Fréttablaðið - 16.10.2017, Page 2

Fréttablaðið - 16.10.2017, Page 2
Veður Það er útlit fyrir haustblíðu á landinu í dag. Víða hægur vindur og léttskýjað. Hiti 3 til 8 stig, en svalara að næturlagi. sjá síðu 22 Extra hröð endurhleðsla Nýjar blýgrindur 3DX tækni Mikið kaldræsiþol Þolir mikinn aukarafbúnað Fyrir mjög kalt loftslag Veldu öruggt start með nýjum TUDOR Hans heilagleiki Bartolomeus I., patríarki af Konstanínópel á landinu Hans heilagleiki Bartólómeus I. patríarki af Konstanínópel var staddur hér á landi um helgina. Hann var viðstaddur ráðstefnu alkirkjuráðsins sem fram fór um helgina, en tók líka þátt í Hringborði norðurslóða. Patríarkinn fylgdist vel með umræðum í Skálholti á laugardag. mynd/ ólafur þórisson NeyteNdur Sigríður Hjálmarsdóttir, húsmóðir og fyrrverandi bóndi, er allt annað en sátt við slátursöluna nú til dags. „Mér finnst bara óréttlátt að fá bara gervivambir en ekki venjulegar ekta vambir. Svo eru þeir hættir með hálsæðarnar sem fylgdu alltaf með áður, segir Sigríður, en viðurkennir að þær séu vissulega ekki allra og það sé töluvert verk að hreinsa þær, „en þetta er magurt og gott kjöt, til dæmis í hakk“. Sigríður er hins vegar óánægðust með blóðmagnið sem fylgir slátri í dag. „Það hefur verið að breytast smám saman hjá þeim. Hér áður fyrr fylgdu ¾ lítrar einu slátri en nú fylgir einn lítri þremur slátrum. Mér finnst það bara fúlt,“ segir Sigríður. Sigríður tekur fimm slátur og segir þau nýtast í 20 máltíðir þegar eldað er fyrir þrjá eins og hún gerir. „Ég var að reikna út um daginn að þetta eru rúmar 300 krónur máltíðin, eða rúmar 100 krónur á mann. Þá reikna ég allt með, sviða- hausana, hjörtun og þindirnar líka. Þau hjónin voru bændur en brugðu búi fyrir þrjátíu árum. „Við vorum með fimm börn og þá tók ég tuttugu slátur. Ég hef alltaf haldið í slátur- gerðina síðan,“ segir Sigríður og segir barnabörnin sólgin í slátur, sérstak- lega með grjónagrautnum. Enda þótt eiginmaðurinn elski súra slátrið er Sigríður hætt að setja í súr. „Hann fær það bara á þorranum,“ segir Sigríður. Fréttablaðið spurðist fyrir um verð bæði meðal framleiðenda og í versl- unum. Hjá Sláturfélagi Suðurlands hefur heildsöluverðið haldist óbreytt milli ára og er 1.016 kr. án virðis- aukaskatts. Hjá Norðlenska er verðið breytilegt og fer eftir samningum við viðskiptavini, en hefur hækkað um 1,5 prósent á síðustu þremur árum. Varan sjálf er einnig nokkuð breytileg og athygli vekur sérstaklega munur á magni blóðs og mörs. Hjá SS fylgir einn lítri af blóði hverjum þremur slátrum og 2,4 kíló af mör. Hjá Norð- lenska fylgja hins vegar 2,5 lítrar af blóði hverjum þremur slátrum og þrjú kíló af mör. Sólmundur Oddsson, innkaupa- stjóri Nóatúns, segir slátursöluna hafa minnkað töluvert undanfarin 15 ár. „Það er þó alltaf ákveðinn hópur sem heldur í þessa frábæru hefð,“ segir Sólmundur og mælir mun frekar með slátrinu en nammi- barnum. Sólmundur vekur athygli á því að það er ekki bara slátrið sjálft sem vinna má í sláturtíðinni heldur ýmiss konar annar innmatur og nefnir til dæmis hreinsaðar og hakk- aðar þindar sem frábæra viðbót til að blanda með hakki og kjötfarsi. „Þar ertu komin með frábært efni til bollugerðar,“ segir Sólmundur. adalheidur@frettabladid.is Húsmæður vilja ekta vambir og meira blóð Húsmóðir í Smáíbúðahverfinu er ósátt við gervivambir og vill meira blóð í sláturgerðina. Dregið