Víkurfréttir - 17.08.2006, Blaðsíða 24
VF-sport
molar
Stórsigur á FH
Keflavíkurkonur gerðu góða
ferð í Kaplakrika s.l. föstu-
dag er þær höfðu stórsigur
á FH 6-0 í Landsbankadeiid
kvenna. Eftir sigurinn eru
Keflavíkurkonur komnar
með 18 stig í 5. sæti deildar-
innar, þremur stigum á eftir
Stjörnunni. Næsti leikur
Keflavíkur er gegn toppliði
Vals þann 30. ágúst kl. 18:30
á Keflavíkurvelli en það er
næstsíðasti leikur Keflavíkur
í deildinni.
Fjórir frá Keflavík í liði
umferða 7-12
Fjórir leikmenn frá Kefla-
vík eru í liði 7.-12 umferðar
í Landsbankadeild karla í
knattspyrnu. Þá var Kristján
Guðmundsson, þjálfari Kefla-
víkur, valinn besti þjálfari um-
ferðanna. Þeir Guðmundur
Viðar Mete, Hólmar Örn
Rúnarsson, Jónas Guðni Sæv-
arsson og Guðmundur Stein-
arsson, fyrirliði, voru valdir
í lið umferða 7-12. Sigurvin
Ólafsson, leikmaður FH, var
valinn besti leikmaður um-
ferðanna. Stuðningsmanna-
verðlaunin fengu stuðnings-
menn KR og Egill Már Mark-
ússon var valinn besti dómari
umferðanna.
Sigur tryggir sæti
í 1. deild
Njarðvíkingar eru á toppi 2.
deildar karla í knattspyrnu
þegar fjórar umferðir eru eftir
af deildinni. Njarðvíkingar
hafa 33 stig á toppi deildar-
innar en í ár munu þrjú lið
úr 2. deild komast upp í þá
fyrstu. Selfyssingar eru í 4.
sæti deildarinnar með 23
stig, 10 stigum á eftir Njarð-
víkingum ogþví myndi Njarð-
víkursigur gegn Aftureldingu
í kvöld tryggja liðinu sæti í 1.
deild að ári. Leikur Njarðvík-
inga og Aftureldingar hefst
kl. 19:00 á Njarðvíkurvelli í
kvöld. Á laugardag leika Sand-
gerðingar svo gegn KS/Leiftri
á Siglufirði og hefst sá leikur
kl. 14:00.
Friðrik Ingi
framkvæmdastjóri KKÍ
Friðrik Ingi Rúnarsson
hefur verið ráðinn
framkvæmdastjóri
Körfuknattleikssamband
Islands. Friðrik Ragnarsson
tekur við af nafna sínum
sem þjálfari Grindavíkur
í Iceland Express deildinni.
Friðrik Ingi mun ljúka
landsliðsstörfum sínum í
ágúst og september og taka
svo við framkvæmdastjóra
stöðunni.
Lokaspretturinn framundan
Aðeins fimm umferðir
eru eftir af Landsbanka-
deild karla í knatt-
spyrnu og baráttan um Evr-
ópusæti harðnar með hverri
umferð sem Iíður. Keflvíkingar
eru í 3.sæti deildarinnar með
19 stig en Grindvíkingar eru í
6. sæti með 17 stig. Nú eru 15
stig eftir í pottinum í Lands-
bankadeildinni og hafa flestir
reiknað með því að FH muni
hampa íslandsmeistaratitil-
inum í þriðja sinn. Kristján
Guðmundsson, þjálfari Kefl-
víkinga er á öðru máli.
„Þeir eru ekki orðnir Islands-
meistarar ennþá,“ sagði Krist-
ján um topplið FH. „Við eigum
að spila við þá næst og ætlum
okkur sigur og minnka þannig
bil þeirra á önnur lið í deild-
inni,“ sagði Kristján en FH-
ingar koma í heimsókn á Kefla-
víkurvöll sunnudaginn 20. ágúst
og hefst leikurinn kl. 18:00.
