Fréttablaðið - 04.09.2017, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 04.09.2017, Blaðsíða 38
Í næstu ferð Með fróðleik í fararnesti verður Laugarnesið í Reykjavík kannað. Ekki eru allir sem vita að ein frægasta og umdeildasta kona Íslandssög- unnar, Hallgerður Langbrók, bjó í Laugarnesinu í miðri Reykjavík. Í göngunni verður reynt að svara því hver þessi kona var og hvort virkilega sé hægt að búa til boga- streng úr mannshári. Gunnar Karlsson, prófessor emeritus við Háskóla Íslands, leiðir göngu um Laugarnesið og segir þessar sögur og fleiri. Yfirskrift göngunnar er Holds- veiki og Hallgerður Langbrók, en gangan fer fram laugardaginn 9. september næstkomandi. Brottför verður frá bílastæðinu við Lista- safn Sigurjóns Ólafssonar í Laugar- nesi klukkan 11. Gangan tekur um tvo tíma. Langbrók í Laugarnesinu Laugarnesið geymir ýmsar sögur. Mynd/Eyþór Í upphafi vikunnar er tilvalið að breyta út af venjunni og fá sér eitthvað nýtt í morgunmat eða millimál. Þar sem berjatíminn er í hámarki er líka sniðugt að nota berin í matargerð og þá ekki síst í þeytinga sem auðvelt og fljótlegt er að útbúa. Þennan þeyting má gera þunnan eða þykkan, allt eftir smekk og einnig er gott að setja múslí út á hann svo hann verði enn matarmeiri. 1 banani, vel þroskaður 150 g blanda af bláberjum, hind- berjum og jarðarberjum Eplasafi eða sódavatn að smekk Hungang, ef vill Skerið bananann í bita og setjið í blandara eða matvinnsluvél. Bætið berjunum saman við og maukið vel saman. Blandið safanum eða sódavatninu saman við eftir smekk og njótið hollustunnar. Gott er að nota melónu í staðinn fyrir banana. Setja má 2-3 msk. af jógúrt saman við þeytinginn og fá þannig mýkri áferð á hann. Magnaður mánudags- þeytingur Hollur og góður berjaþeytingur. Það er vel þekkt að ólíkur matur verkar mismunandi á líkamann. Sumt er til þess fallið að hressa en annað er gott fyrir svefninn. Ef þú átt erfitt með svefn gætu eftirfarandi fæðuteg- undir hjálpað. Lárperur Lárperur innihalda mikið af ómettuðum fitusýrum sem geta aukið magn boðefnisins serótón- íns í heilanum, en það getur haft góð áhrif á svefn. Þær innihalda líka magnesíum sem hjálpar til við slökun. Kjúklingabaunir Þær innihalda amínósýruna tryptófan sem hjálpar fólki að sofna. Þær eru sömuleiðis ríkar af fólín- sýru sem hjálpar til við að koma reglu á svefninn og B6 sem er gott fyrir líkamsklukkuna. Þær innihalda líka slakandi magn- esíum. Bananar Þeir innihalda kalíum og magn- esíum en hvort tveggja hjálpar líkamanum að slaka og gerir fólk syfjað. Þeir innihalda líka fyrr- nefnt tryptófan og B6 víta- mín sem hefur verið tengt við betri nætursvefn. Kirsuber Þau innihalda svefnhormónið melatónín í það miklu magni að þau eru gjarnan notuð sem svefn- meðal. Hnetur Margar hnetutegundir innihalda kalsíum og ómettaðar fitusýrur sem hjálpa til við að bæta magn serótóníns í heilanum. Þær inni- halda líka slakandi magnesíum. Matur sem bætir svefninn Frá morgni líkama og sál fyrir alla fjölskylduna í þínu hverfi t i l kvölds Sími: 411 5000 • www.itr.is Fyrir líkama Laugarnar í Reykjavík 6 KynnInGArBLAÐ FóLK 4 . s E p t E M B E r 2 0 1 7 M Á N U DAG U R 0 4 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :3 8 F B 0 5 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D A 6 -B 1 5 0 1 D A 6 -B 0 1 4 1 D A 6 -A E D 8 1 D A 6 -A D 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 5 6 s _ 3 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.