hefur úr sláturgerð á íslenskum heimilum. Máltíðin kostar rúmar 100 krónur fyrir einn. Fréttablaðið kannaði verð og úrval í sláturtíðinni. sigríður Hjálmarsdóttir hefur tekið slátur alla sína húsmóðurtíð. Hún er ósátt við þær breytingar sem eru að verða í slátursölunni. fréttablaðið/Eyþór Vara Hagkaup Nóatún Sláturpakki 5.699 kr. 4.699 kr. (5 slátur) (3 slátur) Verð (eitt slátur) 1.139 kr. 1.566 kr. Blóð 199 kr. 749 kr. 1lítri 2,5 lítrar Mör 169 kr./kg 199 kr./kg Nýru 399 kr./kg 299 kr./kg Þindar 399 kr./kg 499 kr./kg Lifur 379 kr./kg 499 kr./kg Hjörtu 579 kr./kg 499 kr./kg Ekta vambir 3 stk. 1.199 kr. 1.199 kr. ✿ dæmi um smásöluverð utaNríkismál „Ég hef látið kanna þetta mál innan ráðuneytisins,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- ráðherra um umdeildan ræðismann Íslands í Búlgaríu sem fjallað var um í Fréttablaðinu 10. og 11. október síðastliðinn. Guðlaugur segir engar skráðar upplýsingar í ráðuneytinu um þau mál sem umfjöllunin laut að. Í umfjöllun blaðsins kom fram að Tsvetelina Borislavova, sem skipuð var heiðursræðismaður Íslands í Búlgaríu árið 2006 hefur ítrekað verið orðuð við peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi í fjöl- miðlum þar ytra og að sendiherra Bandaríkjanna í Búlgaríu hafi varað bandarísk stjórnvöld við henni í skeytum sem lekið var á vefsíðu Wikileaks árið 2010. „Ég hef, að svo stöddu, ekki ástæðu til að ætla að hún geti ekki sinnt sínu hlutverki sem ræðismaður okkar í Búlgaríu, enda liggur ekkert fyrir um að hún hafi gerst brotleg við lög,“ segir Guðlaugur. Hann lætur þess getið að ræðis- menn Íslands erlendis séu á þriðja hundrað talsins og mjög mikilvægur hluti af utanríkisþjónustu Íslands. Í nýútkominni skýrslu um utanríkis- þjónustu til framtíðar, sem unnin var að hans frumkvæði, hafi verið lagt til að stofnuð yrði sérstök deild í utanríkisráðuneytinu til að styðja við ræðismenn okkar erlendis. „Þeirri tillögu var þegar hrint í framkvæmd og umsjón þessara mála er því í réttum farvegi að mínu mati, en við fylgjumst vel með framvind- unni,“ segir Guðlaugur. – aá Konsúllinn verður kyrr Guðlaugur þór lét kanna mál borislavovu. fréttablaðið/VilHElm samGÖNGur Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) beinir þeim ábendingum til Eimskips, rekstr- araðila Herjólfs, að skráningakerfi um fjölda farþega verði tekið upp á skipinu. Ábendingarnar koma fram í skýrslu vegna atviks sem átti sér stað í ferjunni milli jóla og nýárs í fyrra. Þá kom upp reykur í skipinu, vegna bilunar í loftræstiblásara, sem var mestur í almenningi. Illa gekk að rýma skipið en of fáir skipverjar voru um borð til að takast á við aðstæðurnar. Í fyrstu var talið að 132 hafi verið í skipinu en síðar kom í ljós að þeir voru alls 149. Auk áðurnefndrar ábendingar var þeim tilmælum beint til for- svarsmanna Eimskips að endur- skoða fjölda í áhöfn Herjólfs og að tryggja að fjarskiptabúnaður milli áhafnar innan skips sem utan verði lagfærður. – jóe Skráningakerfi þurfi á Herjólf 1 6 . o k t ó b e r 2 0 1 7 m á N u d a G u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 1 6 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :2 7 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D F 9 -5 6 8 0 1 D F 9 -5 5 4 4 1 D F 9 -5 4 0 8 1 D F 9 -5 2 C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 1 5 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.