Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.10.2017, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 03.10.2017, Qupperneq 2
Veður Veður verður stillt fyrri hluta dags í dag og rigna mun öðru hverju norðanlands, en annars staðar verður yfirleitt þurrt. Það mun hvessa í kvöld og þá bætir í úr- komuna fyrir norðan. sjá síðu 16 Fjölmenni var viðstatt útför rithöfundarins Sigurðar Pálssonar sem fór fram frá Hallgrímskirkju í Reykjavík síðdegis í gær. Fjölskylda og vinir kvöddu þar listamanninn sem lést 19. september eftir erfið veikindi. Séra Hjálmar Jónsson jarðsöng og í hópi kistubera voru meðal annars þau Kristín Helga Gunnarsdóttir, Einar Kárason, Jóhann Páll Valdimarsson, Þórarinn Eldjárn og Guðrún Sigfúsdóttir. Fréttablaðið/Ernir skipulagsmál Það ræðst í dag hvort fimm manna fjölskylda, sem þurfti að yfirgefa heimili sitt vegna veggjatítlna og myglu í miðbæ Hafnarfjarðar í vor, fær að byggja nýtt draumahús í stað þess sem úrskurðað hefur verið ónýtt. Anna Gyða Pétursdóttir og Ing- var Ari Arason, sem búa nú með börnum sínum þremur í leiguhús- næði eftir martröðina í vor, vilja fá að reisa nýtt og stærra steinhús í gömlum byggingarstíl. Þau bíða nú niðurstöðu skipulags- og byggingar- ráðs Hafnarfjarðar um breytt deili- skipulag fyrir lóðina við Austurgötu 36. Anna segir baráttuna við óliðlegt og ósveigjanlegt kerfið hafa tekið verulega á og framlengt óþarflega martröðina sem málið hefur verið. „Okkur finnst við vera með raun- hæfar kröfur um hvað við viljum fá í staðinn á lóðina. Við viljum byggja steinhús í gömlum stíl, sem passar vel í virðulega götu. Okkur hefur fundist að menn vilji bara annað lítið bárujárnshús þarna sem væri galið. Að neyða fólk sem missti hús í veggjatítlur að byggja annað báru- járnshús.“ Líkt og fram kom í fjölmiðlum höfðu Anna og Ingvar farið í minni- háttar viðhald á húsinu um páskana þegar versti ótti húsnæðiseigenda var staðfestur. Veggjatítlur fundust í húsinu, mygla í þakinu og húsið var úrskurðað ónýtt. Þau höfðu búið í húsinu frá árinu 2012 og var þriðja barn þeirra nokkurra vikna gamalt þegar málið kom upp. Þar sem húsið var friðað þurfti Minjastofnun að veita sérstakt leyfi til að það yrði rifið. Það leyfi var veitt. Bærinn veitti fjölskyldunni styrk til að rífa húsið en enn á eftir að samþykkja niðurrifið formlega. Samhugur fólks varð til þess að hrint var af stað söfnun fyrir fjöl- skylduna sem stóð húsnæðislaus eftir. Síðan í sumar hafa málin hins vegar dregist á langinn. „Við héldum, kannski í einfeldni okkar, að það væri vilji til að koma þessu fljótt og vel í gegn þar sem einhver myndi leiða okkur í gegn- um þetta. En við höfum þurft að berjast út í eitt fyrir okkar hóflegu kröfum sem studdar eru af emb- ættismönnum og Minjastofnun. Við erum orðin mjög þreytt á að standa í að eyða öllum kvöldum í að skrifa bréf, lesa deili- og aðalskipulag, lesa lögin– ofan á allt,“ segir Anna sem vill að ráðið setji mál þeirra í sam- hengi. Fjölmörg dæmi séu um sam- bærilega framkvæmd í miðbænum. Verði þeim synjað fari allt í lás. „Við erum ekki tilbúin til að byggja þarna lítið bárujárnshús. Við erum orðin þreytt á þessum slag og við munu ekki rífa þetta hús án þess að vita hvað við fáum að byggja í staðinn. Ef þeir ætla að tefja þetta eða fresta út í hið óendanlega þá verður húsið bara þarna. Við erum búin að segja skipulagsfulltrúa það.