Fréttablaðið - 16.10.2017, Blaðsíða 10
Það er gott að ráðherr-
ann komi fram með
þessa hugmynd um að hækka laun
kvennastétta og vert að ræða
alvarlega.
Þórunn Sveinbjarn-
ardóttir, formaður
BHM
Dagskrá:
13:30 -13:40 Setning málþings
Pétur Magnússon, formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu
og forstjóri Hrafnistuheimilanna
13:40-13:55 Velferðaþjónustan frá sjónarhóli sjálfstæðra rekstraraðila Anna Birna Jensdóttir, stjórnarmaður Samtaka fyrirtækja í
velferðarþjónustu og framkvæmdastjóri Sóltúns
14:10-14:25 Landspítali - hornsteinn í þjónustu við veika og aldraða Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans
14:10-14:25 Velferðarþjónustan frá sjónarhóli heimaþjónustuaðila Berglind Magnúsdóttir, skrifstofustjóri velferðasviði Reykjavíkurborgar
Stutt erindi frá stjórnmálaflokkum
Guðlaug Kristjánsdóttir, Björt framtíð
Hildur Sverrisdóttir, Sjálfstæðisflokki
Jón Þór Ólafsson, Pírötum
Oddný G. Harðardóttir, Samfylkingu
Steinunn Þóra Árnadóttir, Vinstri græn
Þorsteinn Víglundsson, Viðreisn
Að framsögum loknum verða pallborðsumræður
Fundarstjóri: Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir,
formaður Landssambands eldri borgara.
Hver á stefna Íslands
í þjónustu við veika
einstaklinga og aldraða
að vera?
Málþing á vegum Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu.
Pétur Magnússon Anna Birna
Jensdóttir
Jón Þór ÓlafssonHildur Sverrisdóttir
Páll Matthíasson
Oddný G.
Harðardóttir
Berglind
Magnúsdóttir
Steinunn Þóra
Árnadóttir
Guðlaug
Kristjánsdóttir
Þorsteinn
Víglundsson
Þórunn H.
Sveinbjörnsdóttir
Allir velkomnir,
aðgangur ókeypis
Málþingið verður haldið á Icelandair Hótel Reykjavík Natura,
Þingsal 2, mánudaginn 16. október kl. 13:30-15:45
Málþing
Hótel Natura
Mánudaginn
16. október
13:30-15:45
Vinnumarkaður Þorsteinn Víg-
lundsson jafnréttismálaráðherra vill
hækka laun kvennastétta meira en
annarra stétta í næstu kjarasamn-
ingaviðræðum sem eru handan við
hornið. Þórunn Sveinbjarnardóttir,
formaður BHM, er áfram um þá hug-
mynd.
Konur eru að meðaltali með 13
prósent lægri laun en karlar. Að mati
Þorsteins bera fjölmargar kvenna-
stéttir mikla ábyrgð í erfiðum störf-
um sem krefjast langrar menntunar.
„Hér erum við að tala um fjölmenna
hópa á borð við grunn- og leikskóla-
kennara, hjúkrunarfræðinga og svo
mætti áfram telja. Tilraunir til að
leiðrétta einstaka hópa hafa iðu-
lega leitt af sér sömu launakröfur hjá
öðrum stéttum,“ segir Þorsteinn.
„Það er gott að ráðherrann komi
fram með þessa hugmynd og vert að
ræða alvarlega. Sautján aðildarfélög
BHM eru með lausa samninga við
ríkið og þar innan um eru kvenna-
stéttir sem þarf að leiðrétta. Hafa
ber í huga að þær kvennastéttir sem
þurfa leiðréttingu launa sinna eru
háskólamenntaðar stéttir,“ segir
Þórunn. „Ég hef viðrað álíka hug-
myndir áður við SALEK-borðið en
þær hugmyndir hlutu ekki náð þá.“
Þórunn segir tímasetningu þessara
hugmynda ekki koma á óvart. „Þótt
þessar hugmyndir dúkki upp nú, aug-
ljóslega í ljósi komandi kosninga, er
samt vert að ræða þær af alvöru og
vonandi er vilji til þess að hækka
laun kvennastétta í þessu landi,“ segir
Þórunn.
