Fréttablaðið - 16.10.2017, Blaðsíða 4
Tryggingastofnun
Laugavegi 114 | 105 Reykjavík
Sími 560 4400 | tr@tr.is | tr.is
P
IP
A
R
\T
B
W
A
- S
ÍA
- 173998
60+ í BSRB-salnum, Grettisgötu 89fimmtudaginn 19. október kl. 15.00.Farið verður yfir lög um almannatryggingarm.a. tekjutengingar og frítekjumörk.Skráning á tr.is.
Fræðslufundur
um rétt til ellilífeyris
stangveiði „Við ætlum að reyna að
nýta þetta svæði í uppeldi á seiðum,“
segir Esther Guðjónsdóttir, bóndi og
formaður Stóru-Laxárdeildar Veiði-
félags Árnesinga, sem freistar þess
að auka laxgengd í ánni með því að
flytja hrygningarlax upp á ófiskgeng
svæði.
Til stóð að flytja tíu laxapör upp
fyrir stóran foss til móts við Upp-
göngugil í Stóru-Laxárgljúfrum og
að ólaxgengu svæði nærri gangna-
mannaskálanum Helgaskála, sunnan
Geldingafells. Leyfi fékkst til að veiða
fiskana utan lögbundins veiðitíma
á flugu á neðsta veiðisvæði Stóru-
Laxár í byrjun október og flytja upp
eftir. Þegar upp var staðið náðust þó
aðeins þrír hængar og þrjár hrygnur
í þessari atrennu að sögn Estherar.
„Þetta er kjörlendi fyrir lax að
alast upp og vonandi fáum við meiri
laxagengd í ána á eftir,“ segir Esther
og bendir á að um sé að ræða aðferð
sem þurfi að endurtaka á hverju
hausti enda komist laxinn sem elst
þar upp ekki þangað að nýju til
hrygningar eftir að hafa gengið til
sjávar tveggja ára gamall.
„Það verður rannsakað hvort
þarna eru seiði næsta sumar. Ef
þetta virkar erum við með ágætis
lausn. Þetta er náttúrulegri aðferð og
ódýrari en að vera í klaki og kreista
hrygnur og ala upp allan veturinn,“
segir Esther.
Að sögn Estherar eru laxarnir sex
nú í kistum á ófiskgenga svæðinu.
„Við látum þá aðlagast vatninu og
hitastiginu og bíðum með að sleppa
þeim þangað til þeir eru alveg að
fara að hrygna. Það er best því þá
eru meiri líkur á að þeir séu kyrrir
þar sem þeir eru og fari ekki niður.“
Fram kemur í umsögn Hafrann-
sóknastofnunar um verkefnið að
Stóra-Laxá sé fiskgeng 41 kílómetra.
Metnir hafi verið 17 kílómetrar á
svæðinu þar fyrir ofan. „Ekki hafa öll
mögulega nýtanleg ófiskgeng svæði
verið metin en ljóst er að talsverðir
möguleikar eru til nýtingar þeirra á
vatnasvæði Stóru-Laxár,“ segir stofn-
unin. Meðalveiði í ánni síðustu tíu ár
sé 745 laxar á sumri.
Esther segir menn ekki hafa lagt
niður fyrir sér hversu mikið verkefn-
ið gæti aukið við laxagengd í Stóru-
Laxá. Aðspurð hvort ekki eigi jafn-
vel að gera fossinn við Uppgöngugil
fiskgengan segist hún sjálf spyrja sig
að því af hverju það hafi ekki verið
gert fyrir löngu. Ekki standi til að
gera það nú. „Við höfum ekki farið
út í það að raska náttúrunni þarna,“
segir hún.
Sveitarstjórn Hrunamannahrepps
gaf nýverið neikvæða umsögn til
Orkustofnunar varðandi endurnýjun
rannsóknarleyfis til Landsvirkjunar
vegna mögulegrar virkjunar með
tilheyrandi stíflugerð í efri hluta
Stóru-Laxár. Esther segist vonast til
að það mál sé þar með úr sögunni.
„Þetta myndi skerða mjög upp-
eldissvæði seiða því gljúfrin myndu
nánast þurrkast upp þar sem laxinn
hrygnir,“ útskýrir formaður Stóru-
Laxárdeildarinnar.
gar@frettabladid.is
Þrjú laxapör flutt á ófiskgeng
svæði í von um að þau hrygni
Liðsmenn Veiðifélags Árnesinga fóru á dögunum með þrjú laxapör til hrygningar á ófiskgengu svæði efst í
Stóru-Laxá. Formaður Stóru-Laxárdeildar félagsins segir þetta upphaf fimm ára tilraunar til að stækka upp-
eldissvæði laxins. Aðferðin er náttúrulegri og ódýrari en að vera í klaki og kreista hrygnur allan veturinn.
