Fréttablaðið - 16.10.2017, Blaðsíða 16
Fótbolti Dagný Brynjarsdóttir varð
meistari í þriðja landinu á laugar-
dagskvöldið þegar hún og félagar
hennar í liði Portland Thorns
tryggðu sér bandaríska meistara-
titilinn með 1-0 sigri á deildar-
meisturum North Carolina Courage
í úrslitaleik.
Dagný hafði áður orðið Íslands-
meistari í fjórgang og svo þýskur
meistari með Bayern München. Þá
bættist hún í hóp þeirra leikmanna
sem hafa bæði unnið meistaratitil-
inn í háskóladeildinni og atvinnu-
mannadeildinni.
Árið sem hún byrjaði, meidd og
í algjöri óvissu, er því að enda frá-
bærlega og íslenska landsliðskonan
segist loksins vera búin að ná fullum
styrk eftir meiðslin.
Meidd í nokkra mánuði
„Við kláruðum þetta og þetta var
mjög ljúft. Næstum því helmingur-
inn af liðinu þeirra er jafnstór og ég
og þær dældu boltum inn í teig. Það
lá svolítið á okkur en við kláruðum
þetta,“ sagði Dagný um úrslitaleik-
inn en það hefur líka reynt mikið á
íslensku landsliðskonuna í ár.
„Þetta er búið að vera ógeðlega
erfitt ár fyrir mig. Ég var meidd í
nokkra mánuði og það var ekki víst
hvort ég myndi ná EM. Svo náði ég
EM og núna er ég loksins upp á mitt
besta eftir að vera búin að ná því að
spila í nokkra mánuði,“ segir Dagný.
Hún var þarna að vinna sinn ellefta
stóra titil á ferlinum og þekkir því
vel að vera með gull um hálsinn.
Þessi er risastór
„Vonandi heldur þetta bara áfram
svona þangað til ég hætti. Maður er
ekkert að hata þetta. Ég er í þessu til
að vinna titla og þetta er geggjað,“
segir Dagný en er þessi titill eitthvað
öðruvísi en allir hinir?
„Auðvitað er þessi risastór.
Margir af bestu leikmönnunum í
heimi spila í þessari deild og mér
finnst þetta klárlega vera erfiðasta
deildin sem ég hef spilað í. Ég held
samt að það sé sama hvaða titil
maður vinnur því þetta er alltaf
jafn sætt,“ segir Dagný en bætir við:
„Af því að þetta er búið að vera erfitt
ár þá var þessi kannski extra sætur.
Ég er ekki mikið að grenja fyrir
framan fólk en ég átti erfitt með mig
eftir leik. Ég viðurkenni alveg að ég
þurfti að halda aftur af tárunum,“
segir Dagný.
Táraðist
næstum því í
leikslok eftir
ógeðslega
erfitt ár
Dagný Brynjarsdóttir vann sinn ellefta stóra titil á
ferlinum um helgina þegar hún varð bandarískur
meistari með Portland Thorns. Hún er fyrsti Íslend-
ingurinn sem verður bandarískur meistari í fótbolta.
Dagný Brynjarsdóttir í leik með íslenska landsliðinu. FréttaBlaðið/Getty
11 stórir titlar Dagnýjar
Brynjarsdóttur
2007 Íslandsmeistari með Val
2008 Íslandsmeistari með Val
2009 Íslandsmeistari og bikarmeist-
ari með Val
2010 Íslandsmeistari og bikarmeist-
ari með Val
2011 Bikarmeistari með Val
2014 Bandarískur háskólameistari
með Florida State
2015 Þýskur meistari með Bayern
München
2016 Deildarmeistari með Portland
thorns
2017 Bandarískur meistari með
Portland thorns
Já, árið 2017 er búið að reyna á
þessa 26 ára gömlu knattspyrnu-
konu. „Á tímabili vissi ég hvort ég
gæti spilað fótbolta á árinu. Það
fann enginn út hvernig ég átti að
verða betri en einhvern veginn fór
þetta að koma. Þá varð ég að koma
mér aftur í gang því ég var frá í fimm
mánuði. Það tók sinn tíma að koma
sér aftur af stað,“ segir Dagný.
„Ég var klár fyrir EM en ég var ekki
upp á mitt besta. Ég hef aldrei spilað
ár sem hefur tekið eins mikið á og
þetta, bæði fótboltalega og líkam-
lega. Þetta er búið að vera erfitt en
ég er með góðan stuðning heima í
vinum og fjölskyldu og liðsfélögum.
Það er búið að hugsa vel um mig,“
segir Dagný og nefnir líka landsliðið
og gamla þjálfarann hennar heima
á Íslandi.
Hún horfir til næstu landsleikja
og undankeppni HM og segir að
árangur karlalandsliðsins og far-
seðill þeirra á HM í Rússlandi gefi
stelpunum aukinn kraft.
ef þeir geta það þá getum við
„Karlarnir náðu þessu eftir að hafa
verið í erfiðum riðli það gefur
okkur trú. Ef þeir geta þetta þá
eigum við alveg að geta þetta. Von-
andi tökum við þrjú stig í báðum
þessum landsleikjum og þá fer ég
virkilega sátt í smá frí,“ segir Dagný
en segist þó ekki þurfa langt frí.
