Fréttablaðið - 16.10.2017, Síða 6
Við erum ekki að
spila neinn rekstrar-
legan póker. Spilin liggja á
borðinu og við erum í mjög
góðri samvinnu við Vega-
gerðina og samgönguráðu-
neytið um þessi mál.
Elliði Vignisson,
bæjarstjóri í Vest-
mannaeyjum
K2 kuldajakki
Vatteraður kuldajakki með hettu
sem hægt er að smella af.
8.385 kr.
Verð áður: 12.900 kr.
8.385 kr.
Verð áður: 12.900 kr.
Alltaf til staðar
N1 Klettagörðum 13
og verslanir N1 um land allt
440 1000 www.n1.is
Tilboð gildir út október 2017
www.n1.is facebook.com/enneinn
35% afsláttur
Októbertilboð
K2 kuldabuxur
Vatteraðar kuldabuxur með
smekk og axlaböndum.
4.000 hektarar brenna
Í Galiciu í norðvesturhluta Spánar hafa eldar lagt undir sig meira en 4.000 hektara af landi. Þurrt veðurfar og hiti eru kjörskilyrði fyrir eldana og
enginn veit hvort hægt er að hemja þá. Villihestarnir í Boiro láta sér þó fátt um finnast og sækja sér tuggu hvar sem hún finnst. Fréttablaðið/EPa
Samgöngur Samningaviðræðum
ríkisins og Vestmannaeyjabæjar
um að síðarnefndi aðilinn taki við
rekstri Vestmannaeyjaferjunnar
miðar hægt en örugglega, að sögn
Elliða Vignissonar bæjarstjóra.
„Ráðherra hefur tekið mjög vel í
þessa hugmynd. Hann hefur þegar
falið Vegagerðinni að skila ráðu-
neytinu drögum að samningi við
okkur. Við höfum á sama tíma
verið að undirbúa okkur fyrir þess-
ar samningaviðræður og vinnum
þær með annars vegar Bonafide
lögmannsstofunni og hins vegar
Analyt ica varðandi rekstrarhag-
fræðina,“ segir Elliði. Hann vonast
til að ráðuneytið verði komið með
samningsdrögin strax í þessari viku.
„Við þekkjum þennan rekstur
alveg ágætlega, eins og hægt er í
gegnum excel-skjöl. Við teljum að
að gefnum ákveðnum forsendum
eigum við að geta rekið Vestmanna-
eyjaferju á forsendum samfélags-
ins og tryggt þær forsendur,“ segir
Elliði. Hann segir þó tvennt þurfa
til að þetta verði að veruleika án
hnökra.
„Það þarf aðra ferju sem kemur
núna í vor og síðan þarf núna klár-
lega að halda áfram að vinna Land-
eyjahöfn út úr þessum örðugleikum
sem þar hafa verið. Annars vegar
með tilliti til dýpis og hins vegar
með tilliti til þess að veita skipinu
skjól í aðsiglingu að höfninni,“
segir Elliði. Hann er bjartsýnn á að
þetta verði að veruleika og bendir
á að þær hafnir sem hann þekki
best, höfnin í Vestmannaeyjum og
höfnin í Grindavík séu fjarri því að
vera núna eins og þær voru þegar
hann var krakki. „Þannig að auð-
vitað á Landeyjahöfn eftir að þróast
og verða betri með tíð og tíma.“
Elliði segist ekki ætla að taka
rekstrarlega áhættu fyrir bæinn
með verkefninu. „Við erum ein-
faldlega að taka yfir samfélagslegt
verkefni frá ríki til sveitarfélags. Rétt
eins og við gerðum þegar við tókum
að okkur málefni grunnskóla. Vest-
mannaeyjabær tók að sér rekstur
málefna fatlaðra langt á undan
öðrum og við nálgumst þetta meira
þannig. Við erum ekki að spila
neinn rekstrarlegan póker. Spilin
liggja á borðinu og við erum í mjög
góðri samvinnu við Vegagerðina
og samgönguráðuneytið um þessi
mál og reynum að finna þeim sem
bestan farveg inn í framtíðina.“
jonhakon@frettabladid.is
Ráðherra fái drög að
samningi í vikunni
bæjarstjórinn segir að þegar tekin séu tillit til ákveðinna skilyrða ætti sveitar-
félagið að geta rekið ferjuna á forsendum samfélagsins. Fréttablaðið/StEFán
Samningaviðræður milli
Vestmannaeyjabæjar og
ríkis um rekstur Herjólfs
standa enn yfir. Bærinn
undirbýr sig með hjálp
Bonafide lögmanna og
Analytica. Bæjarstjórinn
segist ekki ætla að taka
rekstrarlega áhættu.
