Víkurfréttir - 17.08.2006, Blaðsíða 14
Lítill fugl leitar
aðstoðar lög-
reglu við að
komast heim
Af og til fær lög-
rcglan sniáfugla
í heimsókn, sem
oftar en ekki hafa strokið
að heiman en eru haldnir
heimþrá en rata ekki heim.
Laugardaginn 12. ágúst
fannst lítill, ljós fugl með
rauðan gogg utan við Heið-
arbraut 7 í Keflavík. Þetta
gæti verið Kanarífugl eða
Sebrafínka. Þeir sem sakna
fuglsins geta nálgast hann
á lögreglustöðinni í Kefla-
vík.
Skjávarpar
komnir í allar
stofurGerða-
skóla
Skjávarpar hafa verið
settir upp í allar
kennslustofur Gerða-
skóla í Garði. Þá hafa allir
umsjónarkennarar fengið
fartölvu sem notuð verður
við kennslu. Þá hafa tölvur
í tölvuveri skólans verið
endurnýjaðar.
Skólanefnd Garðs kom
saman til fundar þann 10.
ágúst sl. Þar var Oddný
Harðardóttir kosin for-
maður skólanefndar og Ás-
björn Jónsson kosinn vara-
formaður. Þá var erindisbréf
fyrir skólanefnd lagt fram
og yfirfarið. Erindisbréfið
verður lagt fyrir bæjarstjórn
með athugasemdum skóla-
nefndar.
Á fundinum kom fram að
fjórir nýir starfsmenn hafa
verið ráðnir til Gerðaskóla.
Þeir eru: Særún Ástþórs-
dóttir kennari, Vitor Hugo
leiðbeinandi, Sigríður Þor-
leifsdóttir leiðbeinandi og
Dagbjört Þráinsdóttir stuðn-
ingsfulltrúi.
Síðustu glæður i sýnilegum
loftvörnum íslands yfir
Keflavíkurflugvelli sl.
föstudags. Mynd: Varnarliðið
erþotur Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli eru
farnar frá íslandi og koma ekki aftur. Siðustu vél-
arnar fóru sl. föstudagsmorgun.
Þoturnar fóru frá íslandi til herstöðvar í Bandaríkjunum
en vélarnar voru frá þjóðvarðliði Missouri. Vélunum fylgdi
DC-10 eldsneytisflutningavél.
Tvær björgunarþyrlur eru enn á landinu en þær fara í sept-
ember.
Það var mikil hátíðarstemmning í Vogum á laugardaginn
þegar þar var haldinn árlegur Fjölskyldudagur. Gerðu
íbúar og gestir sér glaðan dag þar sem margt var til skemmt-
unar frá morgni til kvölds.
Ellert Grétarsson, ljósmyndari Víkurfrétta, var í Vogum á laugar-
daginn og tók nokkrar svipmyndir sem má sjá hér en einnig eru
konrnar inn í ljósmyndasafnið á vef Víkurfrétta.
VÍKURFRÉTTiR Á NETINU -www.vf.is- LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
14
VÍKURFRÉTTIR i 33.TÖLUBLAÐ 27. ÁRGANCUR