Fréttablaðið - 03.10.2017, Page 21
sekúndur í hundraðið og sneggri
en XC90 með sömu drifrás þar
sem bíllinn er talsvert léttari.
Svona tölur eiga fremur við sport-
bíla en sportjeppa og er XC60 T8
fyrir vikið alger raketta. Reyndar
telst engin þessara véla neinn
letingi og engar þeirra skortir afl.
Var það reynt í akstrinum í Barce-
lona.
Það verður að segjast að aksturs-
geta og hegðun XC60 sé enn betri
en í XC90 og svo virðist sem Volvo
hafi heilmikið lært á milli tilkomu
þessara tveggja bíla. Reyndar
hefur heyrst að sú reynsla muni
síðan einnig skila sér í nýrri
árgerðum af XC90 jeppanum.
Rásfesta og akstursgeta XC60 er
fjári góð og verður að hrósa Volvo
fyrir hve vel hefur tekist að setja
upp fjöðrun bílsins. Bíllinn er svo
hæfilega stífur en samt þægilegur
og alveg var sama hvort bíllinn
var stilltur í Comfort, Dynamic,
Off Road eða Eco akstursstill-
ingar, hann var alltaf þægilegur en
tilbúinn til átaka.
Hér er því kominn hrikalega
hæfur akstursbíll sem slær
út stóra bróðurnum XC90 og
mörgum bílum keppinautanna í
leiðinni.
XC60 T8 er vörugjaldslaus
Þegar velja skal um hvaða gerð
Volvo XC60 sé best að kaupa er
rétt að hafa í huga að skattalegrar
ívilnunar nýtur fyrir tengiltvinn-
bíla sem menga undir 50 g/km og
það á við XC60 T8. Því fæst með
þeirri gerð öflugasta og best búna
útfærsla bílsins á aðeins 700.000
krónum meira en þeirri ódýrustu.
Engin vörugjöld eru greidd af
þeim bíl. Ódýrasta gerð XC60
er með aflminni dísilvélinni og
kostar 6.790.000 krónur en XC60
T8 með öskrandi 407 hestafla
drifrás kostar 7.490.000 kr.
Hafa má einnig í huga þann
sparnað sem af því hlýst á líf-
tíma bílsins að þurfa örsjaldan
að fylla bílinn af eldsneyti, því
rafmagnið dugar eitt flesta daga
ársins. Þessi T8 gerð bílsins verður
þó ekki alveg strax í boði en ætti
að fást öðrum hvorum megin
við áramótin. Með Volvo XC60
er kominn skæður keppinautur
bíla eins og Audi Q5, BMW X3,
Við höfum opnað nýtt hjólbarðaverkstæði sem er sérhannað fyrir starfsemina, með tækjabúnaði og
aðstöðu til að veita öllum bílum fyrsta flokks hjólbarðaþjónustu. Þetta fullkomna verkstæði býður m.a. upp
á þá nýjung að vöruflutningabílar geta ekið í gegnum það. Velkomin, við dekkjum alla bíla í Breiðhöfða.
Nesdekk / Breiðhöfða 13 / 110 Reykjavík / nesdekk.is / 590 2080
STÆRÐIN SKIPTIR EKKI MÁLI!
Breiðhöfði Nýtt dekkjaverkstæði
Breiðhöfða 13
Stokkurinn í miðju bílsins vekur athygli en hann þykir heldur fyrirferðarmikill og of mikið plast í honum.
Bíllinn er mjög hljóðlátur og því er hægt að hækka vel í fallegri og hljómþýðri rokktónlist sem yljar að morgni.
Bílar
B í l a r ∙ F r É T T a B l a ð i ð 7Þ r i ð J U D a G U r 3 . o k T ó B e r 2 0 1 7
0
3
-1
0
-2
0
1
7
0
4
:3
1
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
E
4
-2
9
2
0
1
D
E
4
-2
7
E
4
1
D
E
4
-2
6
A
8
1
D
E
4
-2
5
6
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
4
0
s
_
2
_
1
0
_
2
0
1
7
C
M
Y
K