Víkurfréttir - 17.08.2006, Blaðsíða 16
Fallegir garðar og snyrtilegt umhverfi í Vogum verðlaur
Heiöargerði 4.
Umhverfisviðurkenningar Sveitarfélags-
ins Voga voru veittar í gær á hátíðar-
höldum Fjölskyldudagsins. Eftirtaldir
eigendur húseigna í sveitarfélaginu hljóta um-
hverfisviðurkenningu í ár:
Jón Mar Guðmundsson og Margrét
Ásgeirsdóttir fyrir húseign og
garð, að Aragerði 17
í umsögn umhverfisnefndar segir að garðurinn sé
látlaus og smekklega hannaður með snyrtilegum
og vel hirtum gróðri. í honum fari vel saman gras-
flatir, pallar og grjót með fallegri umgjörð trjáa.
Húsinu og garðinum hafi verið haldið við af natni
í fjölda ára og eignin ávalt verið til stakrar prýði.
Margrét Aðalsteinsdóttir og Pétur
Einarsson að Heiðargerði 4
fyrir gamalgróinn garð þar sem mikil natni er
lögð í viðhald gróðurs og grasflata. Garðurinn
býr yfir fjölbreyttum og gróskumiklum gróðri þar
sem blandað er saman villtum plöntum og skraut-
blómum á smekklegan hátt.
Helgi Guðmundsson og Júlía
Gunnarsdóttir að Vogagerði 17
fyrir að auðga umhverfið og mannlífið í Vogum
með frumlegum gjörningum sem vekja athygli í
vel hirtum garði. Margvísleg verk þeirra bera vott
um mikla sköpunargleði.
íbúar parhúsa Búmanna
að Hvammsgötu
Götumyndin þar sem húsin standa er stílhrein og
heildarsvipur góður. íbúarnir eru samtaka um að
halda lóðum og umhverfi snyrtilegu, segir í um-
sögn umhverfisnefndar.
Eigendur þriggja fyrstnefndu eignanna fengu í
viðurkenningarskyni vatnslitamynd af húsi sínu
og garði sem Guðbjörg Theódórsdóttir, myndlist-
arkona í Vogum málaði af þessu tilefni.
Fallegum og vel hirtum húsum og görðum fjölgar
stöðugt í Vogurn og gróskumikill gróður setur
æ meiri svip á bæinn, segir í umsögn umhverf-
isnefndar. Þó eigendur margra fyrirtækja haldi
eignum sínum í góðu horfi þótti ekki ástæða til að
veita neinu fyrirtæki sérstaka viðurkenningu í ár.
VfKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
16 | VfKURFRETTIR - 33.TÖLUBLAÐ : 27. ÁRGANGUR