Fréttablaðið - 03.10.2017, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 03.10.2017, Blaðsíða 18
Þó svo Porsche hafi uppi áform um að hætta að bjóða bíla sína með dísilvélum á það sama ekki við um systurfyrirtækið Audi. Audi er nefnilega að hugleiða að bjóða næstu kynslóð Audi S6 og S7 bíla sinna með dísilvélum. Audi hefur náð mikilli sölu á SQ5 og SQ7 bílum sínum sem búnir eru öflugum dísilvélum, en SQ5 var fyrsti bíll sportdeildar Audi sem búinn var dísilvél og því var fylgt eftir með því að bjóða SQ7 jepp- ann með enn öflugri 435 hestafla dísilvél. BMW býður einnig M550d xDrive bíl sinn með öflugri dísilvél og selst hann líka vel. Stutt er víst í það að Audi muni sýna nýja kyn- slóð A6 og A7 bíla sína og verða öflugri S-gerðir þeirra fyrst í boði með bensínvélum og svo er líklegt talið að þeir verði einnig í boði með öflugum dísilvélum. Ef af því verður er ekki líklegt að V8 TDI vélin úr Audi SQ7 verði í S6 og S7 bílunum þar sem hún er of stór fyrir þá og kemst einfaldlega ekki fyrir í þeim. Líklegra er að 3,0 lítra bi-TDI V6 vélin verði í þeim, en nú er sú vél 326 hestöfl, en líklegt má telja að Audi útbúi hana í enn öflugri búningi. Audi heldur tryggð við dísilvélar í næstu kynslóð Hyundai Motor er í 35. sæti á lista yfir 40 verðmætustu fyrirtæki heims þriðja árið í röð. Fyrirtækið er nú metið á 13,2 milljarða Bandaríkjadala sem er hækkun um 5,1% frá fyrra ári. Hyundai er nú sjötti verðmætasti bílaframleiðandi heims samkvæmt alþjóðlega greiningarfyrirtækinu Interbrand. „Við leggjum áherslu á að kynna okkur sem lífsstílsfyrir- tæki frekar en bílaframleiðanda við ímyndaruppbyggingu Hyundai sem gæðaframleiðanda. Sú stefnumörkun hefur aflað okkur nýrra tækifæra á neytendamarkaði þar sem krafist er mikilla gæða og tækniframfara fyrir sanngjarnt verð,“ sagði Wonhong Cho, framkvæmdastjóri markaðs- mála Hyundai, í tilefni af birtingu skýrslu Interbrand. Kona á markað Alls seldi Hyundai Motor tæpar 4,9 milljónir ökutækja á síðasta ári, fleiri en margir helstu framleiðenda heims og hefur fyrirtækið fjórfaldað söluna síðan 2005. Auk þess að varðveita gott orðspor fyrirtækisins meðal neytenda með sölu á áreiðanlegum, hagkvæmum og sparneytnum bílum vinnur Hyundai einnig að því að styrkja stöðu sína frekar á jepplinga- markaði með nýja sportjeppanum Kona sem fengið hefur mjög góðar móttökur hjá viðskiptavinum fyrirtækisins. Nú þegar eru komnar meira en tíu þúsund pantanir í Kona. Þá hefur Hyundai einnig sett i30 á markað í sérstakri sportútgáfu sem ber heitið i30N sem án efa á eftir að láta að sér kveða í alþjóðlega ökusportinu sem er fram undan. Mikil gerjun hjá Hyundai Mikið þróunarstarf á sér stað um þessar mundir hjá Hyundai á sviði sjálfbærra samgangna og hyggst fyrirtækið kynna fimmtán græna bíla fyrir árið 2020. Liður í því markmiði er Ioniq sem kom á markað fyrr á þessu ári og fljótlega er svo von á nýjum og rafknúnum vetnisbíl. Enn fremur vinnur Hyundai að þróun sjálfakandi bíla sem von er á innan fárra ára. Huyndai á fleygiferð inn á verðmætalistana Er í 35. sæti á lista yfir 40 verðmætustu fyrirtæki heims og er nú sjötti verð- mætasti bílaframleiðandinn. Seldu alls um fimm milljónir ökutækja á síðasta ári. Vinnur að því að styrkja stöðu sína á jepplingamarkaðnum. Keppnislið Renault í Formúlu E, keppnisgrein FIA fyrir raf-knúna keppnisbíla, fór með sigur af hólmi þriðja árið í röð, en Renault hefur unnið á hverju ári síðan keppnisgreinin var sett á lagg- irnar árið 2015. Í fyrra tók Renault e.dams tvo titla þegar teymi Renault var kjörið keppnislið ársins 2016 og Sébastien Buemi ökuþór ársins. Buemi var aðeins einu stigi frá því að verða stigahæsti ökumaðurinn á fyrsta keppnisárinu í Formúlu E, þ.e. árið 2015. Keppendur Renault eru staðráðnir í að taka báða titlana aftur á næsta ári þegar fjórða ver- tíðin hefst, en víst er að samkeppnin verður harðari þá þar sem nokkur lið frá öðrum bílaframleiðendum hafa boðað þátttöku á næsta ári. Renault sigursælt í Formúlu rafbíla Volvo er nú að byggja verk-smiðju í S-Karolínu í Banda-ríkjunum og meiningin í fyrstu var að smíða þar nýju kyn- slóðina af Volvo XC60 jepplingnum. Starfsemi í verksmiðjunni, sem er fyrsta verksmiðja Volvo í Banda- ríkjunum, á að hefjast haustið 2018. Volvo hefur nú ákveðið að smíða þar einnig XC90 jeppann af næstu kynslóð hans sem koma skal árið 2021. Þessi ákvörðun kemur ef til vill ekki á óvart í ljósi þess að nú er XC90 jeppinn mest selda bílgerð Volvo í Bandaríkjunum. Þeir XC90 bílar sem seljast nú svo vel vestanhafs eru smíðaðir í Tors- landa í Svíþjóð og því mætti heil- mikið spara með því að smíða bílinn í Bandaríkjunum. Volvo mun bæta við 1.200 millj- óna króna fjárfestingu í verksmiðj- unni vegna smíði XC90 og fjölga starfsmönnum frá fyrirhuguðum 2.000 starfsmönnum í 3.900. Volvo mun smíða XC90 í Bandaríkjunum  Hyundai Kona sportjeppinn. Ný kynslóð Audi A6. JEPPADEKK fyrir felgustærðir 15 - 16 - 17 - 18 og 20 tommur Sumar stærðir eru fáanlegar sem burðardekk (D,E). Icetrack ehf. Sími 773 4334 · mtdekk@mtdekk.is www.mtdekk.is 3 . o K t ó B e R 2 0 1 7 Þ R I Ð J U D A G U R4 B í l A R ∙ F R É t t A B l A Ð I Ð Bílar 0 3 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :3 1 F B 0 4 0 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D E 4 -3 C E 0 1 D E 4 -3 B A 4 1 D E 4 -3 A 6 8 1 D E 4 -3 9 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 0 s _ 2 _ 1 0 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.