„Deildin er það jöfn að taflan
getur gjörbreyst í einni umferð
en við munum gera allt til þess
að FH nái ekki sigri í Keflavík
og stuðningur áhorfenda mun
skipta okkur miklu máli,“ sagði
Kristján. Guðmundur Mete og
Baldur Sigurðsson koma inn í
liðið gegn FH eftir að hafa tekið
út leikbann gegn KR. Aðspurður
um hvernig Kristjáni finnst
deildin hafa verið í sumar sagði
hann að deildin hefði fyrst og
fremst verið skemmtileg. „Það
hafa verið skoruð mörg mörk í
sumar og gaman að hafa hana
svona jafna en mótið féll í skugg-
ann af Heimsmeistarakeppninni
í knattspyrnu. Það skrifa ég að
stórum hluta á fjölmiðlanna. Ég
hefði viljað sjá meiri umfjöllun
um deildini á meðan á HM stóð
en það er ekki hægt að taka
neitt frá HM en umfjöllunin um
deildirnar hér heima hefði mátt
vera meiri,“ sagði Kristján.
„Ég held að þetta sé klárt hjá
þeim,“ sagði Sigurður Jónsson,
þjálfari GrindavíJdnga, um topp-
lið FH. „Við erum í þessum
miðjupakka í deildinni eins og
flest allir aðrir og leikurinn í
Eyjum á sunnudag er sex stiga
leikur,“ sagði Sigurður og telur
að sigur gegn IBV á sunnudag
muni koma Grindvíkingum á
ný inn í harða keppni um Evr-
ópusæti. „Við verðum að fara út
til Eyja og skora fyrsta markð,
við vorum skeinuhættir í sókn-
inni gegn Blikum og það verður
vonandi framhald á því,“ sagði
Sigurður sem gat í fyrsta sinn í
langan tíma stillt upp fullskip-
uðu liði gegn Breiðablik í síð-
ustu viku. „Við áttum í basli á
tímabili þetta sumar en núna
er mun bjartara hjá okkur, sam-
keppnin um stöður í liðinu er
mikil,“ sagði Sigurður sem býst
við því að hart verði barist um
Evrópusæti allt fram í síðustu
umferð deildarinnar. „Ég held
að þessi jafna staða í deildinni
sé einsdæmi en 17 stig duga
ekki fyrir okkur í þessari deild
þó þau hafi bjargað liðinu frá
falli í fyrra,“ sagði Sigurður að
lokum.
Komu á óvart i sveitakeppninni
Golfklúbbur Suðurnesja kom skemmtilega á óvart í sveita-
keppninni sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru um síðustu
helgi. Golfklúbburinn Kjölur tryggði sér íslandsmeistara-
titilinn í keppninni annað árið í röð með sigri á GS í úrslitaleik
3,5-1,5.
GS hefur ekki átt sjö dagana sæla í þessari keppni síðustu ár en
Örn Ævar Hjartarson, kylfingur hjá GS, sagði fyrir keppnina að GS
stefndi að því að halda sínu sæti í 1. deild og þeir gerðu gott betur
en það. GS voru spútnikliðið í keppninni og réðust úrslitin í leik
Arnars Ævar og Sigurpáls Geirs Sveinssonar á 16. flötinni á sunnu-
dag er Sigurpáll tryggði þriðja vinninginn gegn Erni og lauk leik
þeirra á milli 3/2. „Árangurinn kom þægilega á óvart en við vissum
að við gætum þetta,“ sagði Gunnar Jóhannsson einn sveitarmanna
hjá GS. „Þegar við vissum að við gætum spilað til úrslita þá var bara
markmiðið að hrista vel upp í stóru liðunum. Nú held ég að menn
fari að æfa á fullu í ljósi árangursins og vinnum þetta að ári,“ sagði
Gunnar hress í bragði.
Úrslitaleikurinn:
GKJ - GS 3,5:1,5
Fjórmenningur:
Arnar Sigurbjörnsson/Kristján Þór Einarsson - Ólafur Jóhannes-
son/ Guðmundur R. Hallgrímsson 0,5:0,5 (hættu þegar sigur GKJ
var í höfn)
Tvímenningur:
Heiðar Davíð Bragason vann Sigurð Jónsson 6/5
Sigurpáll Geir Sveinsson vann Örn Ævar Hjartarson 3/2
Magnús Lárusson vann Gunnar Jóhannsson 6/5
Davíð Már Vilhjálmsson tapaði fyrir Davíð Jónssyni 2/3
24 VÍKURFRÉTTIR I fÞRÓTTASIÐUR
VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.js • LESTU NÝJASTA SPORTIÐ DAGLEGA!