Víkurfréttir - 08.12.2005, Page 14
Fyrsti AYGO bíllinn
seldur hjá Toyotu í
Reykjanesbæ
Fyrsti AYGO bíllinn frá
Toyota var afhentur hjá
Toyota salnum í Reykja-
nesbæ sl. föstudag. Eigandi bils-
ins er Sigrún Inga Ævarsdóttir.
Að sögn Ævars Ingólfssonar í
Toyota salnum er AYGO smábíll,
í næstu stærð fýrir neðan hinn
kunna YARIS og er markhópur-
inn ungt fólk. Bíllinn er fímm
dyra, fjögurra sæta bíll sem
kemur m.a. með innbyggðum
geislaspilara/útvarpi, hátölurum
og tengi fyrir MP3. Sætin eru
með innbyggðum höfuðpúðum
og rúður eru rafknúnar. Á mynd-
inni er Sigrún Inga við nýja bíl-
inn.
Tekinn með
hass og raf-
stuðbyssu
Tvö fíkniefnamál komu
til kasta lögreglu um
helgina. í öðru tilfellinu
fundust 48 grömm af meintu
hassi í heimshúsi í Reykja-
nesbæ. Þar fundu lögreglu-
menn líka rafstuðbyssu sem
lagt var hald á, enda um ólög-
legt vopn að ræða.
Fyrr um nóttina var gestur
á skemmtistað í Reykjanesbæ
tekinn með lítilræði af meintu
hassi. Lögreglumenn voru þar
staddir í venjubundnu eftirliti
og fannst viðkomandi vera grun-
samlegur.
Með bjór í
íþróttatösku við
Njarðvíkurskóla
Umhelginaveittulög-
reglumenn athygli
16 ára unglingi
utan við Njarðvíkurskóla,
hann var undir áhrifum
áfengis og var með tvo
bjóra í íþróttatösku, sem
hann hélt á. Haft var sam-
band við foreldra hans, sem
sótti hann.
Um fjögurleytið var öku-
maður stöðvaður í Keflavík,
sem grunaður er um að hafa
verið að aka undir áhrifum
áfengis.
Kl. 04:36 var tilkynnt til lög-
reglunnar í Keflavík að rúða
hafi verið brotin í bifreið
sem var mannlaus í Gróf-
inni. Ekki er vitað hver var
að verki.
Það margborgar sig að gera jolainnkaupin á^Suðurnesjum!
5100 vinnivigar!
16
Evrópuferðir
Langar þig í eina af þeini 16 Evrópuferðum sem í boði eru?
Þú átt 10% möguleika á að vinna þær eða einhvern af þeim rúmlega 5000 vinningum sem í boði eru í Jólalukku
Víkurfrétta og verslana sem hefst föstudaginn 2. desember og stendur til jóla eða á meðan birgðir endast. Þegar þú
verslar fyrir kr. 4000 eða meira færðu afhentan skafmiða og sérð um leið hvort vinningur er á miðanum, þú getur
því nálgast vinninginn samstundis hjá viðkomandi verslun eða þjónustuaðila. Þeir sem ekki hljóta vinning í
Jólalukkunni geta sett nafn sitt á baklilið miðans og skilað honum í kassa í Kasko og verður dregið um
aukavinninga úr honum að kvöldi Þorláksmessu, þ.á.m. eina ferð með Icelandair til hvaða áfangastaðar sem er í
Evrópu í boði Víkurffétta.
14
VfKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NVJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!