Fréttablaðið - 03.10.2017, Side 24

Fréttablaðið - 03.10.2017, Side 24
Nýja týpan af Volkswagen Polo er nú stærri en fyrsta kynslóð af Golf sem þykir sláandi tíðindi. Nýja kynslóðin er átta sentimetrum lengri en forverinn. Reynsluakstur Finnur Thorlacius finnurth@365.is Kostir oG Gallar VolKswaGeN Polo l FRamhjóladRiF l 1,0 lítRa tSi benSínvél l 95 heStöFl eyðsla frá: 4,6 l/100 km í bl. akstri mengun: 105 g/km CO2 hröðun: 7,2 sek. hámarkshraði: 187 km/klst. verð frá: 2.390.000 kr. Umboð: Hekla l Útlit l innanrými l aksturseiginleikar l Hljóðlátur l Útsýni gegnum framrúðu l Plastnotkun í stokki milli framsæta volkswagen Polo hefur verið í framleiðslu hjá Volkswagen síðan árið 1975 og hefur selst í yfir 14 milljónum eintaka. Eins og oft vill verða með nýjar kynslóðir bíla hefur Polo stækkað og er nú orðinn nokkru stærri bíll en fyrstu kynslóðir Volkswagen Golf. Polo lengist nú um 8 senti­ metra, breikkar en lækkar þó til þaksins. Hjólhafið lengist þó meira en heildarlenging bílsins og er nú 9,2 cm lengra á milli hjóla. Skott­ rými Polo stækkar líka heilmikið, eða um 71 lítra. Einna athygli­ verðast með nýja kynslóð bílsins er að nú má fá hann með stafrænu mælaborði og minnist greinarrit­ ari ekki að slíkt sé fáanlegt í öðrum svo smáum bíl. Reyndar var fyrsti bíllinn sem undirritaður sá með stafrænu mælaborði lúxusbílinn Jaguar XJ fyrir um 7 árum, en sá fyrsti sem ekki telst til lúxusbíla Volkswagen Passat fyrir ríflega tveimur árum. Þetta er til marks um það að tækni sem þótti stefnu­ markandi og sást fyrst í rándýrum lúxusbílum fyrir nokkrum árum er nú komin í smábíla. Annað óvenjulegt við Polo nú er að hann má fá með 300 vatta hljóðkerfi og telst það ekki heldur algengt fyrir smábíla að hugað sé svo vel að hljóðkerfinu. Átta vélarkostir Það verður ekki annað sagt en Volkswagen hafi lukkast vel við endurhönnun Polo, hann er í raun hrikalega laglegur smábíll, nú með örlítið hvassari línum og sport­ legri. Polo mun nú aðeins fást með 5 hurðum og 3 hurða útgáfan er horfin. Vélarúrvalið í Polo spannar allt frá 65 hestafla vél til 200 hestafla í GTI­útfærslu hans. Með 1,0 lítra vél má fá hann í 65, 75 og 95 hestafla útgáfum og sú öflugasta þeirra með forþjöppu. Seinna meir mun Polo bjóðast með 115 hestafla útgáfu með sömu 1,0 lítra vél. Allar 1,0 lítra vélarnar eru þriggja strokka. Þá verður einnig í boði 150 hestafla 1,5 lítra og fjögurra strokka vél. Vélin í tilvonandi GTI­útgáfunni verður 2,0 lítrar og 200 hestöfl og er sá bíll aðeins 6,7 sekúndur í hundraðið. Þá verður einnig í boði metanútgáfa Polo, 90 Polo verður fullorðinn Sjötta kynslóð Polo hefur stækkað, batnað, fríkkað og býðst nú í enn feiri út- gáfum en áður. Polo verður í boði í GTI-út- gáfu með 200 hestafla vél, en kemur þó síðar. hestöfl og 1,0 lítra TGI­vél. Tvær dísilvélar eru í boði, báðar 1,6 lítrar og 80 og 95 hestöfl. Það verður því um mikið vélarúrval að ræða fyrir kaupendur Polo. Velja má milli beinskiptingar og frábærrar DSG­ sjálfskiptingar. Mikið aukið innanrými