Fréttablaðið - 08.08.2017, Side 34

Fréttablaðið - 08.08.2017, Side 34
Þrír fyrrverandi yfirmenn Fiat Chrysler bílasamstæðunnar hafa verið ákærðir fyrir að stela milljónum dollara úr sjóði fyrirtækisins sem ætlaður var til að standa straum af kostnaði við þjálfun starfsmanna. Einn þessara yfirmanna, Alphons Iacobelli, bar varaforstjóratitil. Hin tvö heita Monica Morgan, ekkja annars vara- forstjóra Fiat Chrysler, og Jerome Durden sem gegndi starfi fjármála- ráðgjafa, en hann var ákærður fyrir yfirhylmingu. Rannsókn hefur leitt í ljós að Monica Morgan og þálifandi eiginmaður hennar og varaforstjóri, General Holiefield, notuðu 1,2 milljónir dollara úr starfsþjálfunarsjóðnum í föt, skart- gripi, hús og ferðalög. Til dæmis keyptu þau ferð með einkaflugvél sem kostaði 30.000 dollara. Iaco- belli tók um eina milljón dollara úr sjóðnum til einkanota og gaf þetta fé auk þess ekki upp til skatts, svo hann þarf einnig að svara til saka fyri skattayfirvöldum. Hann keypti til að mynda forláta Ferrari 458 Spider bíl fyrir fjármunina, leigði sér einkaflugvélar, lagfærði hús sitt og eyddi fé í margs konar annan munað. Öllum hefur þessum starfs- mönnum verið vikið frá störfum hjá Fiat Chrysler. Öll verða þau ákærð fyrir athæfið. Fyrrverandi yfirmenn Fiat Chrysler kærðir fyrir fjárdrátt Hjá Mercedes Benz kemur til greina að smíða hreint magn-aða torfæruútgáfu E-Class bílsins með drifrás ættaða úr G-Class herjeppanum. Mercedes Benz hefur þegar smíðað tilraunaeintak af slík- um bíl og var það verkfræðingurinn Jürgen Eberle hjá Mercedes Benz sem fór fyrir því verkefni með fulltingi 24 annarra starfsmanna. Var þessi smíði í upphafi eins konar gæluverkefni en nú er svo komið að vel kemur til greina að fjöldaframleiða bílinn. Eins og á myndinni af bílnum má sjá þá er hann æði hár frá vegi og þar sem drif- búnaðurinn er tekinn upp í grindina þá er enginn öxull að þvælast fyrir ef farið er í vænar torfærur. Eberle segir að hægur vandi sé að framleiða þennan bíl og engin tæknileg vanda- mál í veginum. Öll tækni til þess sé til staðar hjá Mercedes Benz. Þar sem bíllinn hefur fengið svo mörg jákvæð ummæli bæði innan Mercedes Benz og utan fyrirtækisins þá á bara eftir að sannfæra helstu yfirmenn um ágæti þess að fjöldaframleiða þessa óvenjulegu gerð E-Class. Verður E-Class All-Terrain 4x4 að veruleika? Það hljómar kannski undar-lega að forstjóri eins stærsta olíufélags heims, Shell hafi nýlega látið hafa eftir sér að næsti bíll sem hann hyggist kaupa sé tengiltvinnbíll. Með slíkum yfir- lýsingum er nánast eins og hann sé að lýsa yfir endalokum eigin fyrirtækis og allrar olíuframleiðslu. Það er þó líklega orðum aukið því forstjórinn, Ben Van Beurden, hefur pantað sér Mercedes Benz S500e bíl með rafmótorum, en einnig mjög öflugri brunavél. Bíll- inn er samtals 436 hestöfl og það afl kemur bæði frá rafmótorum og brunavél. Ben Van Beurden lýsti því reyndar einnig yfir að fjármála- stjóri Shell, Jessica Uhl, æki um á BMW i3, en hann gengur eingöngu fyrir rafmagni. Það eru því ekki bara yfirlýstir umhverfissinnar sem kaupa sér rafmagnsbíla og tengil- tvinnbíla, heldur einnig yfirmenn olíufélaganna. Ben Van Beurden er einn þeirra sem telja að mann- skepnan stuðli nú að hlýnun jarðar með bruna jarðefnaeldsneytis, þó svo hann vinni sem forstjóri olíu- fyrirtækis og að framtíðin liggi í því að leggja af bruna jarðefnaelds- neytis og snúa sér að umhverfis- vænum og endurnýtanlegum orkugjöfum. Hann telur að mestu notkun í bruna jarðefnaeldsneytis sé brátt náð og hún minnki svo hratt í kjölfarið. Næsti bíll forstjóra Shell verður tengiltvinnbíll JEEP® GRAND CHEROKEE VERÐ FRÁ KR. 8.990.000 * *Jeep Grand Cherokee Laredo dísel 250hö, 8 gíra sjálfskiptur, Quatratrac II fjórhjóladrif með lágu drifi , 18” álfelgur, Led+Xenon framljós, 8,4” snertiskjár með bakkmyndavél, fjarlægðarskynjarar framan og aftan, hiti í sætum, lykillaust aðgengi og ræsing, rafdrifi n framsæti, stillanleg aftursæti, tölvustýrð sjálfvirk miðstöð með loftkælingu, regnskynjari, aðgerðarstýri, raddstýrt útvarp o.mfl . ALVÖRU JEPPI MEÐ HÁU OG LÁGU DRIFI 250 HÖ DÍSEL 8 GÍRA SJÁLFSKIPTING GERÐU VERÐSAMANBURÐ jeep.is JEEP® CHEROKEE VERÐ FRÁ KR. 6.690.000 * *Jeep Cherokee Longitude 2.2 dísel 185 hö (Limited 200 hö) 9 gíra sjálfskiptur, Select Terrain drif með fjórum stillingum og Jeep Active drive (Limited útgáfan með lágu drifi ), 17” álfelgur, Led dagljós og afturljós, aftursæti á sleða til að stækka farangursrými, tölvustýrð sjálfvirk miðstöð með loftkælingu, fjarlægðarskynjarar framan og aftan, leðurstýri og gírhnúður, aðgerðarstýri, hraðastillir o.m.fl . Longitude Luxury aukalega með rafdrifnum upphituðum leðursætum og bakkmyndavél, kr. 6.990.000. ALVÖRU JEPPI DÍSEL 9 GÍRA SJÁLFSKIPTUR KOMDU OG REYNSLUAKTU ÍSLENSK-BANDARÍSKA EHF UMBOÐSAÐILI JEEP® Á ÍSLANDI ÞVERHOLT 6 · 270 MOSFELLSBÆR · SÍMI: 534 4433 · WWW.ISBAND.IS 8 . á g ú S T 2 0 1 7 Þ R I Ð J U D A g U R12 B í l A R ∙ F R É T T A B l A Ð I Ð Bílar 0 8 -0 8 -2 0 1 7 0 4 :2 6 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 6 F -1 0 5 4 1 D 6 F -0 F 1 8 1 D 6 F -0 D D C 1 D 6 F -0 C A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 7 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.