Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2017, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2017, Blaðsíða 30
Vikublað 24.–26. janúar 201722 Menning Göldrótt orð og skrifstofa glundroðans n Ásta Fanney Sigurðardóttir hlýtur Ljóðstaf Jóns úr Vör n Magnar upp Þ að fangar ekki alveg kraftinn í því sem Ásta Fanney Sig- urðardóttir gerir að kalla það ljóðlist. Hún er frekar eins og galdrakona sem magnar upp töframátt orða. Hún er með glitr- andi nærveru og er ofurnæm á ork- una í kringum sig. Ljóðagjörningar hennar felast í því að skynja andrúms- loftið í hópnum sem hún er að per- forma fyrir eða með. Hún varpar orð- um eða athöfnum inn í aðstæðurnar og sprengir þær algjörlega upp. Það er eitthvað óendanlega spennandi við að upplifa þetta, en á sama tíma ógnvæn- legt – eitthvað svo hættulegt – því mað- ur veit aldrei hverju er von á. Allt getur gerst. Stundum upplifir maður eitt- hvað fallegt, oft eitthvað fyndið, stund- um óþægilega vandræðalegt eða jafn- vel óbærilega leiðinlegt, en alltaf er þetta uppfullt af einhverjum ákafa og krafti sem er allt of sjaldgæfur í heim- inum. Ásta Fanney Sigurðardóttir er alin upp í Reykjavík, stundaði nám í myndlist við Listaháskóla Íslands, var einn stofnmeðlima Kunstschlager- hópsins, sem hélt úti sýningarrými og vinnustofum á Rauðarárstíg um nokkurt skeið, gaf út ljóðabókina Herra Hjúkket hjá Partus Press árið 2012, og hefur síðan þá birt ljóðmynd- ir á strætóskýlum, gert ljóðakvikmynd, tekið þátt í samsýningum og ferðast með gjörninga sína milli listahátíða víða um heim. Nú síðast hefur hún vakið athygli á tónlistarsviðinu, bæði ein og með raftónlistarsveitinni Ayia. „Ég er svo gráðug í að skapa að það verður eiginlega að ofvirkni. En allar þessar gerðir sköpunar eru jafnar fyrir mér, tónlistin er ekkert mikilvægari en myndlistin eða öfugt. Þetta er allt jafn mikilvægt,“ segir Ásta Fanney og sest upp í djúpum vínrauðum leðurstóln- um í anddyri Hótel Holts þar sem við höfum mælt okkur mót. Ósýnilegir hlutir og seremóníur Þrátt fyrir þessa ofvirkni í sköpun finnst mér allt of fáir – kannski fyrir utan þá sem fylgjast náið með tilraunakennd- um listum í Reykjavík – sem vita um alla þá fallegu hluti sem þú gerir. „Já, ég er svolítið leyni. Það er kannski að hluta til vegna þess að ég geri ósýnilega hluti – sem mér finnst mikilvægt í heimi þar sem allt er svo ofur-sýnilegt. Undanfarin ár hef ég þannig tekið meðvitaða ákvörðun um að setja ekki neinar skrásetningar á þessum hlutum á netið eða svoleið- is. Það gæfi þeim nefnilega allt annað gildi, verðmæti og merkingu. Þegar ég er með upplestur er ég að skapa ein- hverja stemningu, búa til orku sem hef- ur svo ákveðin áhrif á umhverfið. Þetta er ekki hægt að gera í gegnum mynd- band, netið eða álíka. Þannig að þetta eru svona leyniathafnir, seremóníur, ósýnilegir atburðir sem mynda samt einhverjar gárur út frá sér,“ segir Ásta. Hún lyftir höndunum frá stólbrík- inni og leitar með þeim í loftinu eins og hún sé að að reyna að grípa fjaður- mögnuð orð eða hugsanir sem svífa allt í kringum hana. „Í hvert skipti sem maður notar orð er maður að spinna eins og kónguló, spinna vef í loftinu, spinna alls konar fína hluti úr orðunum. En orð er líka eins og steinn sem hent er ofan í vatn og myndar gárur. Orð hafa byltandi áhrif á allt, á líf fólks. Þau fara í gegnum mann og hafa áhrif, í gegnum skinnið, kjötið, gegnum beinin, verða að hugs- unum og móta það hvernig maður sér heiminn. Orð eru svo miklið töfrar! En töfrarnir felast ekki einungis í því sem þú segir, heldur líka í því hvernig þú segir það, í hvaða samhengi, hvar, við hvern og svo framvegis. Þess vegna er „performansinn“, gjörningurinn, svo mikilvægur hluti af ljóðinu.