Víkurfréttir - 17.08.2006, Blaðsíða 13
„Hitamál hugsanlega
útkljáð fyrir dómstólum
Innan Hitaveitu Suður-
nesja er nú unnið að
því að greina kostnað
fyrirtækisins sem hlýst af
því að Varnarliðið hættir
viðskiptum sinum við það.
Bandarísk hermálayfirvöld
fóru fram á þessar tölur í
viðræðum við fulltrúa HS
sem fram fóru vestanhafs í
síðustu viku.
Á stjórnarfundi HS í síðustu
viku kom mál þetta til urn-
fjöllunar. Ekki er talið væn-
legt til árangurs að fara fram
á bætur vegna tekjutaps sem
HS verður fyrir við brotthvarf
VL og því snúast viðræðunar
um kostnað fyrirtækisins
vegna þessa. Hitaveitan hefur
í gegnum tíðina staðið í um-
talsverðum framkvæmdum
og fjárfestingum vegna veitu-
kerfa til að standa við sinn
hluta samningsins um sölu og
afhendingu á heitu vatni til
VL. Telja forsvarsmenn HS að
eftir sé að semja um hversu
mikill hluti þess kostnaðar
verði endurgreiddur en full-
trúar VL hafa beðið um tölur
þessu viðkomandi.
Fréttastofa Útvarps sagði frá
því að hugsanlega þurfi að út-
kljá málið fyrir bandarískum
dómstólum. Haft er eftir Júl-
íusi Jónssyni, forstjóra HS, að
verði rökstuddar tillögur HS
ekki samþykktar verði tekið á
því ef til þess kemur en fyrir-
tækið telji sig vera með sterka
lagalega stöðu.
Upphaf skólastarfs haustið 2006
Skólasetning verður þriðjudaginn 23. ágúst á sal skólans
sem hérsegir:
Kl. 09.00: 5.6. og 7. bekkur
Kl. 10.30: 8. og 9. bekkur
Kl. 13.00: 2.3. og 4. bekkur
Sama dag mæta nemendur í 1. og 10. bekk í viðtöl ásamt
foreldrum sínum. Til viðtala verður boðað með bréfi.
Kennsla hefst hjá öllum bekkjum samkvæmt stundaskrá
fimmtudaginn 24. ágúst.
Hafi innritun nýrra aðfluttra nemenda ekki farið fram, þá
vinsamlegast hafið samband við skrifstofu skólans.
Skólastjóri
FERÐIBRENNI-
STEINSFJÖLL
20. ÁGÚST
Þann 20. ágúst munu
Leiðsögumenn Reykja-
ness, Ferlir, Landvernd
og Ferðafélag íslands standa
fyrir ferð í Brennisteins-
fjöll austan við Kleifarvatn
á Reykjanesskaga. Ferðin
hefst á fræðslufundi þar sem
Ari Trausti Guðmundsson
fjallar um mótun og myndun
Reykjanesskagans og síðan
mun Eyjólfur Sæmundsson
segja frá Brennisteinsfjöllum
í erindi sem ber yfirskriftina
„náttúruperla innan seilingar“.
Svæðið frá Stóra Kóngsfelli
suður og vestur fyrir Brenni-
steinsfjöll eru ósnortin víðerni.
Fágætt er að slíkar landslags-
heildir sé að flnna svo nálægt
þéttbýli.
Ferðafélag Islands annast skrán-
ingu í ferðina og er hægt að skrá
sig með því að senda tölvupóst á
netfangið fi@fi.is eða í síma 568
2533. Mæting er í Mörkinni 6.
Nánari upplýsingar er að finna
á heimasíðu Leiðsögumanna
Reykjanes, www.leidsogumenn.
is.
FRETTASIMINN
SnUWiRINfiSMKT
8982Z22
r
Fríhöfnin ehf.
Afleysingastörf
Fríhöfnin ehf. óskar eftir að ráða starfsfólk í vaktavinnu í verslun fyrirtækisins.
Um er að ræða hlutastörf til 15. desember.
Umsækjendur þurfa að geta hafið störf fyrir 1. september nk.
Störfin felast í afgreiðslu og áfyllingu í verslun. Við leitum að reyklausum,
snyrtilegum og þjónustuliprum einstaklingum.
Hæfniskröfur:
- Góð þjónustulund - Hæfni í mannlegum samskiptum
- Tungumálakunnátta - Aldurstakmark 20 ár
Nýir umsækjendur þurfa að vera tilbúnir til að sækja stutta undirbúnings-
þjálfun áður en starf hefst.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Fríhafnarinnar á þriðju hæð í
Flugstöð Leifs Eiríkssonar og á heimasíðu flugstöðvarinnar www.airport.is
Umsóknum ásamt Ijósmynd skal skila fyrir 25. ágúst.
Upplýsingar um starfið veitir Sóley Ragnarsdóttir, forstöðumaður starfs-
þróunarsviðs í síma 425 0680 fyrir hádegi.
Netfang: soley@fle.airport.is
•=<§F
FRÍHÖFNIN
___________________________y
STÆRSTA FRÉTTA- 0G AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
VÍKURFRÉTTIR ! FIMMTUDAGURINN17. ÁGÚST20061 B