Jafnrétti Björk Guðmundsdóttir
sakar danska leikstjórann Lars von
Trier um kynferðislega áreitni í
stöðuuppfærslu sem hún birti á
Facebook-síðu sinni í dag. Þau
unnu saman að gerð kvikmynd-
arinnar Dancer in the Dark sem
kom út árið 2000.
„Ég er innblásin af öllum
þeim konum sem láta í sér
heyra á netinu til að láta
í mér heyra varðandi
reynslu mína af dönsk-
um leikstjóra, því ég er
frá landi sem er eitt
af þeim löndum sem
er hvað næst jafnrétti
kynjanna,“ segir Björk í
upphafi færslunnar.
Björk nafngreinir von
Trier ekki í færslu sinni en
leiða má yfirgnæfandi
líkur að því að Björk
sé að lýsa samskipt-
um sínum við hann
enda er von Trier
eini danski leikstjór-
inn sem Björk hefur
unnið með að gerð
kvikmyndar. – ae, aí
Sakar Lars um áreitni
Ég er frá landi sem
er eitt af þeim
löndum sem er hvað næst
jafnrétti kynjanna.
Björk Guðmundsdóttir
söngkona
björk
Guðmundsdóttir
heilbrigðiSmál Mæður sem orðið
hafa fyrir kynferðisofbeldi eru lík-
legri til að eignast fyrirbura heldur
en þær sem ekki hafa orðið fyrir
ofbeldi. Nýburar þeirra eru einn-
ig líklegri til að vera fluttir á vöku-
deild. Þetta sýna niðurstöður dokt-
orsrannsóknar í lýðheilsuvísindum
sem Agnes Gísladóttir varði á dög-
unum.
Ritgerðin sem ber heitið „Með-
ganga og fæðing hjá konum sem
hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi“
hafði það að markmiði að skoða
hugsanlegt samband á milli kyn-
ferðisofbeldis á unglings- eða full-
orðinsárum og áhættu á óæski-
legum þáttum tengdum meðgöngu
og fæðingu síðar á lífsleiðinni.
Í útsettum hópi voru konur sem
höfðu leitað til Neyðarmóttöku
vegna kynferðisofbeldis og höfðu að
meðaltali sex árum síðar fætt barn.
Í óútsettum hópi voru konur sem
höfðu ekki leitað til Neyðarmót-
tökunnar og voru valdar af handa-
hófi úr fæðingaskrá.
„Við skoðuðum bæði meðgöngu,
fæðingu og svo heilsuna hjá nýbur-
anum og þegar við skoðuðum með-
gönguna þá sáum við að konur sem
höfðu orðið fyrir kynferðisofbeldi
voru í aukinni áhættu á að takast
ekki að hætta að reykja. Svo voru
vísbendingar um að það væri aukin
áhætta á meðgöngusykursýki. Og
það voru vísbendingar um að það
þyrfti frekar inngrip í fæðingu,“
segir Agnes þannig að konur sem
orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi
eiga frekar á hættu að þurfa fara í
bráðakeisaraskurð. – ngy
Meiri hætta á
fyrirburum
1 6 . o k t ó b e r 2 0 1 7 m á n u D a g u r6 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð
1
6
-1
0
-2
0
1
7
0
4
:2
7
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
F
9
-7
E
0
0
1
D
F
9
-7
C
C
4
1
D
F
9
-7
B
8
8
1
D
F
9
-7
A
4
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
4
8
s
_
1
5
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K