Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2017, Blaðsíða 10
Vikublað 24.–26. janúar 201710 Fréttir
Hassið Hefði ekki fundist við
Hefðbundna tollafgreiðslu
n Aðaláhersla íslenskra tollyfirvalda að stöðva innflutning n Óljóst hvað felist í umræðu um aukið eftirlit með grænlensku smygli
Þ
au 20 kíló af hassi sem
fundust um borð í græn-
lenska togaranum Pol-
ar Nanoq við leit lögreglu
um borð í togaranum að-
faranótt fimmtudags í tengslum
við rannsókn á hvarfi Birnu Brjáns-
dóttur hefðu líklega ekki fundist
við hefðbundna tollafgreiðslu, að
sögn Snorra Olsen tollstjóra. Í um-
ræðunni hefur verið að auka þurfi
eftirlit og leit um borð í skipum sem
leggja að landi vegna málsins en
Snorri segir að íslensk tollyfirvöld
leggi aðaláherslu á að koma í veg
fyrir innflutning á fíkniefnum til Ís-
lands, en að hafa eftirlit með skipum
sem hér eiga leið um með ólöglegan
varning. Samtök atvinnulífsins (Su-
lisitsisut) í Grænlandi hafa viðr-
að þá hugmynd að farið verði þess
á leit við íslensk stjórnvöld að eft-
irlit og leitir um borð í grænlenskum
skipum á Íslandi verði auknar til að
koma í veg fyrir fíkniefnasmygl.
Rætt við tollstjórann í Grænlandi
Snorri segir að enn sé allt á huldu
um útfærslur þessara hugmynda
Sulisitsisut og hann hafi ekki heyrt í
þeim. Hann kveðst þó hafa átt sím-
fund með tollstjóranum í Græn-
landi og segir að fyrir liggi að farið
verði yfir þessi mál og hvort ástæða
sé til að grípa til einhverra aðgerða.
„Við erum tilbúnir að ræða slíkt
samstarf en aðaláhersla okkar sem
íslensk tollyfirvöld er að koma í veg
fyrir að menn flytji fíkniefni til Ís-
lands og það sama á væntanlega
við í Færeyjum og Grænlands. En ef
menn eru að nota landið sem við-
komustað þá reyna menn að grípa
inn í ef þeir vita af því.“
Ekkert tékk í hverri höfn
Samhliða þeim voveiflegu atburð-
um sem urðu til þess að Birna
Brjánsdóttir fannst látin á sunnu-
dag, eftir að hafa verið saknað í
rúma viku, hefur umræða um fíkni-
efnasmygl um borð í skipum einnig
verið áberandi. Þar furða margir
sig á því að skip fullt af fíkniefnum
geti legið við höfn hér á landi og
skipverjar sem hugsanlega tengist
smyglinu valsað hér um. Í mörg-
um fyrirspurnum vegna málsins
sem DV hefur borist er oft nefndur
samanburðurinn við flugsamgöng-
ur þar sem eftirlit sé strangt. Snorri
segir aðspurður um þetta að um sé
að ræða ólíka hluti.
„Skip sem kemur til landsins er
almennt tollafgreitt á fyrstu höfn
sem það kemur. Þar fer fram sú
tollskoðun sem við teljum eðlilega
miðað við þær upplýsingar sem
við höfum –sem getur verið mjög
breytilegt. En eftir að búið er að
tollafgreiða þessa aðila þá eru þeir
í raun frjálsir ferða sinna. Þeim er
heimilt að sigla milli hafna og það
er engin ákveðin tollafgreiðsla sem
fer fram þegar þeir koma í næstu
höfn eða á meðan þeir eru í höfn á
þeim stað. Þegar skipið fer frá síð-
ustu höfn er það tollafgreitt aftur. En
þess á milli eru menn nokkuð frjáls-
ir ferða sinna. Það er þetta áhættu-
mat sem við þurfum að fara í gegn-
um hverju sinni, hvaða aðgerðir við
teljum að sé við hæfi að fara í.“
Áherslan hér á að stoppa
innflutning
Snorri segir þó að aðalforgangur toll-
yfirvalda tengist innflutningi.
„Við leggjum meiri áherslu á að
koma í veg fyrir innflutning á fíkni-
efnum til Íslands heldur en að hafa
eftirlit með því þó að skip sem er á
leið framhjá Íslandi, þó það stoppi
hérna, sé með einhvern ólöglegan
varning. Ef hann er ekki að koma í
land hérna. Ég er alls ekki að segja
að okkur sé sama, en auðvitað er það
svo eins og alls staðar að menn hafa
ekki endalausan mannafla til að gera
allt. Það er forgangsraðað frekar í það
sem er hugsanlega að koma til lands-
ins en það sem er að fara frá landi.“
Hefði líklega ekki fundist
Aðspurður hvort fíkniefnafundurinn
um borð í Polar Nanoq hafi komið
honum á óvart segir Snorri að svona
nokkuð komi mönnum alltaf á óvart,
þó það ætti kannski ekki að gera það.
En tilgangur leitarinnar um borð í
umræddu skipi hafi auðvitað ekki
verið að leita að fíkniefnum.
„Ég myndi halda að við hefð-
bundna tollafgreiðslu hefði þetta
ekki fundist, við erum ekki að leita í
vörum eða varningi sem raunveru-
lega er verið að flytja milli landa og
er hvorki að koma hingað í land eða
tala nú ekki um þegar uppruninn
er ekki Ísland, þá erum við lítið að
skipta okkur af slíkum vörum. Það
eru vörur í „transit“, eins og við köll-
um það og það er auðvitað tollyfir-
völd í viðkomandi landi sem þurfa
að hafa áhyggjur af því. En við erum
í mjög góðum samskiptum við toll-
yfirvöld í bæði Grænlandi og Fær-
eyjum líka. Það eru miklar siglingar
milli þessara landa og deilum upp-
lýsingum, sérstaklega þegar svona
mál koma upp. Við förum yfir málin
og ræðum hvað við getum gert til að
koma í veg fyrir að svona hlutir séu
í gangi.“
En nema að tollyfirvöld hér hafi
sterkar vísbendingar eða ábendingar
um fíkniefni um borð í skipum í ein-
hverju magni, hvort heldur sem til
innflutnings á Íslandi annað seg-
ir Snorri að í raun sé ekkert reglu-
bundið tékk umfram það sem áður
var nefnt. Það sé ekki nema í undar-
tekningartilfellum, eða að sterkar
vísbendingar séu um að þar sé eitt-
hvað að finna, sem það sé ráðist í ít-
arlega leit. n
Sigurður Mikael Jónsson
mikael@dv.is
„Það er forgangs-
raðað frekar í það
sem er hugsanlega að
koma til landsins en það
sem er að fara frá landi.
Talsvert magn af hassi Um 20 kíló af hassi fundust við leit lögreglu um borð í togaranum Polar Nanoq í tengslum við rannsókn á hvarfi
Birnu Brjánsdóttur. Tollstjóri telur ólíklegt að hefðbundin tollafgreiðsla hefði leitt smyglið í ljós. Mynd HöRðuR BJöRGvinSSon
Okkar kjarnastarfssemi er
greiðslumiðlun og innheimta.
Hver er þín?
515 7900 | alskil@alskil.is | alskil.is
Síðan 2006