Fréttablaðið - 08.08.2017, Page 8

Fréttablaðið - 08.08.2017, Page 8
 VESTMANNAEYJAR SUMARFERÐ 2017 Laugardaginn 12. ágúst 2017 Kl.07:15 frá Sigtúni 42, 105 Reykjavík Kl.09:15 frá Landeyjarhöfn Eldheimar skoðaðir Farið í siglingar og söfn Kl.18:15 Brottför heim til lands Skráning á Heilaheill.is, í síma 860 5585 eða heilaheill@heilaheill.is fyrir 11. ágúst Hver borgar fyrir sig í mat siglingar og á söfn! VERÐ: 5.OOO,- fyrir einstaklinginn! Aðalfundur Markaðsstofu Kópavogs 2017 Aðalfundur Markaðsstofu Kópavogs verður haldinn miðvikudaginn 23. ágúst kl. 17.00 á Bókasafni Kópavogs, Hamraborg 6a, fjölnotasal á 1. hæð. Dagskrá 1. Skýrsla stjórnar 2. Umræður um skýrslu stjórnar 3. Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar 4. Kosning fulltrúa úr röðum atvinnulífsins til stjórnarsetu í Markaðsstofu Kópavogs 5. Kosning skoðunarmanns reikninga og eins til vara 6. Önnur mál Öll aðildarfélög sem greitt hafa árgjald til Markaðsstofu Kópavogs 2016 eru gjaldgeng til stjórnarsetu og hafa atkvæðisrétt á fundinum. Léttar veitingar í boði. Allar nánari upplýsingar um aðild að markaðsstofu á markadsstofakopavogs.is. Markaðsstofa Kópavogs | Engihjalla 8, 200 Kópavogur | Sími 661 9060 ALLIR ÚT AÐ HJÓLA MEÐ TUDOR TUDOR TUDOR Bíldshöfða 12 • 110 Rvk • 577 1515 • skorri.is Mikið úrval - Traust og fagleg þjónusta Veldu öruggt start me ð TUDOR Eitt mesta úrval landsins af rafgeymum í allar gerðir farartækja dómsmál Mannréttindadómstóll Evrópu hafnaði í síðustu viku beiðni tveggja Tyrkja um að hlutast til um að þau verði leyst úr haldi tyrkneskra stjórnvalda, vegna bráðrar lífshættu. Grunnskólakennari og bók- menntafræðingur,  Semih Ozakca og Nuriye Gulmen, eru meðal tug- þúsunda opinberra starfsmanna sem misstu vinnuna í kjölfar valdaránstilraunar innar í Tyrklandi í fyrra. Parið hóf hungurverkfall 9. mars síðastliðinn, var handtekið hálfum mánuði síðar og bíður ákæru fyrir aðild að hryðjuverkasamtökum. Vitnisburðir tyrkneskra lækna segja ástand þeirra lífshættulegt en þau hafa verið í hungurverkfalli í tæpa 5 mánuði. Mannréttindadómstóll Evr- ópu hefur heimild á grundvelli 39. gr. málsmeðferðarreglna dómsins, til að grípa inn í með bindandi úrskurði ef einstaklingar sem reka mál fyrir dóm- stólnum eru í bráðri hættu vegna ráð- stafana aðildarríkja. Það var niðurstaða dómsins að varðhaldið sé parinu ekki lífshættu- legt. Þeim tilmælum er beint til tyrk- neskra stjórnvalda að tryggja parinu fullnægjandi aðstoð vegna daglegra þarfa enda lifi það ekki af hjálpar- laust. Þá er því eindregið beint til Ozakca og Gulmen að þau bindi enda á hungurverkfall sitt. – aá Tyrknesku pari var synjað um bráðaaðstoð Norður-Kórea Stjórnvöld í Norður- Kóreu hafa hótað því að hefna sín og láta Bandaríkin kenna á því fyrir að hafa skipulagt hertar viðskipta- þvinganir til að bregðast við kjarn- orkuáætlunum þeirra. Norður-Kóreumenn telja að við- skiptaþvinganirnar sem voru sam- þykktar samhljóða af aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna á laugardaginn hafi verið gróft brot gegn fullveldi Norður-Kóreu. Með aðgerðum Sameinuðu þjóðanna er markmiðið sett á að draga úr útflutningstekjum Norður- Kóreu um þriðjung. Ákvörðun um að grípa til nýrra viðskiptaþvingana var tekin eftir ítrekaðar kjarnorku- tilraunir Norður-Kóreumanna sem hafa orðið til þess að auka mjög á spennuna á Kóreuskaganum að undanförnu. BBC-fréttastofan segir frá því í gær að Norður-Kóreumenn hafi heitið því að halda áfram með kjarnorku- vopnaáætlun sína. Vísað er í ríkisfjöl- miðilinn KCNA þar sem fram kemur að stjórnvöld í Norður-Kóreu muni ekki semja um kjarnorkuáætlun sína á meðan Bandaríkin ógna þeim. Þá hóta stjórnvöld í Norður-Kóreu því að láta Bandaríkjamenn standa reikningsskil gjörða sinna þúsund- falt Í samtali við blaðamenn á fundi í Manila, höfuðborg Filippseyja, sagði Bang Kwang Hyuk, talsmaður Norður-Kóreustjórnar, að aukin spenna á Kóreuskaganum og deilur vegna kjarnorkumála væru á ábyrgð Bandaríkjanna. „Við staðfestum að við munum aldrei semja um kjarnorkuáætlun okkar og munum ekki gefa neitt eftir,“ segir Kwang Hyuk opinber- lega. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er í Manila. Hann vakti athygli á því að bæði Rússar og Kínverjar styddu viðskiptaþvinga- nirnar og sagði að það þyrfti enginn að velkjast í vafa um að það væri vilji alþjóðasamfélagsins að Norður- Kóreumenn létu af kjarnorkuvopna- tilraunum sínum. Rússar og Kínverjar hafa hingað til deilt um það hvernig ætti að taka á málefnum Norður-Kóreu en á síð- ustu mánuðum hafa bæði ríkin hvatt til þess að kjarnorkuvopnatilraunum verði hætt. En ríkin hafa líka hvatt Bandaríkin og Suður-Kóreumenn til þess að bíða með allar varnaræfingar og draga til baka eldflaugavarnar- kerfi sitt frá Suður-Kóreu. jonhakon@frettabladid.is Ætla að hefna sín á Bandaríkjamönnum Stjórnvöld í Norður-Kóreu hugsa Bandaríkjamönnum þegjandi þörfina fyrir að hafa stuðlað að nýjum viðskiptaþvingunum. Sameinuðu þjóðirnar samþykktu þvinganirnar á laugardaginn. Samstaða um aðgerðirnar á meðal annarra ríkja. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, talar við Koro Bessho, fulltrúa Japana, og Matthew Rycroft, fulltrúa Breta, áður en fulltrúar kusu um nýjar viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu. FRéttaBlaðið/EPa Mannréttindadómstóll Evrópu hafnaði beiðni tyrkjanna. FRéttaBlaðið/EPa 8 . á g ú s t 2 0 1 7 Þ r I ð J u d a g u r8 f r é t t I r ∙ f r é t t a B l a ð I ð 0 8 -0 8 -2 0 1 7 0 4 :2 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 6 F -1 A 3 4 1 D 6 F -1 8 F 8 1 D 6 F -1 7 B C 1 D 6 F -1 6 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 7 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.