“ Samhengið er því eitt grundvallar- atriðið í ljóðagjörningunum og því eiginlega ómögulegt að skrásetja þá eða varðveita. Jafnvel að lýsa gjörning- um Ástu Fanneyjar í stuttu máli getur verið hægara sagt en gert, enda er þar sjaldnast nokkuð sem sýnist í fyrstu. Það sem virðist ætla að verða hefð- bundinn ljóðalestur verður að marg- slunginni sögustund og uppistandi, það sem hefst sem alvarlegt tónlistar- atriði verður að taugaveiklandi vand- ræðalegu leikriti, það sem hefst sem lifandi gjörningur verður að klukku- tíma þagnarbindindi. Vildi ekki skapa söluvörur Flest töfraverka Ástu Fanneyjar eru hverful og finna sér sjaldnast efnis- legan samastað. En hún segir að í kjöl- far útgáfu á ljóðaheftisins árið 2012 hafi hún tekið meðvitaða ákvörðun um að hætta að gefa út – í bili að minnsta kosti. En af hverju? „Ljóð eru svo persónuleg og mér fannst hálfskrýtið að eintak af ljóða- bókinni væri skyndilega komið í allt annað samhengi en ég hafði ímyndað mér – hún sæti bara á einhverju borði einhvers staðar. Mér fannst fólk ekki vera að skilja mig eða ljóðin á þann hátt sem ég vonaði. Á sama tíma fannst mér bók vera of mikil „vara“, það er hlutur sem er bara framleiddur til að hægt sé að skipta á honum og pening- um. Um svipað leyti hætti ég líka að gera áþreifanleg myndlistarverk, hætti að búa til vöruna og vildi ekkert með hana hafa. Þá fór ég að velta fyrir mér hvernig ég gæti skapað eitthvað sem fólk þyrfti ekki fyrst að horfa á og velta fyrir sér: „Er þetta 2.000 króna virði?“ Mig langaði að skapa einhverja stemn- ingu eða orku sem ég væri sjálf til í að upplifa. Þá fór ég að gera þessa ljóða- gjörninga. Í hvert skipti passaði ég mig að gera alltaf eitthvað alveg nýtt – aldrei það sama. Ég vildi gera hluti sem myndu hverfa undir eins. Bara þetta eina augnablik sem kæmi aldrei aftur.“ „Síðan gekk ég kannski aðeins of langt og reyndi að láta sjálfa mig hverfa. Ég hætti öllu þessu og flutti til Marseille í Frakklandi með engan síma og ekki neitt. Þar byrjaði ég bara að gera raftónlist með gömlum, frönskum körlum. En ég komst að því að maður sleppur ekki frá því hvað- Ljóðstafur Jóns úr Vör Ásta Fanney Sigurðardóttir hlaut ljóðstaf Jóns úr Vör þegar hann var veittur við hátíðlega athöfn í Salnum í Kópavogi á 100 ára afmæli skáldsins á laugardag, 21. janúar. Verðlaunaljóðið heitir Silkileið nr. 17, en önnur verðlaun hlaut Áslaug Jónsdóttir fyrir ljóðið Hrogn og lifur og Fríða Ísberg hlaut þriðju verðlaun fyrir ljóðið Funalind. Verðlaunin eru veitt árlega og marka upphaf Daga ljóðsins í Kópavogi. Í umsögn dómnefndar sagði meðal annars: „Verðlaunaljóðið er gott dæmi um sköpunarmáttinn sem býr í málinu og skáldskapnum og sýnir vel hvað eitt lítið ljóð getur rúmað stóran heim og opnað margar leiðir til túlkunar.“ Silki leið nr. 17 eftir Ástu Fanneyju Silki leið nr. 17 þú breytt ir mér óvart í vet ur og hélst ég væri planta (og sól og ský) sem vökvaði sjálfa sig með snjó og geymd ir mig í brjóst vasa í krukku með mold og úr lauf un um láku silki leiðir í gegn um saum ana að tölu sem ég þræddi eitt sinn með hári ég ferðast þaðan á hraða úlf alda því ann ars verður sál in eft ir segja ar ab ar í eyðimörk skyrtu þinn ar (sem minn ir á hand klæði) er ég týnd í sveit milli sanda of ná lægt til að geta aðskilið jörð og skinn svo ég skauta bara hér þar til vor ar „Þegar fólk er alveg í lausu lofti skapast svo mikil orka Mynd Sigtryggur Ari Kristján guðjónsson kristjan@dv.is Hrafninn og rjúpan - þjóðleg og falleg gjöf Graf.is - sími: 571 7808 / Lilja Boutique hf. - 18 rauðar rósir, Kópavogi graf.is/design

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.