringu, hreyfmgu og listsköpun í leik og .starfi. I'if 'okki fást leikskólakennarar ' verða ráðnir starfsmenn . 'I v ,j i ) v’l®* jneð aðra uppgldismenntun eða leiðbeinendur. Æ ' " ’ , ...........^ 1, Nánan upplýsingar veitir Hulda Jóhannsdóttir íeikskólástjóri í síma 426 9998 FRÉTTASÍMINN iQLMHmiGSVAKT 8982222 Norðurbygging Flug- stöðvar Leifs Eiríks- sonar verður stækkuð á næstu árum og fr amkvæmdum hraðað svo sem kostur er. Mark- mið stækkunar og breytinga í flugstöðinni er að bregðast við spám um öra fjölgun farþega á ferð um Keflavíkurflugvöll. Aætlað er að farþegafjöldinn nái 3,2 milljónum árið 2015, hann stefnir í 1,8 milljón í ár, en var aðeins um 460 þúsund þegar fyrsta skóflustungan var tekin árið 1983. Sjálft at- hafnarýmið til verslunar og þjónustu við farþega stækkar mikið. Þjónusta við farþega verður stóraukin og bætt með ýmsu móti. Nýr tæknibúnaður eykur afkastagetu flugstöðvar- innar, ekki síst á það við um öflugt farangursflokkunarkerfi sem sett verður upp og tekið í notkun árið 2007. Flugstöðvarbyggingin verður stækkuð til suðurs og skipulagi 1. og 2. hæðar jafnframt breytt svo mikið að líkja má við um- byltingu. Verkið, sem verður framkvæmt í tveimur áföngum, er þegar hafið og áætlað að því ljúki vorið 2007. I fyrri áfanga verður vopnaleit færð upp á 2. hæð og hafist handa við breytingar í vestur- hluta annarrar hæðar ásamt stækkun byggingarinnar til suð- urs þeim megin. Þessum fram- kvæmdum verður lokið 1. júní 2006. I seinni áfanga verksins verða breytingar gerðar í austur- hluta annarrar hæðar og lokið við að stækka flugstöðina til suð- urs. Allt húsrými á 2. hæð verður lagt undir verslun og þjónustu við farþega. Við skipulagsbreyt- inguna, og stækkun norður- byggingar til suðurs, tvöfaldast verslunar- og þjónusturýmið og rúmlega það. Samhliða því verður rekstraraðilum fjölgað. Meðal annars verða opnaðar 10-12 nýjar verslanir á svæðinu, þær fyrstu vorið 2006 og fleiri bætast við til vors 2007. Tilfæringar á næstunni vegna framkvæmda Breytingarnar valda óhjá- kvæmilega talsverðu raski og hafa nokkur áhrif á starfsemi í flugstöðinni. Stjórnendur og starfsmenn Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. munu vinna markvisst að því, í samstarfi við Istak hf., að framkvæmdirnar valdi fyrirtækjum á svæðinu og farþegum sem allra minnstum óþægindum. Inngangur brottfararfarþega í Flugstöð Leifs Eiríkssonar verður færður til bráðabirgða frá og með fimmtudagsmorgni 8. desember næstkomandi. Brottfararfarþegar ganga því næstu mánuði gegnum vopna- leitarhlið áleiðis inn í fríhöfn- ina við stigahúsið hægra megin við innritunarborðin í flugstöð- inni (í suðurenda innritunar- salarins). Núverandi inngangi og vopnaleitarhliðum verður jafnframt lokað og starfsmenn Istaks hf. hefjast handa við að þilja af vinnusvæði í vesturhluta brottfararsalar á 2. hæð þar sem íslenskur markaður, Bláa lónið, Fríhöfnin sport og Kaffitár hafa haft starfsemi sína. Þau fyrir- tæki munu færa sig um set í flug- stöðinni. Við upphaf háannatímans í ferðaþjónustu sumarið 2006 er gert ráð fyrir því að opna brottfararfarþegum nýja leið úr innritunarsal á jarðhæð upp á 2. hæð þar sem þeir ganga í gegnum vopnaleitarhlið áleiðis inn á fríhafnarsvæðið. Nokkrar staðreyndir um • Norðurbygging flugstöðvarinnar var alls um 22.000 fermetrar þegar framkvæmdir hófust árið 2003 en hún stækkar um alls 16.500 fermetra og verður 38.500 fermetrar að framkvæmdum loknum vorið 2007. Þessi stækkun er svipuð að umfangi og öll suðurbygging flugstöðvarinnar, sem er 16.000 fermetrar. Að auki er og verður unnið að breyt- ingum og endurbótum af ýmsu tagi á alls 13.000 fermetrum á 1. 2. og 3. hœð norðurbyggingar. Með öðrum orðum koma því alls 30.000 fermetrar við sögu við stœkkun og breytingar í norðurbygging- unni á árunutn 2003-2007. Eftir þessar breytingar og stækkun verður heildarstærð flugstöðvarinnar utn 55.000fermetrar. • Lokið er nú þegar breytingum og endurbótum fyrir um 2 milljarða króna í norðurbyggingunni vegna stækkunar innritunar- og komusalar, innréttingar Flugstöð Leifs Eiríkssonar skrifstofurýmis á 3. hæð, byggingar frílagers, fratn- kvæmda á bílastæðum og kaupa og uppsetningar á margvíslegutn tœknibúnaði. Áætlað er að fyrir- hugaðar fratnkvæmdir við stækkun og breytingar til vors 2007 muni kosta hátt í 5 milljarða króna til viðbótar, að meðtöldum tækjum og búnaði. Þar ber helstað ttefna flokkunarbúnað farangurs setn kostar um hálfan tnilljarð króna. • Framkvœmdirnar verða atmars vegar fjármagn- aðar með láttsfé og hins vegar með fjármunum úr rekstri félagsitts en jjármuttatnyndun rekstrar hefur farið batnattdi á undanförnum árum. Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. og Kaupþing battki hf. undirrituðu fyrir skömtnu samning utn 3,3 tnilljarða króna framkvœmdalán sem breytist í langtímalán við lok framkvœmda. 12 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.