Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.08.2006, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 17.08.2006, Blaðsíða 22
Sveindís Valdimarsdóttir skrifar: Að afloknum kosningum sár og súr en sæl eftir yndislegt sumarfrí Síðast liðin ár hefur orðið mikil uppbygging í sveitarfé- lögum í útjaðri höfuðborgar- innar sérstak- lega í Vogum á Vatnsleysu- strönd og á Árborgarsvæð- inu. Mann- f j ö 1 g u n á Suðurnesjum hefur orðið umtalsverð. Á síðasta áratug hefur orðið mikil breyting á umhverfi okkar. Sú breyt- ing hefur vissulega haft jákvæð áhrif á viðhorf bæði okkar sjálfra og ann- arra til svæðisins í heild. Það er mik- ilvægt að það viðhorf nái að styrkjast og að við getum með sanni sagt að Reykjanesbær og Suðurnesin í heild standi á styrkum stoðum. Efnahagsleg staða og samfélagsleg velferð Sú efnahagsstefna sem rekin hefur verið í Reykjanesbæ s.l. kjörtímabil er þó að mínu mati ekki að sama skapi traustvekjandi og þó að ein- hugur hafi verið um margt sem gert hefur verið, hafa gerræðisleg vinnubrögð á mörgum sviðum verið með ólíkindum. Sú aðgerð að leggja niður Atvinnu-og mark- aðsskrifstofu í upphafi s.l. kjörtíma- bils án þess svo mikið sem leggja það fyrir bæjarstjórn fyrr en eftir að búið var að segja fólki upp, lýsir því allvel hvernig meirihlutinn vann. Með hreinum meirihluta sjálfstæð- ismanna kom tími gæluverkefna og bruðlað hefur verið með almannafé á sama tíma og boðaður var niður- skurður á þeim þjónustuþáttum er snúa að fjölskyldum í sveitarfélag- inu. Það hefur sem sagt verið farið eins langt með niðurskurðarhnífinn og unnt er þegar að hinum mýkri og “ósýnilegri” málum kemur þó að ekki hafi skort fé til ýmissa ann- arra sýnilegra verkefna enda mun vinsælli aðgerðir. Það er því gott að bæjarstjórinn skuli vera kominn í Fjölskyldu-og félagsmálaráð og stýri nú á þessu tímabili sjálfur velferð sveitarfélagsins. Þá velti ég því einnig fyrir mér hvort ekki sé kominn tími til að tengja eins og Skriðjöklarnir sungu hérna um árið. Hvað ætlum við að safna mörgum h.f. félögum sem eru bullandi skuldug s.s. Kalka, sem er meira að segja í mínus hvaða varðar eigið fé, sem er reyndar innan SSS „stormsveitanna”. Nú ég hef haft gaman af því að tala um litla fast- eignafélagið og síðan er það náttúru- lega stóra dæmið, Fasteign, þar sem enginn veit hvað hann á eða skuldar SANDGERÐISBÆR Grunnskólinn í Sandgerði Skólabyrjun Formlegt skólastarf nemenda í Grunnskólanum i Sandgerði hefst þriðjudaginn 22. ágúst 2006. Nemendur mæti til skólasetningar á sal skólans sem hér segir: Nemendur í 8.- 10. bekk kl. 9:00 Nemendur í 5. - 7. bekk kl. 10:00 Nemendur í 2. - 4. bekk kl. I 1:00 Nemendur í I. bekk og foreldrar þeirra kl. I 3:00 Við skólasetningu hitta nemendur umsjónarkennara sína og fá afhentar stundaskrár. Miðvikudaginn 23. ágúst hefst svo almennt skólahald samkvæmt stundaskrám. Skólastjórnendur. eða það virðist erfitt að komast að því. Svo ég tali nú ekki um sjálfa höfnina sem ég segi ekki meira um að þessu sinni. Þetta er allt gert í nafni bókhaldsins, látiði mig vita það, gamla bókhaldskennarann og „besservisserinn”. Atvinnuuppbygging og jafnvægi Nú stöndum við frammi fýrir stóru verkefni sem snertir atvinnuöryggi þess stóra hóps fólks sem hefur starfað árum saman á Keflavíkurflug- velli. Soflð hefur verið vært á verð- inum fyrir þeirri staðreynd að varnar- liðið er að fara. Nú skiptir miklu að unnið verði hratt og markvisst. Við þurfum á kraftmiklu afli að halda í atvinnulífmu og að efla þarf þá starf- semi sem fyrir er. Má í því sambandi nefna Heilbrigðisstofnun Suðurnesja en sú stofnun gegnir mikilvægu ör- yggishlutverki fyrir svæðið í heild og ekki má geyma uppbyggingu annarra varna s.s. bruna- löggæslu og örygg- isvarna og er ekki mál til komið að fara að vinna saman af krafti á þeim sviðum. Mikilvægt er að skapaðar verði aðstæður til atvinnu-þróunar, þannig að möguleikar verði til staðar fyrir fólkið sem hefur hugmyndirnar og það verði stutt til þess að koma þeim í framkvæmd. Þá er gríðar- lega mikilvægt að yfirvöld á svæðinu