Fréttablaðið - 03.10.2017, Síða 4

Fréttablaðið - 03.10.2017, Síða 4
STJÓRNSÝSLA Endurákvörðun Ríkis­ skattstjóra (RSK) á opinberum gjöldum hjónanna Önnu Sigur­ laugar Pálsdóttur og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar felur í sér að þegar upp er staðið munu þau greiða minna en þau greiddu sam­ kvæmt fyrri skattskilum. Þetta segir Sigmundur Davíð við Fréttablaðið. „Það er enn óljóst hversu mikill heildarsparnaðurinn verður því hann kemur að miklu leyti til á næstu árum í formi skattafrádrátt­ ar,“ segir Sigmundur. Fréttablaðið fór fram á það að gögn yrðu lögð fram sem styddu fullyrðinguna að á heildina litið fælist hagræði í þessu. Ekki var unnt að verða við þeirri beiðni í gær. „Það hefur vakið furðu mína hversu langt sumir hafa gengið í að afbaka staðreyndirnar sem birtust í dag. Menn virðast sumir hvorki botna upp né niður í því sem þeir eru að leysa og búa þá bara til sína eigin sögu,“ segir Sigmundur. Í Fréttablaðinu í gær var sagt frá því að hjónin hefðu óskað eftir því í maí 2016 að RSK leiðrétti skattfram­ töl þeirra gjaldárin 2011 til og með 2015. Leiðréttingin varðaði félag í hennar eigu, Wintris, sem skráð er á Bresku Jómfrúaeyjum. Í erindi hjónanna til RSK kemur fram að eignir Wintris hefðu verið taldar fram sem eignir Önnu og tekjur af félaginu taldar fram sem fjármagnstekjur hennar. Þessari tilhögun hafi hún ekki breytt eftir gildistöku CFC­reglna, sem kveða meðal annars á um að greiða skuli tekjuskatt hér af hagnaði félags, eins og Wintris, sem íslenskur skattaðili á en er í lágskattaríki, árið 2011. „Í því sambandi hefði verið horft til yfirlýsts tilgangs með reglunum, sem væri að sporna við skattundan­ skotum, en kærendur hefðu talið að framtalsmáti þeirra samrýmdist þessum tilgangi,“ sagði í erindinu. Þá var tekið fram að það hefði „hugsan­ lega verið réttara“ að haga skatt­ skilum samkvæmt efni reglnanna. Með erindinu fylgdu gögn sem varða Wintris. Ákvörðun RSK fól í sér að gjaldstofn vegna tekjuskatts og útsvars var hækkaður en gjald­ stofn vegna fjármagnstekjuskatts var lækkaður. Auðlegðarskattur var endurákvarðaður en ekki kemur fram hvort það hafi verið til hækk­ unar eða lækkunar. Undu hjónin þeirri niðurstöðu. Hluti ákvörðunarinnar var kærður til yfirskattanefndar. Sneri sá hluti málsins að færslu vegna gengisbreytinga á þeim grundvelli að ekki væri til að dreifa gengis­ hagnaði eða gengisbreytingum af starfsemi Wintris. Yfirskattanefnd komst hins vegar að annarri niður­ stöðu og féllst á kröfur Önnu og Sig­ mundar. Í niðurstöðu nefndarinnar segir að skattlagning á grundvelli CFC­ reglnanna gerði ráð fyrir því að tekjur hins íslenska skattaðila vegna eignarhalds á lágskattasvæði séu skattskyldar með sambærilegum hætti og um væri að ræða starfsemi hér á landi. Frá því væru þó sérstak­ lega tilgreindar undantekningar. Taka hefði þurft sérstaklega fram ef slíkt ætti ekki að gilda um færslu gengismunar. Niðurstaðan fól meðal annars í sér að uppsafnað ónotað frádráttar­ bært tap þeirra varð 162 milljónir króna í stað 50 milljóna. Þá endur­ greiddi skatturinn þeim 25 milljónir sem áður höfðu verið ofgreiddar.  johannoli@frettabladid.is VETRARSÝNING JEEP Umboðsaðili Alfa Romeo, Chrysler, Dodge, Fiat, Fiat Professional, Jeep og Ram Trucks á Íslandi - Þverholti 6 270 Mosfellsbær - s. 534 4433 - www.isband.is - isband@isband.is - Opið virka daga 10-18 - Laugardaga 12-16 JEEP SÝNING LAUGARDAGINN 7. OKTÓBER OPIÐ 12 - 17 ® ® Í OKTÓBER FYLGJA STÆRRI VETRARDEKK ÖLLUM NÝJUM VERÐ FRÁ 4.390.000.- TRúféLög Enginn hefur enn náð stjórnartaumum í trúfélagi zúista eftir að innanríkisráðuneytið úrskurðaði í janúar síðastliðnum að Ísak Andri Ólafs son, sem verið hafði forstöðumaður frá 1. júní 2015, væri ekki réttmætur fyrirsvarsmaður félagsins. Ísak fór fyrir þeim hópi sem lofaði meðlimum zúista að fá beint í sínar hendur sóknargjöld sem ríkið greiðir fyrir hvern og einn félagsmann trú­ félaga, um tíu þúsund krónur á ári. Varð við þetta mikil fjölgun í félag­ inu sem við síðustu skráningu í taldi 2.845 meðlimi og er sjöunda stærsta trúfélag landsins og það eina án skráðs forstöðumanns. