Fréttablaðið - 04.09.2017, Side 38

Fréttablaðið - 04.09.2017, Side 38
Í næstu ferð Með fróðleik í fararnesti verður Laugarnesið í Reykjavík kannað. Ekki eru allir sem vita að ein frægasta og umdeildasta kona Íslandssög- unnar, Hallgerður Langbrók, bjó í Laugarnesinu í miðri Reykjavík. Í göngunni verður reynt að svara því hver þessi kona var og hvort virkilega sé hægt að búa til boga- streng úr mannshári. Gunnar Karlsson, prófessor emeritus við Háskóla Íslands, leiðir göngu um Laugarnesið og segir þessar sögur og fleiri. Yfirskrift göngunnar er Holds- veiki og Hallgerður Langbrók, en gangan fer fram laugardaginn 9. september næstkomandi. Brottför verður frá bílastæðinu við Lista- safn Sigurjóns Ólafssonar í Laugar- nesi klukkan 11. Gangan tekur um tvo tíma. Langbrók í Laugarnesinu Laugarnesið geymir ýmsar sögur. Mynd/Eyþór Í upphafi vikunnar er tilvalið að breyta út af venjunni og fá sér eitthvað nýtt í morgunmat eða millimál. Þar sem berjatíminn er í hámarki er líka sniðugt að nota berin í matargerð og þá ekki síst í þeytinga sem auðvelt og fljótlegt er að útbúa. Þennan þeyting má gera þunnan eða þykkan, allt eftir smekk og einnig er gott að setja múslí út á hann svo hann verði enn matarmeiri. 1 banani, vel þroskaður 150 g blanda af bláberjum, hind- berjum og jarðarberjum Eplasafi eða sódavatn að smekk Hungang, ef vill Skerið bananann í bita og setjið í blandara eða matvinnsluvél. Bætið berjunum saman við og maukið vel saman. Blandið safanum eða sódavatninu saman við eftir smekk og njótið hollustunnar. Gott er að nota melónu í staðinn fyrir banana. Setja má 2-3 msk. af jógúrt saman við þeytinginn og fá þannig mýkri áferð á hann. Magnaður mánudags- þeytingur Hollur og góður berjaþeytingur. Það er vel þekkt að ólíkur matur verkar mismunandi á líkamann. Sumt er til þess fallið að hressa en annað er gott fyrir svefninn. Ef þú átt erfitt með svefn gætu eftirfarandi fæðuteg- undir hjálpað. Lárperur Lárperur innihalda mikið af ómettuðum fitusýrum sem geta aukið magn boðefnisins serótón- íns í heilanum, en það getur haft góð áhrif á svefn. Þær innihalda líka magnesíum sem hjálpar til við slökun. Kjúklingabaunir Þær innihalda amínósýruna tryptófan sem hjálpar fólki að sofna. Þær eru sömuleiðis ríkar af fólín- sýru sem hjálpar til við að koma reglu á svefninn og B6 sem er gott fyrir líkamsklukkuna. Þær innihalda líka slakandi magn- esíum. Bananar Þeir innihalda kalíum og magn- esíum en hvort tveggja hjálpar líkamanum að slaka og gerir fólk syfjað. Þeir innihalda líka fyrr- nefnt tryptófan og B6 víta- mín sem hefur verið tengt við betri nætursvefn. Kirsuber Þau innihalda svefnhormónið melatónín í það miklu magni að þau eru gjarnan notuð sem svefn- meðal. Hnetur Margar hnetutegundir innihalda kalsíum og ómettaðar fitusýrur sem hjálpa til við að bæta magn serótóníns í heilanum. Þær inni- halda líka slakandi magnesíum. Matur sem bætir svefninn Frá morgni líkama og sál fyrir alla fjölskylduna í þínu hverfi t i l kvölds Sími: 411 5000 • www.itr.is Fyrir líkama Laugarnar í Reykjavík 6 KynnInGArBLAÐ FóLK 4 . s E p t E M B E r 2 0 1 7 M Á N U DAG U R 0 4 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :3 8 F B 0 5 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D A 6 -B 1 5 0 1 D A 6 -B 0 1 4 1 D A 6 -A E D 8 1 D A 6 -A D 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 5 6 s _ 3 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.