Með 8 cm lengri bíl og 9,2 lengra á milli hjóla hefur innanrými bílsins eðlilega aukist mjög mikið og fer nú hrikalega vel um aftursætisfarþega, sem og þá sem fram í sitja. Þegar komið er þó inn í bílinn vekur samt mesta kátínu að sjá TFT 8 tommu active info skjáinn fyrir miðju mæla­ borðsins sem leysir af hólmi takkager fyrri kynslóðar. Eins og títt er með Volkswagen­bíla er innréttingin bæði falleg, sérlega stílhrein og gerð úr vönduðum hráefnum. Allt virðist ferlega vel smíðað og sterklegt. Þessi innrétting á greinilega að endast og það gera þær vanalega í Volkswagen­ bílum. Eins og gríðarlegt vélarúr­ valið þá má velja um 5 mismunandi gæði innréttingarinnar, allt eftir því sem menn tíma í slíkt og munar þar talsverðu í verði. Volkswagen Polo er furðu vel búinn bíll tæknilega og má nefna aðstoðarkerfi líkt og fram­ skynjara með vöktun á gangandi vegfarendum, blindsvæðaskynjara og bílastæðahjálp, sem þó er valbún­ aður. Upplýsinga­ og afþreyingarkerfi eru líka til fyrirmyndar. Ef undan ein­ hverju á að kvarta fannst mér útsýnið út úr framrúðunni skert, þaklínan of neðarlega og of fyrirferðarmiklir A­póstar. Einnig er plastnotkunin á stokknum milli framsætanna fremur fátækleg. Góður akstursbíll og hljóðlátur Eins og við mátti búast er akstur nýs Polo fágaður og góður og í raun fannst mér alltaf eins og ekið væri á Golf, en það er ekki leiður samanburður. Bíllinn er þéttur og stífur, enda stífni yfirbyggingarinnar mikið aukin milli kynslóða. Fjöðrunin er afar vel stillt og það gleður mjög farþega hvað bíll­ inn er hljóðlátur. Mjög auðvelt er að fara hratt í beygjurnar á þessum Polo og hann hallar sér afar lítið til hliðar við það. Aksturseiginleikar þessa bíls eru afar hentugir til borgaraksturs og enn skemmtilegri er aksturinn ef flýta skal sér milli borgarhluta. Nýr Polo með mjög aukið hjólhaf er þó orðinn miklu hæfari bíll til aksturs í lengri ferðum og liggur eins og klessa á þjóðvegunum. Þessir góðu eiginleikar plús allt það ágæta rými sem nú finnst í Polo, fyrir bíl sem kostar á bilinu rúmar tvær milljónir til um þriggja milljóna eftir vélar­ kosti og innréttingu, hljómar bara ansi vel. Það að eiga smábíl, eins og Polo er skilgreindur, er ekki eins og að eiga smábíl hér áður fyrr. Akstur og hegðun þessa bíls býður upp á ekkert verri tilfinningu en í mörgum öðrum bílum í millistærðarflokki. Ekki slæmt það. Von er á nýjum Polo bráðlega í haust í Heklu. Hægt er að fá 300 watta hljóðkerfi í nýjustu kynslóð Vw Polo. Með allir þessari lengingu fæst skárra rými í skottinu. Vélarúrvalið í Polo spannar allt frá 65 hestafla vél til 200 hestafla. 3 . o k t ó b e R 2 0 1 7 Þ R i Ð j U d a G U R10 b í l a R ∙ F R é t t a b l a Ð i Ð Bílar 0 3 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :3 1 F B 0 4 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D E 4 -4 1 D 0 1 D E 4 -4 0 9 4 1 D E 4 -3 F 5 8 1 D E 4 -3 E 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 0 s _ 2 _ 1 0 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.