Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.08.2006, Blaðsíða 25

Víkurfréttir - 17.08.2006, Blaðsíða 25
Þreyttur á silfurverðlaunum Gylfi Freyr Guðmunds- son er í vænlegri stöðu fyrir lokaumferðina í fslandsmótinu í Motocross sem fram fer á Sólbrekkubraut í Reykjanesbæ um helgina. Gylfl er efstur i íslandsmótinu í flokki MXl með 177 stig en félagi hans Aron Ómarsson er í 10. sæti með 87 stig og þessir ungu ökuþórar eru að skjóta reyndustu motocrossöku- mönnum landsins ref fyrir rass. „Sólbrekkubraut er minn heimavöllur og því er ég aðeins rólegri fyrir keppnina en vana- lega,“ sagði Gylfi Freyr sem ætlar ekki að hugsa um það að hann sé efstur í mótinu fyrir lokakeppnina heldur halda ró sinni og vera öruggur í sínum aðgerðum í keppninni. „Ég er orðinn þreyttur á silfurverð- launum og ætla að gera pláss fyrir gullið," sagði Gylfi léttur í bragði en hann er einungis 21 árs gamall en hefur verið að keppa í motocrossi í fimm ár en aldrei orðið Islandsmeistari. „Það verður allt að vera full- komið um helgina, hjólið og ég,“ sagði Gylfi sem vill helst að Sólbrekkubraut verði blaut á laugardag. „Þegar brautin er blaut þá er ekkert ryk, gripið er betra og því hægt að ná miklum hraða,“ sagði Gylfi. Annar ökumaður af Suðurnesjum er Aron Ómarsson en hann er öllu yngri en Gylfi. Aron er í 10. sæti fyrir lokamótið og hefur vakið athygli fyrir vaska framgöngu þrátt fyrir ungan aldur. „Aron er mjög hraður og ég hugsa að það verði ég eða hann sem vinnum um helgina," sagði Gylfi en hverfandi likur eru á því að Aron nái íslandsmeistaratign en hann getur komist ofarlega í töfluna með góðum árangri um helgina. „Aron er yngri en ég og hann vantar smá reynslu en hann hefur verið að standa sig mjög vel í sumar,“ segir Gylfi um félaga sinn en fastlega má gera ráð fyrir því að félagarnir verði framarlega um helgina og berjist hart sín á milli. Vélhjóla- íþróttafélag Reykjaness stendur að mótinu sem hefst í Sólbrekku- braut á laugardag kl. 13:00. Vel heppnað Birgir Ólafsson og Vil- hjálmur Ólafsson stóðu uppi sem sigurvegarar í K.Steinarsson mótinu í Leiru í júlí. Birgir varð efstur í flokki 13-15 ára en Vilhjálmur Ólafs- son varð efstur í flokki 16-19 ára. Óli Ragnar Alexandersson var með besta skorið í 13-15 ára en Guðni Oddur Jónsson náði besta skorinu í flokki 16- 19 ára. Að móti loknu fengu þátttakendur hamborgara og franskar en umgjörð mótsins var í höndum K.Steinarsson og var hún til fyrirmyndar. Flokkur 13-15 ára m/forgjöf: 1. Birgir Ólafsson, 70 2. Óli R. Alexandersson, 71 K. Steinarsson mót í Leiru 3. Grétar Þór Sigurðsson, 76 Besta skor: Óli Ragnar Alexand- ersson (92 högg) Flokkur 16-19 ára m/forgjöf: 1. Vilhjálmur Ólafsson, 71 2. Sigmar Þór Hjálmarsson, 73 3. Jón Gunnar Jónsson, 73 Besta skor: Guðni Oddur- Jóns- son (83 högg) Næstur holu á 16. : Sigurður Jónsson (5,24m) Lengsta teighögg á 18. braut: Óli Ragnar Alexandersson ÍÞRÓTTASIÐUR VÍKUKFRÉTTA ERU I BOÐILANDSBANKANS TRÚÐURINN TIL FINNLANDS Gunnar Gunnarsson bíður þessa dagana eftir því að dómnefnd skeri úr um hver verið íslands- meistari í flokki sérútbúinna bíla í torfærunni. Gunnar hrósaði stórsigri í Blönduós- torfærunni um síðustu helgi og er jafn Sigurði Þór Jónssyni í stigakeppninni. Báðir hafa þeir 31 stig og þarf dómnefnd að skera úr um hvor þeirra verður íslandsmeistari. Gunnar á Trúðnum er marg- faldur Heimsbikar- og íslands- meistari í torfæru og er rólegur yfir úrskurði dómnefndarinnar enda leggur hann allt kapp á Heimsbikarmótið í torfæru sem fram fer í Finnlandi í septem- ber. „Bílarnir fóru með skipi til Finnlands í gær en við förum ekki sjálfir fyrr en nær dregur keppni," sagði Gunnar en Heimsbikarmótið hefst helgina 2.-3. september. „Við erum að vinna í bílnum þessa dagana fyrir mótið í Finnlandi og erum að yfirfara alla hluti,“ sagði Gunnar sem var með Trúðinn heima í bílskúr í Reykjanesbæ. í mörg horn er að líta fyrir Heims- bikarmótið enda aðstæður er- lendis töluvert frábrugðnar því sem íslenskir ökumenn eiga að venjast. „Úti erum við að keyra í meiri sandi og svo reynir hit- inn meira á ökumenn og bílinn sjálfan. Við þurfum að vera mun meira vakandi yfir bílnum þegar út er komið svo hann of- hitni ekki,“ sagði Gunnar en Trúðurinn er um 1200 kíló og telur tæp 800 hestöfl. Reglurnar í Heimsbikarmótinu eru mun strangari en þær í íslensku tor- færunni svo undirbúningur hjá Gunnari og félögum er lykilat- riði fyrir keppnina í Finnlandi. Gunnar varð langefstur í tor- færunni á Blönduósi síðustu helgi og hlaut 2245 stig sem er 310 stigum meira en næsti maður fyrir neðan hann. Gunnar segist vera hinn róleg- asti yfir úrskurði dómnefndar- innar því hann sé þegar farinn á fullt í undirbúning fyrir Heims- bikarinn. „Ég þurfti ekki að fara í síðustu brautina á Blönduósi en skellti mér samt í hana en fórnaði mér lítið í brautinni," sagði Gunnar en fyrir þetta sumar tók hann Trúðinn í gagn- gerar breytingar og segist vera nokkuð sáttur við árangurinn. „Með nýjum og endurbættum bílum er árangurinn yfirleitt ekki góður fyrsta sumarið en það er allt nýtt í Trúðnum nema ökumaðurinn,“ sagði Gunnar sem leitt hefur íslandsmótið í mest allt sumar í flokki sérút- búinna bíla. Hvað sem verður með úrskurð dómnefndar sagði Gunnar kátur í bragði: „Ég er langbesturog hló dátt en hann átti erfitt með að leyna spenn- unni fyrir Heimsbikarmótið. VÍKURFRÉTTIR I (ÞRÓTTASIÐUR | 25

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.