Fréttablaðið - 18.09.2017, Side 10

Fréttablaðið - 18.09.2017, Side 10
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kjartan Hreinn Njálssson kjaranh@frettabladid.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Halldór Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@frettabladid.is Finndu okkur á facebook Flísabúðin kynnir hágæða Ítalska HELIOSA rafmagnshitara HELIOSA hitarar henta bæði innan- og utandyra. Hitna strax, vindur hefur ekki áhrif, vatnsheldir og menga ekki. Margar gerðir til á lager. Flísabúðin Stórhöfða 21 | s: 545 5500 | flis.is Mannauður er fallegt orð, geðþekkara en sambæri-legt hugtak á ensku: „human resources“, sem gefur í skyn að meðbræður okkar séu auðlind til að nýta. „Maður er manns gaman“ sagði óþekkt skáld Hávamála og í því felst að samferðafólkið auðgar tilveru okkar. Sú auðlegð sem býr í getu manna, þekkingu og hæfileikum hefur gert mannfólkinu kleift að treysta afkomu sína, lengja líf, bæta heilsu og byggja upp siðmenningu sem stundum er býsna fögur. Í heimi tuttugustu og fyrstu aldar, með öllum sínum tæki- færum og áskorunum, skiptir mannauður ekki síður máli en í veröld fornskáldsins. Tækifærin eru mikilfengleg með tækninýjungum, hnattvæðingu og síauknum skilningi á náttúrunni og okkur sjálfum. Áskoranirnar eru gríðarlegar með fólksfjölgun, náttúruvá af margvíslegu tagi, að ónefndri vaxandi misskiptingu auðs með fylgifiskum hennar: óréttlæti og ófriði. Til að nýta tækifærin og takast á við áskoranirnar er þörf fyrir fólk sem hefur verið þjálfað í skipulagðri þekk- ingarleit og í hugsun sem er í senn gagnrýnin og skapandi. Það er með öflugu menntakerfi sem þjóðfélög skapa mannauð af þessu tagi, frá leikskóla upp í háskóla. Leik- og grunnskólar búa börnum umhverfi þar sem þau öðlast grunnfærni og eiga að eflast af sjálfstrausti og vinnugleði. Framhaldsskólarnir byggja á þessu starfi, hlúa að almennri menntun ungmenna um leið og þeim er leiðbeint á fyrstu stigum sérhæfingar. Svo tekur æðri menntunin við ýmist sem starfs-, tækni- eða háskólanám þar sem fyrrnefnd þjálfun fer fram. Alls staðar í samfélaginu er mannauður mikilvægur en háskólar hafa sérstöðu því þar er hugað að tækifærum og áskorunum nútíðar og framtíðar með rannsóknum og nýsköpun. Í frumvarpi því til fjárlaga sem liggur fyrir þinginu eru framlög til háskólastigsins enn töluvert lægri en í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Ljóst er að mann- auður okkar Íslendinga muni rýrna nema stjórnvöld hætti að svelta háskólastigið. Alþingi verður að taka fjárlagafrumvarpið til umfjöllunar en hefur nú óbundnar hendur í ljósi þess að stjórn Bjarna Benediktssonar er fallin. Rík ástæða er til þess að hvetja hið ágæta mannval sem situr á þingi til að taka höndum saman og hækka framlög til háskóla í fjárlögum næsta árs og efla með því móti mannauð okkar. Mannauður Torfi H. Tulinius prófessor í íslenskum miðaldafræð- um við HÍ Ljóst er að mannauður okkar Íslendinga muni rýrna nema stjórnvöld hætti að svelta háskóla- stigið. Kosningar eiga ekki að vera léttvægt fyrirbæri í lýðræðis- ríkjum Á meðan vantraust á stjórnmálunum á Íslandi er jafn mikið og raun ber vitni er pólitískt burðarþol gagnvart hneykslis-málum lítið. Það var í þessu andrúmslofti van-traustsins sem forystufólk Bjartrar framtíðar sá sæng sína upp reidda og sleit ríkisstjórn- arsamstarfinu. Það getur ekki verið að samstarfið hafi staðið traustum fótum ef sú ástæða sem gefin hefur verið fyrir stjórnarslitunum er sönn. Fyrir þá sem hafa skoðað málið ofan í kjölinn og kynnt sér skýringar forsætisráðherra er erfitt að velkjast í vafa um að það hafi verið áfall fyrir hann að komast að því að faðir hans hafi veitt dæmdum kyn- ferðisbrotamanni umsögn til að öðlast uppreist æru. Hér var um að ræða upplýsingar sem forsætisráðherra virðist hafa fengið óvænt í óspurðum fréttum. Það voru mistök hjá