“ Anna segir þau vona að tillaga þeirra verði samþykkt. Gangi allt að óskum geta þau þó aldrei byrjað að byggja fyrr en um áramót. Ferlið sé langt og strangt. mikael@frettabladid.is. Berjast fyrir draumnum í veggjatítlumartröð Það var fimm manna fjölskyldu í Hafnarfirði áfall þegar ljóst varð að heimili hennar væri ónýtt eftir veggjatítlur og myglu. Þau vildu rífa húsið og byggja nýtt en þar hófst barátta þeirra fyrir alvöru sem framlengt hefur martröðina. anna Gyða Pétursdóttir og ingvar ari arason vilja reisa nýtt hús fjölskyldunn- ar á lóðinni í Hafnarfirði en baráttan er þrautin þyngri. Fréttablaðið/VilHElm Að neyða fólk sem missti hús í veggja- títlur að byggja annað bárujárnshús. Anna Gyða Pétursdóttir Síðan 1927 KAFFI OG KLEINA VINUR VIÐ VEGINN Í 90 ÁR 90 ÁRA AFMÆLISTILBOÐ Í DAG 90 kr. Hámark 5 tilboð á mann, meðan birgðir endast Sigurður Pálsson kvaddur menntun Enn hefur ekki verið skip- að í stöður rektors Menntaskólans í Reykjavík og Fjölbrautaskólans við Ármúla. Skipa átti í stöðurnar frá og með 1. október síðastliðnum. Umsóknarfrestur um stöðurnar rann út 8. ágúst síðastliðinn eða fyrir rúmum tveimur mánuðum. Níu sóttu um stöðu rektors MR og fjórir um stöðu skólameistara Fjöl- brautaskólans við Ármúla. Kveðjuathöfn var haldin til heið- urs Yngva Péturssyni, rektor MR, á föstudaginn. Hann lét af störfum í gær. Það var skólafélagið og nem- endur sem stóðu fyrir kveðju- athöfninni. Starfandi skólameistari Fjöl- brautaskólans við Ármúla er Ólafur H. Sigurjónsson. Hann hefur verið aðstoðarskólameistari um árabil en er ekki á meðal umsækjenda um stöðuna. – jhh Enn á eftir að skipa rektor MRDÓmsmál Tryggingastofnun var heimilt að fella niður greiðslur til örorkulífeyrisþega vegna fjármagns- tekna sem komu til vegna sölu maka viðkomandi á hlutabréfum. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykja- víkur. Málið á rætur að rekja til ársins 2015. Þá var áætlað að örorkulíf- eyrir til lífeyrisþegans yrði rúmar 190 þúsund krónur á mánuði. Þær greiðslur voru felldar niður í mars á þeim grundvelli að eiginmaður hennar hefði selt hlutabréf fyrir 12,7 milljónir. Þá var konan krafin um endurgreiðslu vegna ofgreidds lífeyris. Í niðurstöðu dómsins segir að Alþingi hafi verið innan valdheim- ilda stjórnarskrárinnar þegar lögfest var ákvæði um að fjármagnstekjur maka skyldu koma til frádráttar við útreikning örorkubóta. Daníel Isebarn Ágústsson, lögmaður kon- unnar, segir að málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar. – jóe Hlutabréfasala maka mátti skerða lífeyri menning Tónlistarmaðurinn Tom Petty liggur þungt haldinn á sjúkra- húsi í Los Angeles. Petty er 66 ára að aldri og fannst meðvitundar- laus á heimili sínu á sunnudags- kvöld eftir hjartaáfall. Samkvæmt fyrstu fréttum var Petty talinn af. H a n n e r hva ð þekktastur fyrir tónlist sína með hljómsveitinni Tom Petty and t h e H e a r t - breakers sem var tekin inn í frægð- arhöll rokksins árið 2002. – hg  Tom Petty er þungt haldinn 3 . o k t Ó b e r 2 0 1 7 Þ r i ð j u D a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 0 3 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :3 1 F B 0 4 0 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 2 K _ N Y .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D E 4 -1 0 7 0 1 D E 4 -0 F 3 4 1 D E 4 -0 D F 8 1 D E 4 -0 C B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 0 s _ 2 _ 1 0 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.