Víkurfréttir - 17.08.2006, Blaðsíða 6
360 starfsmenn
VL ekki búnir að
finna önnur störf
Um 360 íslenskir starfs-
menn Varnarliðsins
eru ekki enn búnir
að finna annað starf en upp-
sagnarfrestur þeirra flestra
er til 30. september, þegar
öll starfsemi VL leggst af. Af
þessum fjökla búa um 240 á
Suðurnesjum og 120 á höfuð-
borgarsvæðinu.
Að sögn Kristjáns Gunnars-
sonar, formanns VSFK, er
öll starfsemi á Vellinum í lág-
marki og því lítið um verkefni
fyrir þá starfsmenn sem enn
eru þar við störf. Fólk sé bara
að bíða þess sem verða vill í
haust og klára sinn uppsagn-
arfrest.
Þeir starfsmenn sem starfað
hafa við flugvallarreksturinn
halda sínunt störfum undir
merkjum Flugmálastjórnar
sem tekur við rekstrinum í
haust. Sá starfsmannafjöldi
telur vel á annað hundraðið
af þeim 500 sem enn eru við
störf hjá VL.
Perlan endurnýjar
tækjakost sinn
Mikil endurnýj un
hefur verið undan-
farið á tækjakost-
inum i þreksal Perlunnar í
Sundmiðstöð Keflavíkur og
hafa ný lyftingatæki leyst þau
eldri af hólmi.
Að sögn Sigríðar Kristjánsdóttir,
eiganda Perlunnar, eru nýju
tækin frá Cybex en hlaupabretti
stöðvarinnar eru frá sama fram-
leiðanda og hafa reynst mjög
vel. Á tækjunum eru skýringar-
myndir þannig að notendur sjá
glögglega hvernig viðkomandi
tæki er notað og á hvaða vöðva
það virkar. Ef spurningar vakna
eru þjálfarar stöðvarinnar til
staðar og leiðbeina fólki.
Þá hefur Perlan jafnframt fengið
ný spinning hjól svo nú er ekk-
ert að vanbúnaði fyrir haust-
dagskrána sem fer í gang þann
21. ágúst að sögn Sigríðar.
Heimasíða Perlunnar, www.
perlan.net, hefur nýlega verið
endurbætt en þar er hægt að
nálgast allar upplýsingar um
það sem í boði er.
Atvinna
Kasko óskar eftir að ráða starfsfólk í eftirtalin störf:
Almenn afgreiðslustörf
Vinnutími:
Frá kl. 8 - 17 virka daga, annað
eftir samkomulagi
Reynsla og hæfni:
Við leitum af þjónustuliprum
einstaklingi með reynslu af verslu-
narstörfum. Þarf að hafa metnað
fyrir góðum árangri og falla vel inní
góðan hóp.
Afgreiðsla á kassa.
Vinnutími:
Frá 11:30 - 18 virka daga, annað
eftir samkomulagi.
Nánari upplýsingar gefur
verslunarstjóri á staðnum eða
í síma 421 5407
s,
SOLARHRINGSvAKT
fjj
‘U
umierudr-ugoryggib
átak í Reykjanesbæ
14. ágúst - 22. september
Reykjanesbær efnir nú
þriðja árið í röð til um-
ferðar- og öryggisátaks
í samstarfi við Brunavarnir
Suðurnesja, lögreglu, Fjöl-
brautaskóla Suðurnesja og fl.
Markmiðið með átakinu er að
vekja almenning til umhugsunar
um umhverfi sitt og umferðar-
menningu og stefnt er að slysa-
lausri urnferð í Reykjanesbæ.
Sérstök áhersla er lögð á mik-
ilvægi þess að skapa meira ör-
yggi fyrir unga vegfarendur á
leið í skólann og ekki síður íyrir
unga ökumenn sem hafa nýlega
lokið ökuprófi og eru að öðlast
reynslu í umferðinni sem nýir
vegfarendur.
Fánar hafa verið settir upp víða
um bæinn með slagorðum eins
og ÉG ER NÝR 1 UMFERÐ-
INNI, sýndu mér tillitsemi og
fl. Það er mikilvægt að við leið-
beinum börnum okkar eins vel
og kostur er og gætum þess að
ofmeta ekki hæfni þeirra í um-
ferðinni.
Við minnum á að hámarkshraði
í grennd við alla grunnskóla er
30 km.
VlKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLECA!
6
VÍKURFRÉTTIR 33. TÖLUBLAÐ 27. ÁRGANGUR