forsætisráðherra að greina ekki frá málinu í ríkisstjórn strax í sumar. Það breytir því hins vegar ekki að ákvörðun Bjartrar framtíðar um stjórnarslit einkennist af óðagoti. Sérstaklega í ljósi þess að lögð hafa verið drög að vinnu til að breyta úreltum lagaákvæðum um uppreist æru. Fyrir Bjarta framtíð verður trúnaðarbrestur hjá forsætisráðherra gagnvart meðráðherrum vegna meðmæla sem pabbi hans skrifaði undir (vegna máls sem var ekki á borði ríkisstjórnarinnar á neinum tímapunkti) fyrir kyn- ferðisbrotamann sem er málkunnugur pabbanum. Forsætisráðherra braut trúnað því skylt mál, ekki þetta tiltekna mál þegar hér var komið sögu, hafði samtímis verið í fjölmiðlum. Björt framtíð lætur ríkis- stjórnarsamstarfið steyta á skeri á þessum forsendum og slítur því í flýti með rafrænni kosningu án þess að hafa heyrt skýringar forsætisráðherra. Það verður að teljast ábyrgðarleysi hjá forystumönnum Bjartrar framtíðar. Sama hvernig á málin er litið. Er nema furða að reyndir fréttamenn treysti sér ekki til þess að útskýra það sem er að gerast í íslenskum stjórnmálum fyrir erlendum kollegum? Það er ekki hlaupið að því að setja þennan sirkus í vitrænt samhengi. Því fylgir ábyrgð að starfa í stjórnmálaflokkum og enn ríkari ábyrgð fylgir því að gefa kost á sér til þings og starfa þar sem kjörinn fulltrúi í umboði þjóðarinnar. Minna en tíu mánuðir eru frá síðustu alþingiskosning- um og nú stefnir í að kosið verði í þriðja sinn til þings á fjórum árum. Leita þarf til vanþróaðra ríkja sem búa við óstöðugt stjórnarfar til að finna eitthvað sambærilegt. Kosningar eiga ekki að vera léttvægt fyrirbæri í lýðræðisríkjum. Stjórnmálaumræðan á Íslandi er í grunnum farvegi. Það eru engin átök um hugmynda- stefnur heldur er hin pólitíska umræða einhvers konar refskák hneykslismála þar sem minnihlutinn á inter- netinu hefur tekið völdin. Smáflokkar eins og Björt framtíð og Viðreisn verða aldrei langlífir í stjórnmálum ef þeir ætla að láta vind- átt í netheimum eða þjóðmálaumræðu dagsins hrikta í stoðum sínum. Ef stjórnmálaflokkar leyfa innviðum sínum að mótast alfarið af háværum samkundum internetsins dæma þeir sig til áhrifaleysis. Ábyrgðarleysi Fjölskyldan Líkt og alkunna er þá er ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar fallin og eru kosningar fyrirhugaðar á næstu vikum. Á þeim tíma sem Bjarni hefur verið þingmaður og í ríkisstjórn hafa reglulega komið upp mál sem hafa reynst honum óþægileg. Eitt slíkt, undirritun föður hans á meðmælabréf fyrir uppreist æru dæmds níðings, varð stjórn hans að falli. Einnig má rifja upp mál kennt við Borgun. Það er óneitanlega nokkuð skondið að erfiðasta stjórnarandstaða sem Bjarni hefur mætt virðist ávallt hafa verið í formi Benedikts Sveinssonar, föður hans. Röggsemin Ríkisstjórnarsamstarfinu var slitið eftir stuttan fund og tveggja tíma rafræna kosningu hjá stjórn Bjartrar framtíðar. Var þar gengið hreint og beint til verks líkt og engan tíma mætti missa. Þing- mönnum og ráðherrum Sjálf- stæðisflokksins þótti það sæta furðu hve snögglega ákvörðunin var tekin. Rétt hefði verið að anda rólega og ræða stöðuna sem upp var komin. Ekki verður kveðinn upp dómur um hvað var rétt og hvað rangt í stöðunni. Það er hins vegar víst að framganga Bjartrar framtíðar kom fleirum á óvart enda flokkurinn hingað til ekki haft það orð á sér að láta verkin tala. Kjósendur Bjartrar framtíðar bölva því eflaust að ráðherrar flokksins hafi ekki verið jafn röskir til annara verka. joli@365.is 1 8 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 m Á N U D A G U r10 s k o ð U N ∙ F r É t t A b L A ð i ð SKOÐUN 1 8 -0 9 -2 0 1 7 0 5 :1 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D C 1 -3 1 7 0 1 D C 1 -3 0 3 4 1 D C 1 -2 E F 8 1 D C 1 -2 D B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 8 s _ 1 7 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.