Gljúfrin í Stóru-Laxá hafa aðdráttarafl fyrir laxa og stangveiðimenn. Mynd/BjörGófur HávarðSSon
Við látum þá
aðlagast vatninu og
hitastiginu og bíðum með að
sleppa þeim þangað til þeir
eru alveg að fara að hrygna.
Esther Guðjónsdóttir bóndi
náttúra Rjúpnaveiðitímabilið hefst
daginn fyrir kjördag, þann 27. októ-
ber. Tímabilið í ár er eins og á því
síðasta, þar sem veitt er fjórar sam-
felldar helgar frá föstudegi til sunnu-
dags. Sigrún Magnúsdóttir ákvað
árið 2016 að ef forsendur myndu
lítið breytast yrði fyrirkomulagið
eins til ársins 2019.
Miðað við fjölda veiðimanna
síðustu ár er gert ráð fyrir að veiði
hvers veiðimanns eigi að vera að
meðaltali um 5-6 fuglar. Áfram er
sölubann á rjúpu og fylgir Umhverf-
isstofnun því banni eftir.
Virk vöktun er með rjúpnastofn-
inum og sér Náttúrufræðistofnun
Íslands um hana og allar rannsókn-
ir. Umhverfisstofnun ber ábyrgð á
skráningu á rjúpuveiðinni og vinna
því stofnanirnar saman að því að
meta veiðiþol stofnsins. Rjúpur eru
taldar á vorin á um 40 svæðum vítt
og breitt um landið. Aldurshlutföll í
stofninum eru metin síðsumars og á
veiðitíma.
Stærð rjúpnastofnsins er mjög
breytileg eftir árum og eftir árstíð-
um. Til að mynda er rjúpnastofninn
að hausti allt að því fjórum sinnum
stærri en hann er að vori. Veiðar á
rjúpu voru bannaðar árin 2003 og
2004 en þá var stofnstærðin í sögu-
legu lágmarki. Allt frá þeim tíma
hefur sölubann ríkt á afurðunum.
– sa
Rjúpnaveiði með sama sniði og síðustu ár
Rjúpnaveiðidagar 2017
l föstudagur 27. október
laugardagur 28. október og
sunnudagur 29. október
l föstudagur 3. nóvember
laugardagur 4. nóvember og
sunnudagur 5. nóvember
l föstudagur 10. nóvember
laugardagur 11. nóvember og
sunnudagur 12. nóvember
l föstudagur 17. nóvember
laugardagur 18. nóvember og
sunnudagur 19. nóvemberrjúpan er að margra mati ómissandi
hluti jólanna. fréttaBLaðið/Getty
Umhverfisstofnun ber
ábyrgð á skráningu á rjúpu-
veiðinni og vinna því stofn-
anirnar saman að því að
meta veiðiþol stofnsins.
KirKjan Kjósa þarf aftur milli tveggja
frambjóðenda um embætti vígslu-
biskups í Skálholtsumdæmi. Fyrri
atkvæðagreiðsla hefur þegar farið
fram og voru atkvæði talin á laugar-
daginn.
Á kjörskrá voru 979 manns og bár-
ust 605 atkvæði, sem þýðir að kosn-
ingaþátttaka var 62 prósent. Atkvæði
féllu þannig: Séra Axel Árnason hlaut
95 atkvæði, séra Eiríkur Jóhannsson
hlaut 234 atkvæði og séra Kristján
Björnsson hlaut 247 atkvæði. Sam-
kvæmt því hlaut enginn meirihluta
atkvæða og verður kosið að nýju á
milli séra Eiríks og séra Kristjáns.
Ógild atkvæði voru 24 og auðir seðlar
fimm. – jhh
Kosið aftur milli
tveggja efstu
austurríKi Sebastian Kurz, utan-
ríkisráðherra Austurríkis og for-
maður Flokks fólksins í Austurríki,
lýsti í gær yfir sigri í kosningunum í
Austurríki. Kurz, sem er 31 árs gam-
all, verður yngsti þjóðarleiðtogi í
heimi eftir kosningarnar.
Kurz lýsti yfir sigri eftir að
útgönguspár voru birtar sem bentu
til þess að flokkurinn væri með 31,5
prósent fylgi, sósíaldemókratar með
27,1 prósent og Frelsisflokkurinn
með 25,9 prósent fylgi. Flokkur
Kurz bætir við sig um sjö prósentum
atkvæða frá því í kosningum 2013.
Lokaniðurstöður verða ekki til-
tækar fyrr en miðja næstu viku. – jhh
Yngsti þjóðar-
leiðtoginn 31
árs gamall
Sebastian Kurz,
utanríkisráðherra
austurríkis
1 6 . o K t ó b e r 2 0 1 7 M á n u D a g u r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a b L a ð i ð
1
6
-1
0
-2
0
1
7
0
4
:2
7
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
F
9
-6
A
4
0
1
D
F
9
-6
9
0
4
1
D
F
9
-6
7
C
8
1
D
F
9
-6
6
8
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
8
s
_
1
5
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K