Fréttablaðið - 17.08.2017, Síða 22

Fréttablaðið - 17.08.2017, Síða 22
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kjartan Hreinn Njálssson kjaranh@frettabladid.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Halldór Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Hlaupist undan ábyrgð Sú ákvörðun að fjarlægja málverk af sjómanni á vegg Sjávarútvegs- hússins  hefur vakið hneykslan og jafnvel reiði manna. Sam- kvæmt tölvupóstsamskiptum sem fréttastofa RÚV vísar til hefur Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherra og íbúi við Vatnsstíg, sótt það fast við borgaryfirvöld að verkið yrði fjarlægt. Hjörleifur sagði við Vísi í gær að hann væri enginn aðili máls. Hann sagði þó að  skipu- lagslög hefðu verið brotin og gerði að öðru leyti lítið úr málinu. Þegar ummæli Hjörleifs eru sett í samhengi við þá tölvupósta sem RÚV fjallaði um er ekki annað að sjá en að ráðherrann fyrrverandi sé að hlaupast undan ábyrgð sinni á málinu. Og vonandi hefur hann ekki hlaupist eins auðveld- lega undan ábyrgð sinni þegar hann gegndi trúnaðarstörfum fyrir land og þjóð. Fokið í flest skjól Eins og lesa má í frétt Frétta- blaðsins í dag hefur Ferðaþjón- usta bænda nú skipt um nafn og heitir nú Hey Iceland. Það er rétt að óska markaðsmönnum sem stóðu að nafnbreytingunni inni- lega til hamingju enda er nafnið skemmtilega tvírætt. Unnendur íslensks máls mega hins vegar aldeilis heyja harðari baráttu enda er fokið í flest skjól þegar bændur virðast vera farnir að gefast upp á íslenskunni. jonhakon@frettabladid.is Urðarhvarfi 4 / 203 Kópavogi Sími 557 4848 / www.nitro.is Kr. 1.449.000,- Z9oo Ef Bretar, með sínar ríflega 60 milljónir, geta komið upp þeim búnaði og innviðum sem þarf á rúmum tuttugu árum, þá hljótum við hérna í fámenninu að geta það á talsvert skemmri tíma. Varla flókið Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra hefur gefið út þá stefnu stjórnvalda að Ísland skuli að fullu rafbílavætt árið 2030. Bensín- og dísilbílar skuli vera með öllu horfnir af götunum fyrir þann tíma.Nauðsyn krefur að þessar tegundir bíla verði teknar úr umferð fyrr en seinna. Þeir menga og skemma umhverfið og í staðinn eru komnir raun- hæfir kostir sem fólk virðist kunna að meta. Rafbílar verða sífellt fullkomnari og algengari sjón á götunum. Einhverja hefur rekið í rogastans við þessar yfir- lýsingar umhverfisráðherrans. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, benti á að hún marki með orðum sínum stefnu sem gangi lengra en nágrannaþjóðir okkar hafa gert. Það er rétt. Benda má á að Bretar hafa lýst því yfir að þeir hyggist banna dísil- og bensínbíla fyrir árið 2040. Björt vill að við Íslendingar verðum áratug á undan grönnum okkar á Bretlandseyjum í þessum efnum. Framkvæmdastjóri FÍB gagnrýnir Björtu sömu- leiðis og bendir á að það sé hlutverk stjórnvalda að marka stefnu og útfæra rafbílavæðinguna. Ekki dugi að slá um sig með digurbarkalegum yfirlýsingum. Rétt er hjá framkvæmdastjóranum að hugmynd- irnar eru ekki fullmótaðar og til að þær geti orðið að veruleika þarf að láta hendur standa fram úr ermum. Í viðtali við forstjóra Bílaleigu Akureyrar í Fréttablað- inu í gær kom fram að einungis um 20 bílar í tæplega 5 þúsund bíla flota væru rafbílar. Ástæðan væri sú að rafbílar drægju enn sem komið er einungis milli 200 til 300 kílómetra í einu, sem ekki dygði við núverandi aðstæður. Talsvert vantaði á að hleðslustöðvar væru aðgengilegar eins og þörf krefur, ekki einu sinni við sjálfan hringveginn. Því væri ljóst að bæta þyrfti inn- viðina talsvert ef rafbílar ættu að ryðja sér til rúms fyrir alvöru, og verða raunhæfur kostur fyrir okkur sjálf og ferðamenn sem hingað