„Ég byrjaði ekki að æfa á fullu fyrr
en í lok maí. Ég þarf nú varla neitt
frí. Ég get ekki beðið eftir að komast
heim og fara á aukaæfingar. Ég er
strax byrjuð að semja við þjálfarana
heima um að taka mig á aukaæf-
ingar,“ segir Dagný að lokum. ooj@
frettabladid.is
Þjálfarinn hló ekki að brandara Dagnýjar
Dagný Brynjarsdóttir er fjölhæfur leikmaður sem getur spilað margar
stöður á vellinum þótt að hún vilji sjálf helst vera inn á miðjunni. Þennan
hæfileika hennar hefur Mark Parsons, þjálfari Portland Thorns, nýtt sér
til hins ýtrasta. „Ég var að spila í dag sem vængbakvörður,“ sagði Dagný
um hennar hlutverk eftir að hún kom inn á í úrslitaleiknum.
„Ég er búin að spila í öllum stöðum nema í marki. Ég grínaðist með það
á æfingu í fyrradag og spurði þjálfarann hvort að ég væri ekki örugglega
þriðji markvörður,“ sagði Dagný hlæjandi en bætti svo við: „Þjálfaranum
fannst það ekki mjög fyndið en liðsfélögunum mínum fannst það
fyndið,“ sagði Dagný.
Fórnaði sigurveislunni fyrir íslenska landsliðið
Dagný Brynjarsdóttir gat ekki tekið þátt í sigurveislunni heima í Portland
því hún var strax komin með hugann við tvo mikilvæga leiki íslenska
landsliðsins í undankeppni HM. Dagný fékk reyndar að taka þátt í smá
fögnuði í Orlando eftir leikinn en svo flaug allt Portland-liðið heim. „Ég
fæ að njóta síðustu klukkutímanna í Flórída. Kærastinn minn er hérna
og ég á svo flug í gegnum Ísland klukkan sjö annað kvöld (í gær). Ég verð
í klukkutíma á Íslandi og svo flýg ég til Frankfurt á mánudagsmorgni (í
morgun),“ segir Dagný.
„Það eru svakalegir leikir fram undan hjá okkur í landsliðinu. Þó að
maður hefði alveg viljað vera hér úti í fögnuðinum þá er mikilvægt að ég
komist sem fyrst til Evrópu upp á að venjast tímamismuninum svo ég
verði fersk þegar ég hitti landsliðið og svo er stutt í landsleikinn á föstu-
daginn,“ segir Dagný.
Nýjast
FH áFram eFtir Framlengingu
FH-ingar komust í gær áfram í EHF-
bikar karla í handbolta eftir mikla
dramatík og framlengdan seinni leik
á móti liði Sankti Pétursborgar úti í
Rússlandi. FH tapaði reyndar 37-33
í gær en vann 65-64 samanlagt. FH
vann fyrri leikinn 32-27 en Rússarnir
unnu seinni leikinn með sama mun
og því þurfti að framlengja. FH-liðið
vann framlenginguna 6-5 og tryggði
sæti í þriðji umferð forkeppninnar.
Ágúst Elí Björgvinsson varði frábær-
lega á úrslitastundu í lokin og Einar
Rafn Eiðsson innsiglaði sætið í næstu
umferð í næstu sókn með sínu átt-
unda marki í leiknum. Nýi landsliðs-
maðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson
átti mjög góðan leik og skoraði sex
mörk eins og Ísak Rafnsson.
ÓlaFur og Óli skriFuðu undir
Pepsi-deildarliðin FH og Grindavík
gengu um helgina frá þjálfaramálum
sínum um helgina.
Ólafur H. Krist-
jánsson er kominn
aftur í Kaplakrika
eftir 22 ára fjarveru
en þegar hann
yfirgaf félagið 1995
þá var fyrirliði og þriðji
leikjahæsti leikmaður félagsins.
Ólafur tekið við liði FH af Heimi
Guðjónssyni sem vann sex stóra titla
á tíu árum og endaði bara einu sinni
utan topp tvö. Ólafur gerði þriggja
ára samning. Óli Stefán Flóventsson
framlengdi samning sinn við Grinda-
vík um tvö ár. Óli Stefán hefur komið
að þjálfun Grindavíkur í þrjú ár, fyrst
sem aðstoðarþjálfari hjá Tommy
Nielsen og síðan sem aðalþjálfari frá
haustinu 2015.
evrÓpugull þriðja árið í röð
Fanney Hauksdóttir varð um helgina
Evrópumeistari í bekkpressu þriðja
árið í röð þegar hún vann 63 kílóa
flokk á Evrópumeistaramótinu í
bekkpressu á La Manga á Spáni.
Fanney lyfti nokkuð auðveldlega
155 kg í fyrstu tilraun, sem gaf henni
öruggt forskot á næsta keppanda.
Hún reyndi svo tvívegis við bætingu
á Norðurlandametinu með 160 kg,
en náði því ekki. Þetta eru tíundu
verðlaun Fanneyjar á EM og HM í
bekkpressugrein frá því að hún hóf
að keppa á alþjóða-
mótum árið 2013.
Hún hefur á
þessum fjórum
árum unnið
fern gullverð-
laun og þrenn
silfurverðlaun í
opnum aldurs-
flokki og
tvenn
gullverð-
laun
og ein
brons-
verð-
laun í
flokki
ungl-
inga.
Þvìlìkt lið!!! Rùssarnir
Sigraðir! Bring on Europe!!!
Geggjaðir FH ingar.
Tryggvi Rafnsson
@tryggvi_th
Risa hrós á FH fyrir að
klára þetta. Andlega hliðin
vel stillt í erfiðum útileik.
Ásgeir Jónsson
@sonurjons
1 6 . o k t ó b e r 2 0 1 7 M Á N U D A G U r16 S p o r t ∙ F r É t t A b l A ð i ð
SpoRt
1
6
-1
0
-2
0
1
7
0
4
:2
7
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
F
9
-7
4
2
0
1
D
F
9
-7
2
E
4
1
D
F
9
-7
1
A
8
1
D
F
9
-7
0
6
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
4
8
s
_
1
5
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K