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í byrjun ágúst hefur ríkið ekki greitt út hin lögbundnu sóknargjöld til zúista frá því í febrúar 2016 vegna þess að ekki liggur fyrir hver er rétthafi í trú­ félaginu. Peningarnir bíða hins vegar félagsins þegar málin eru komin á hreint. Búast má við að í hverjum mánuði bætist um 2,6 milljónir í sjóð­ inn sem væntanlega er kominn yfir 50 milljónir króna. Ágúst Arnar Ágústsson, einn upp­ haflegra stofnefnda zúista og annar svokallaðra Kickstarter­bræðra, hefur gert kröfu um að vera skráður forstöðumaður zúista. Það er sýslu­ mannsembættið á Norðurlandi eystra sem annast slíka skráningu. Mikil töf hefur orðið á afgreiðslu kröfu Ágústs hjá sýslumannsembætt­ inu og kvartaði hann undan töfinni til umboðsmanns Alþingis. Fyrir um tveimur mánuðum fékk Fréttablaðið þær upplýsingar hjá sýslumannsemb­ ættinu að niðurstöðu væri að vænta í forstöðumannsmálinu. Þrátt fyrir margítrekuð símtöl og tölvuskeyti þangað hafa engar upplýsingar um stöðu málsins fengist síðan. Hins vegar má sjá af trúfélagalista embættisins að enn er enginn forstöðumaður skráður hjá zúistum, einu trúfélaga í landinu. Hjá umboðsmanni Alþingis var með vísan í starfsreglur neitað að gefa upplýsingar um framgang kvörtunar­ málsins þar. Hvorki náðist í Ágúst né lögmann hans í gær. – gar Enn stjórnlaust hjá zúistum sem eiga nú um 50 milljóna króna sjóð fJöLmiðLAR Tekjur Reykjavík Media námu 16,2 milljónum króna á síð­ asta ári og skilaði félagið 6,2 millj­ ónum í rekstrarafgang. Fyrirtækið er í eigu Jóhannesar Kr. Kristjánssonar fjölmiðlamanns. Fyrirtækið vann að umfangs­ mikilli fréttaumfjöllun um Panama­ skjölin og tengsl forsætisráðherra­ hjónanna fyrrverandi, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, við félagið Wintris. Fyrirtækið safnaði 100 þúsund evrum, eða sem nemur rúmum 12 milljónum króna, í gegnum fjár­ söfnunarvefinn Karolina Fund. – jhh Tekjurnar námu 16,2 milljónum Zúistar byggja á trúarbögðum Súmera til forna. NORDICPHOTOS/AFP 2,6 milljónir króna af skattfé bætast í sjóð Zúista í hverjum mánuði. Jóhannes Kr. Kristjánsson SAkAmáL Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð héraðsdóms um að Sveinn Gestur Tryggvason sitji í gæsluvarð­ haldi til 26. október næstkomandi. Þar hefur hefur hann setið síðan 8. júní síðastliðinn. Sveinn Gestur er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás þegar ráðist var á Arnar Jónsson Aspar á Æsu­ stöðum í Mosfellsbæ þann 7. júní með þeim afleiðingum að Arnar beið bana. Getur brotið sem hann er sakaður um varðað allt að sex­ tán ára fangelsi. Hann hefur ávallt neitað sök í málinu og þá hafnaði hann einnig bótakröfu í málinu við þingfestingu þess þann 14. septem­ ber. – hh Sveinn Gestur áfram í haldi Sigmundur segir leiðréttingu skattstjóra lækka skattbyrðina Leiðrétting á skattframtölum Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu fyrrverandi forsætisráðherra, skilar sér í því að hjónin greiða lægri upphæð í ríkissjóð en þau hefðu ella gert. Úrskurður yfirskattanefndar hækkar frádráttarbært ónotað tap um ríflega 110 milljónir króna. Óljóst hver heildarsparnaðurinn verður. Óljóst er hve mikill sparnaðurinn er fyrir hjónin Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur og Sigmund Davíð en hann kemur til á næstu árum sem aukafrádráttur. 3 . o k T Ó b e R 2 0 1 7 Þ R i ð J U D A g U R4 f R é T T i R ∙ f R é T T A b L A ð i ð 0 3 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :3 1 F B 0 4 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D E 4 -2 4 3 0 1 D E 4 -2 2 F 4 1 D E 4 -2 1 B 8 1 D E 4 -2 0 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 0 s _ 2 _ 1 0 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.