rata. En hvers vegna eiga Íslendingar ekki að setja sér háleit markmið í þessum efnum? Við erum að mörgu leyti í kjörstöðu. Nóg er af rafmagninu og hér er einfalt vegakerfi sem nánast einskorðast við hringveginn. Landið er strjálbýlt – í raun að mestu óbyggt – og hefur getið sér orð fyrir að vera hrein og tær náttúruparadís. Ef Bretar, með sínar ríflega 60 milljónir, geta komið upp þeim búnaði og innviðum sem þarf á rúmum tuttugu árum, þá hljótum við hérna í fámenninu að geta það á talsvert skemmri tíma. Yfirlýsingar ráðherrans eiga að skoðast í því ljósi. Þær bera vott um framtíðarsýn sem rímar við orð- sporið sem af landinu fer og við viljum viðhalda. Aðstæður hér á landi eru með þeim hætti að við ættum að geta brugðist hraðar við en nágrannar okkar. Orð eru til alls fyrst. Björt sýnir pólitískt hugrekki í málinu. Nú er það hennar að standa við stóru orðin, afla hugmyndum sínum fylgis hjá þjóðinni, bretta upp ermar og láta hjólin fara að snúast af alvöru. Það er ekki eftir neinu að bíða. Rafbílavætt Ísland árið 2030. Hví ekki? Fréttir berast af því að vogunarsjóðirnir sem keyptu tæplega 30 prósenta hlut í Arion banka í vor muni ekki nýta sér forkaupsrétt sinn og eignast meirihluta í bankanum. Þetta eru stórtíðindi ef rétt reynist og jákvæð þróun en áfram ríkir þó óvissa um framhaldið. Fjármálaráðherra þjóðarinnar fagnaði innkomu vogunarsjóðanna á sínum tíma en ljóst er að það var enn eitt illa ígrundað frumhlaupið. Aðstæður á Íslandi eru einstakar, þar sem eignarhald Ríkissjóðs Íslands á fjármálafyrirtækjum er með því umfangsmesta meðal ríkja í Evrópu og mikið eigið fé er bundið í bönkunum eða um 500 milljarðar króna. Tímann sem nú fer í hönd verður að nýta vel til að móta framtíðarstefnu. Fjármálakerfi hverrar þjóðar skiptir miklu máli, þar sem það miðlar fjármagni á milli aðila og er mikið hreyfiafl vegna þessa. Fjármála- kerfið þarf að vera hagkvæmt og þjóna landsmönnum öllum. Eignarhald verður að vera gagnsætt til að það skapist traust. Miklu máli skiptir að eigendur hafi góða bankareynslu og séu traustir fjárhagslegir bak- hjarlar. Heildarstefnumótun verður að eiga sér stað og þingið þarf að koma að þessari vinnu. Meta á hversu stór eignarhlutur ríkissjóðs á að vera til skemmri og lengri tíma litið. Skoða þarf gaumgæfilega hvaða form eignarhalds hentar best hagsmunum hagkerfisins. Einnig þarf að kanna fýsileika erlends eignarhalds og líta sérstaklega til Norðurlandanna. Að auki verða stjórnvöld að hafa það hugfast að miklar tækni- breytingar eru að eiga sér stað í fjármálaþjónustu. Ef stjórnvöld halda áfram að vera í fríi frá þessari vinnu, þá getur slíkt kæruleysi rýrt verðgildi eignarhlutar ríkisins. Staða ríkisstjórnarinnar er veik í dag, þar sem engin heildarstefnumótun á sér stað. Alls staðar þar sem stjórnleysi ríkir myndast tómarúm sem verður á endanum fyllt og þá ekki endilega með hagsmuni almennings að leiðarljósi. Ástæðan fyrir öllu þessu stefnuleysi er einföld. Skortur á framtíðarsýn og kjarki til að taka ákvarðanir. Þær fréttir að vogunarsjóðir ætli ekki að nýta forkaupsréttinn ættu vonandi að vekja ráðamenn þjóðarinnar af þyrnirósarsvefni. Láta reka á reiðanum Ástæðan fyrir öllu þessu stefnuleysi er einföld. Skortur á framtíðarsýn og kjarki til að taka ákvarðanir. Lilja Dögg Alfreðsdóttir alþingismaður 1 7 . á g ú s t 2 0 1 7 F I M M t U D A g U R22 s k o ð U n ∙ F R É t t A B L A ð I ð SKOÐUN 1 7 -0 8 -2 0 1 7 0 4 :2 9 F B 0 8 8 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 7 F -9 C B 4 1 D 7 F -9 B 7 8 1 D 7 F -9 A 3 C 1 D 7 F -9 9 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 8 8 s _ 1 6 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.