styðji uppbyggingu á flugvallarsvæð- inu en þar er svo sannarleg okkar stóriðja sem við þurfum að efla. Þar eru tækifærin. Það er þó sorgleg stað- reynd að erfitt hefur verið að manna ákveðin störf innan stórra fyrirtækja þar vegna þeirri lágu launa sem fyrir þau eru greidd. Gripið hefur verið til þess ráðs að flytja inn fólk, að öllu því fólki ólöstuðu, í stórum stíl til að vinna þau störf sem okkur þykja ekki boðleg. Við fundum að það kom sér vel að hafa lært nokkur tungumál, þegar á vinnustaðina var komið. Höluðum þó ekki inn mörgum at- kvæðum þar sem fólkið hafði nátt- úrulega ekki atkvæðisrétt, nýkomið til landsins, vorum ekki eins heppin og Garðbúar sem gátu leitt fólkið í réttina. Þetta er náttúrulega óafsak- anleg kaldhæðni. Það sama á við um mörg þau störf í okkar samfélagi sem snúast um umönnun aldraðra og sjúkra, þar sem ekki er krafist sérmenntunar. Ég tel að það sé kom- inn tími til að við stöldrum við og skoðum hvert við stefnum í atvinnu- málum í heild og á það auðvitað við um landið allt. Það hlýtur að vera þýðingarmikið hverju fyrirtæki að starfsánægja og góður starfsandi ríki meðal allra starfsmanna. Öllum þeim störfum sem unnin eru ber að sýna virðingu og sjaldan er keðjan sterkari en veikasti hlekkurinn. Nú er komið að því að leggja vel í mann- lega þáttinn, nýsköpunina og upp- byggingu atvinnutækifæranna. VÍKURFRÉTTiR Á NETINU * www.vf.is • Álversdraumurinn Það var nokkuð merkilegt að heyra frá núverandi utanríkisráðherra, fyrrverandi iðnaðarráðherra að morgni 19. júní þar sem hún sagði að Helguvíkurálverið væri byggt á einkaframtaki. Þetta voru að vísu ekki fréttir í mín eyru en að sama skapi veldur það hugarangri þar sem sjálstæðismönnum hefur verið í lófa lagið að hrauna yfir lög og reglur ef þeim sýnist svo þannig að það er eins gott að umhverfisráðherrar og aðrir þeir sem taka hagsmuni heildar- innar fram yfir einkahagsmuni hafi bein í nefinu þegar risar á borð við álfyrirtæki eru annarsvegar. Laun í álverum eru ekki lág miðað við það hversu mikið álrisarnir eru að borga fyrir orkuna. Það má kannski segja að við séum komin í það að niður- greiða orku til að geta haldið uppi atvinnu á kostnað náttúrunnar. Er það ekki svoldið gróft, hvað finnst ykkur? En álverið er svo sem ekkert að koma. Ég get alveg verið róleg því þó að búið sé að senda út alls konar viljayfirlýsingar þá er orkan ekki í höfn, svo ég tali nú ekki um um- hverfismatið og nú er ég ekkert að gera lítið úr áhuga fólks til að bjarga málum, tel mig bara hafa heimildir fyrir því að möguleikar okkar til að afla slíkrar orku, þó að við nýtum okkur alla jarðvarmatækni, sem um getur eru kannski ekki alveg svona einfaldir. En aðrir vita e.t.v. betur oggetabættviðsöguna. Égpersónu- lega vildi frekar sjá eitthvað smærra sem t.d. dræpi ekki grasið fyrir hesta- mönnum eða sendi frá sér óheilsu- samlegt ryk fyrir ungbörn og gamal- menni, skítt með okkur sum hin sem erum hvort eð er stórmenguð. Burt- séð frá því, nú sem aldrei fyrr er mik- ilvægt að við stöndum saman í því að styrkja alla þá atvinnustarfsemi sem hér er og að sama skapi vinna markvisst að uppbyggingu atvinnu- lífs á svæðinu í samstarfi yfirvalda og heimamanna og umfram allt, ekki öll eggin í sömu körfuna, takk. Ég vil nota tækifærið og þakka öllu því ágæta fólki sem vann með okkur hjá A-listanum fyrir samveruna fýrir kosningar í þeirri von að það verði allt jafnvirkt og skemmtilegt á kom- andi kjörtímabili. Þá er ástæða til að þakka fólki sem tók á móti okkur á vinnustöðum og víðar með bros á vör, eins og við vitum hvað pólitíkin getur verið leiðinleg. Að lokum óska ég sjálfstæðis- rnönnum til hamingju með sigurinn í kosningunum og vænti góðs sam- starfs við þá á komandi kjörtímabili, sérstaklega þar sem kratarnir eru allir komnir í liðið og get ég bara varla beðið eftir að byrja aftur eftir sumarfrí. Með bestu kveðjum, Sveindís Valdimarsdóttir. LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! 22 I VtKURFRÉTTIR í 33.TÖLUBLAÐ : 27. ÁRGANGUR

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.