Fréttablaðið - 16.10.2017, Qupperneq 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —2 4 3 . t ö l u b l a ð 1 7 . á r g a n g u r M á n u d a g u r 1 6 . o k t ó b e r 2 0 1 7
FrÍtt
VERTU LAUS VIÐ
LIÐVERKI
www.artasan.is
Eldborg
23. nóv. kl. 19:30
24. nóv. kl. 19:30
25. nóv. kl. 13 & 17
St. Petersburg Festival Ballet
ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands
harpa.is/thyrniros #harpa
Börn 12 ára og yngri fá 50% afslátt.
Miðasala í síma 528 5050 og á harpa.is.
Fréttablaðið í dag
skoðun Telma Tómasson skrifar
um karla sem áreita. 13
sport Dagný Brynjarsdóttir er
bandarískur meistari í fótbolta.
16
tÍMaMót Aldarfjórðungur síðan
Kári seldi frjálst kjöt. 20
lÍFið Hönnuðurinn Erdem
Moralioglu segir frá línunni sem
hann hannaði í samstarfi við
H&M. 28
plús 2
sérblöð
l Fólk
l Fasteignir
*Samkvæmt
prentmiðlakönnun
Gallup apríl-júní 2015
Síðasti dagur Hringborðs norðurslóða – Arctic Circle fór fram í Hörpu í gær en þingið hefur staðið yfir frá því á föstudaginn. Ólafur Ragnar Grímsson sleit þinginu í gær. Fréttablaðið/SteFán
kosningar Nauðsynlegt er að breyta
kosningalögum að mati formanns
landskjörstjórnar. Breytingatil
lögur starfshóps um efnið hafa legið
óhreyfðar í rúmt ár.
Um helgina dró Íslenska þjóð
fylkingin fjóra framboðslista fyrir
þingkosningarnar til baka eftir að í
ljós kom að fólk á meðmælalistum
flokksins kannaðist ekki við að hafa
ritað nafn sitt á þá. Annmarkar voru
á meðmælalistum hjá fleiri flokkum
en þeim var gefinn kostur á að færa
þá til betri vegar.
Í ágúst í fyrra skilaði vinnuhópur
um endurskoðun kosningalaga
drögum að nýju frumvarpi til kosn
ingalaga auk skýrslu um tillögur og
vinnu sína. Meðal þess sem lagt var
til var að heimilt væri að safna með
mælendum rafrænt.
„Þjóðskrá er nú með kerfi þann
ig að meðmælendur fá tilkynningu
inn á Ísland.is um undirskrift sína.
Það sem þetta strandar hins vegar á
er að fresturinn er svo stuttur að það
næst ekki að koma tilkynningunni til
fólks áður en listarnir eru staðfestir
af kjörstjórn,“ segir Kristín Edwald,
formaður landskjörstjórnar.
Að mati Kristínar myndu breyt
ingatillögurnar gera það að verkum
að ólíklegt væri að tilvik, sambærileg
þeim sem komu upp nú, gætu endur
tekið sig. Þá segir hún algjöra nauð
syn að breytingatillögurnar verði að
lögum og það sem fyrst.
„Það sem ég teldi mikilvægast
væru breytingar varðandi tímalínu í
aðdraganda kosninga og ýmsa fresti.
Þá sérstaklega varðandi framboðs
frest og kosningu utan kjörfundar.“
Nú er fyrirkomulagið svo að hægt
er að greiða atkvæði utan kjörfundar
átta vikum fyrir kjördag þótt fram
boðslistar liggi ekki fyrir fyrr en
fimmtán dögum fyrir kjördag. Eins
telur hún brýnt að kjörskrá verði
gerð rafræn svo fólk geti kosið hvar
sem er innan síns kjördæmis.
„Það átti enginn von á því að kjör
tímabilið yrði svona stutt núna og
fólk er ekki að hugsa um þetta fyrr
en líða fer að kosningum. En þetta
eru orðnar afar brýnar breytingar,“
segir Kristín. – jóe
Nauðsynlegt að breyta kosningalögum
Tillögur að breyttum
kosningalögum hafa
legið ósnertar í ár. Fram-
kvæmd atkvæðagreiðslu
utan kjörfundar, skrán-
ing á meðmælalista og
rafræn kjörskrá er meðal
þess sem þyrfti að breyta
að mati formanns
landskjörstjórnar.
neytendur Hús
móðir í Smá
íbúðahverfinu
í Reykjavík er
ósátt við gervi
vambir og vill
meira blóð í slát
urgerðina. „Hér
áður fylgdu ¾ lítrar af
blóði einu slátri en nú fylgir einn
lítri þremur slátrum. Mér finnst það
bara fúlt,“ segir Sigríður Hjálmars
dóttir, sem tekur fimm slátur í dag,
en tók tuttugu á árum áður þegar
hún var húsmóðir á barnmörgu
bóndabýli. Hún segir máltíðina
kosta rúmar 100 krónur á mann.
Fréttablaðið kannaði verð og
vöruúrval í sláturtíðinni sem
stendur nú sem hæst. Verð hefur
ekki breyst mikið en slátur
gerð er í hnignun að mati smásala
sem dásamar slátrið. – aá / sjá síðu 2
Vill meira blóð
1
6
-1
0
-2
0
1
7
0
4
:2
7
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
1
K
N
Y
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
D
F
9
-5
1
9
0
1
D
F
9
-5
0
5
4
1
D
F
9
-4
F
1
8
1
D
F
9
-4
D
D
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
4
8
s
_
1
5
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K