„Eina leiðin til að hægt verði að
leiðrétta kjör þessara stétta er víð-
tæk sátt allrar verkalýðshreyfingar-
innar og ríkis og sveitarfélaga,“ segir
Þorsteinn og vill beita sér fyrir því
að eyða kynbundnum launamun á
íslenskum vinnumarkaði. „Greina
verður hver þessi launamunur er og
á grunni slíkrar greiningar að semja
um hvernig hann verði lagfærður án
þess að aðrir hópar innan verkalýðs-
hreyfingarinnar geri kröfu um sömu
hækkanir.“ sveinn@frettabladid.is
Laun kvennastétta hækki umfram aðra
Þorsteinn Víglundsson telur æskilegt að kvennastéttir fái launahækkun í komandi kjaraviðræðum umfram aðra hópa. Formaður BHM
segir gott að ráðherra sé kominn í lið með sér hvað það varðar. Hugmyndirnar séu þó augljóslega komnar upp vegna kosninganna.
Skilgreina þarf sérstaklega kvennastéttir og hækka þeirra laun meira en hinna
að mati Þórunnar og Þorsteins. Fréttablaðið/Vilhelm
Samfélag Velferðarsvið Reykjavíkur-
borgar hefur ákveðið að ítreka upp-
lýsingar um afsláttarkort fyrir fatlaða
nemendur til starfsfólks í Ferða-
þjónustu fatlaðs fólks, til kynningar
fyrir notendur þjónustunnar. Þetta
kemur fram í tilkynningu vel-
ferðarsviðs til Fréttablaðsins í tilefni
umfjöllunar blaðsins síðastliðinn
föstudag um hagstæð kjör á akst-
ursþjónustu sem Reykjavíkurborg
býður upp á fyrir fatlaða nemendur
en voru ekki kynnt notendum.
Í frétt blaðsins var rætt við Ástu
K. Ólafsdóttur, móður fatlaðs fram-
haldsskólanema, sem greiddi marg-
falt hærri fargjöld fyrir son sinn en
stóðu til boða, vegna þess að ákveð-
ið var að kynna þau ekki fyrir not-
endum á meðan þau voru í endur-
skoðun.
Í tilkynningunni kemur fram
að borgin vildi að kortin yrðu kynnt
á vefsíðu Strætó bs. og unnt yrði að
sækja um þau þar. Strætó hafi hins
vegar tekið ákvörðun um að kynna
kortin ekki á sínum vef þar sem
önnur sveitarfélög á höfuðborgar-
svæðinu buðu ekki upp á þessi kjör.
Þá kemur einnig fram í tilkynn-
ingunni að ráðgjafar borgarinnar í
aksturs- og ferðaþjónustu hafi fengið
upplýsingar um nemakortin eftir að
velferðarráð tók ákvörðun í júní
2016 um að bjóða upp á þau fyrir
fatlaða nemendur í framhalds- og
háskólum. Þær upplýsingar hafa nú
verið ítrekaðar til ráðgjafanna. – aá
Bæta kynningu vegna
korta fyrir nemendur
Strætó sér um akstursþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Fréttablaðið/SteFán
Stjórnmál Nokkrir nafntogaðir
Sjálfstæðismenn hafa gagnrýnt mál-
flutning Ásmundar Friðrikssonar,
þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um
málefni hælisleitenda. Ásmundur
sagði í grein sem birtist í Morgun-
blaðinu að ræða þurfi kostnað vegna
hælisleitenda. Heimafólk líði fyrir
fjölgun hælisleitenda á Íslandi.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,
ritari Sjálfstæðisflokksins, segir á
Twitter-síðu sinni að stefna Sjálf-
stæðisflokksins sé skýr, en þar segi
að móttaka flóttamanna sé sjálfsögð.
Deilir hún um leið myndbandi
þar sem Bjarni Benediktsson, for-
maður Sjálfstæðisflokksins, segir
Sjálfstæðisflokkinn vilja taka á móti
flóttafólki og að Ísland geri sitt til að
takast myndarlega á við flóttamanna-
vandann. Þordís Kolbrún Reykfjörð
Gylfadóttir, starfandi iðnaðar- og
nýsköpunarráðherra Sjálfstæðis-
flokksins, endurbirtir tíst Áslaugar.
Magnús Sigurbjörnsson, fyrr-
verandi framkvæmdastjóri borgar-
stjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins
og bróðir Áslaugar, segir tilefni hafa
gefist til yfirstrikana og í sama streng
tekur Davíð Þorláksson, fyrrverandi
formaður Sambands ungra sjálf-
stæðismanna. – bo, kó
Gagnrýna Ásmund
ásmundur
Friðriksson
þingmaður.
1 6 . o k t ó b e r 2 0 1 7 m á n u D a g u r10 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð
1
6
-1
0
-2
0
1
7
0
4
:2
7
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
F
9
-6
5
5
0
1
D
F
9
-6
4
1
4
1
D
F
9
-6
2
D
8
1
D
F
9
-6
1
9
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
4
8
s
_
1
5
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K