Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2017, Blaðsíða 14
Vikublað 24.–26. janúar 201714 Fréttir Erlent
um afdrif mH370
N
ú hefur leitinni að flugvél
Malaysian Airlines, sem hvarf
sporlaust fyrir þremur árum,
verið hætt. Flug MH370 lagði
af stað frá Kuala Lumpur þann 8.
mars árið 2014 og var ætlað að lenda
í Bejing, vélin hvarf hins vegar með
dularfullum hætti. Enn hefur engin
niðurstaða komið um afdrif flug-
vélarinnar og þeirra 239 farþega sem
voru um borð. Eftir áralangar rann-
sóknir hafa ýmsar kenningar komið
fram en þrátt fyrir það hefur leitinni
nú verið opinberlega hætt. Munu
örlög vélarinnar reynast ráðgáta um
ókominn tíma eða getur ein af sam-
særiskenningum sem fréttaveitan
The Mirror setti fram skýrt málið? n
1 CIA er ábyrgt, heldur fyrrv. for-sætisráðherra Malasíu fram
Hinn 88 ára gamli Mathathir Mohamad
ásakaði leyniþjónustuna í Bandaríkjunum,
CIA, um samsæri og skrifaði í bloggfærslu
sinni: „Einhver er að fela eitthvað. Það er
ósanngjarnt að MAS [Malaysian Airlines]
eða Malasía beri sökina.“ Hann
heldur því fram að
leyniþjónustan
hljóti að hafa
vitað um
staðsetn-
ingu flugs
MH370. Ef
staðsetn-
ingarkerfi
vélarinnar
hefur bilað
hljóti annað-
hvort fyrirtæk-
ið Boeing eða
stjórnvöld í Banda-
ríkjunum að hafa fengið
upplýsingar um það. Mohamad telur að ef
um flugrán hafi verið að ræða hefði verið
mögulegt að grípa inn í og koma í veg fyrir
hvarf vélarinnar og skrifaði: „Augljóslega
hefði Boeing og ákveðnar stofnanir burði til
að yfirtaka farþegaflug líkt og MH370 var.“
2 Flugrán Afgana? Rússneskir fjölmiðlar greindu frá því að flugvél
MH370 hefði verið rænt af afgönskum
hryðjuverkamönnum. Þar er haldið fram
að óþekktur aðili um borð í vélinni hafi
tekið yfir flugið og lent vélinni í Afganistan.
Farþegunum 239 og áhöfninni var í kjölfarið
haldið í gíslingu en búi núna í moldarkofum
með nánast ekkert að borða. Þetta kom
fram í rússnesku fréttaveitunni Moskovsky
Komsomolets. Þar kom fram að heim-
ildarmaður úr afganska hernum hafi greint
fréttaveitunni frá því að flugvélinni hafi
verið rænt. Þar er jafnframt tilgreint að
vitað sé um nafnið á hryðjuverkamanninum
sem á að hafa stjórnað fluginu, Hitch.
3 Sjálfsmorðstilraun? Getur verið að rekja megi hvarfið til sjálfs-
morðs annars flugmannanna? Hingað
til hafa engin sönnunargögn fundist
um að flugmennirnir, þeir Zahare
Ahmad Shah og Fariq Abdul Ha-
mid, séu sekir um örlög flugsins.
Shah hefur þó legið undir grun
því fyrir flugið þann 8. mars 2014
virðist hann hafa hreinsað út öll
framtíðarplön í dagbókinni sinni.
Talsmaður Malaysia Airlines
sagði því á móti að Shah hafi verið
einstaklega ábyrgur flugmaður
með afburðaferil að baki. Hann sagði
jafnframt: „Við höfum enga ástæðu til
að halda að eitthvað, einhverjar aðgerðir,
hafi átt sér stað innan áhafnarinnar sem
orsakaði hvarf flugvélarinnar.“ Lögreglan í
Malasíu hefur einnig kannað hvort einhver
farþeganna eða aðrir úr áhöfninni glímdu
við geðræn vandamál og gætu hafa átt sök
á máli, en án árangurs.
10 kenningar
Blaðamannafundur með kínverskum ættingjum í janúar 2017 Þeir lýsa yfir sorg
og reiði vegna þess að stjórnvöld Ástralíu, Malasíu og Kína tilkynntu um að rannsókn væri
lokið þann 17. janúar 2017. Mynd EPA
Heiða Vigdís Sigfúsdóttir
heida@dv.is
Atvinna í boði á einum
skemmtilegasta
vinnustað landsins
Á markaðsdeild DV er í
boði starf fyrir góðan og
harðduglegan starfsmann.
Hæfniskröfur: Viðkomandi þarf að vera
skemmtilegur, jákvæður, harðduglegur,
samviskusamur, heiðarlegur, ábyrgur,
úrlausnamiðaður, hafa áhuga á
sölumennsku og markaðsmálum.
Laun eru árangurstengd. Góð laun í boði
fyrir góðan og duglegan sölumann.
Umsóknir sendist á steinn@dv.is