Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2017, Blaðsíða 18
Vikublað 24.–26. janúar 20172 Allt fyrir húsfélagið - Kynningarblað
Þakið þitt í höndum fagmanna
Lekur.is – Þakpappaþjónustan
L
ekur.is – Þakpappaþjónusta er
fyrirtæki sem sérhæfir sig í að-
gerðum gegn lekavandamálum,
jafnt fyrir almenning sem fyrir-
tæki og stofnanir. Í fyrirtækinu
liggur mikil reynsla og þekking á þessu
sviði og meðal nýlegra verkefna eru til
dæmis vinna við Hallgrímskirkju og
bústaðaþyrpingu í Geysisholti.
Lekur.is sérhæfir sig í vatns-
þéttingu á þökum þar sem notast er
við tjörupappa en einnig er veitt fag-
mannleg ráðgjöf um hvernig höndla
skal lekavandamál á þökum, svölum
og víðar. Lekur.is sér um alla vinnu
tengda tjörupappa, þ.e. flöt þök,
hallandi þök, gömul/ný, gáma, kofa,
bústaði, steypuskil og margt fleira.
Enn fremur er vert að hafa í huga að
fyrirtækið tekur að sér verkefni hvar
sem er á landinu.
Lekur.is – Þakpappaþjónustan er
nú farin að skipuleggja verkefni sum-
arsins 2017. Núna er því rétti tíminn
til að hafa samband ef þú þarft að
huga að húsþakinu, svölunum, bíl-
skúrnum eða sumarbústaðnum. Þá
getur þú treyst því að endurbæturnar
verða í öruggum höndum fagmanna.
Nánari upplýsingar eru veittar í
síma 862 8783, einnig má senda fyr-
irspurnir á netfangið lekur@lekur.is
og upplýsingar eru líka á vefsíðunni
lekur.is. Á vefsíðunni er einnig hægt
að panta verk eða leggja inn fyrir-
spurnir. n
Rafsól býður ókeypis skoðun á
raflögnum og gerir tilboð í úrbætur
Sérhæfðir í endurnýjun raflagna
H
já Rafsól starfa fimm
þrautþjálfaðir rafvirkjar
undir handleiðslu löggilts
rafverktaka. Þjónustusvið
Rafsólar sinnir öllum verk-
um hvort sem er stórum eða smá-
um, allt frá því að skipta út ljósa-
perum til uppsetningar á flóknum
dyrasímakerfum. Baldur Hannes-
son, annar eigenda fyrirtækisins,
segir Rafsól bjóða upp á ókeypis
skoðun á raflögnum og gerir tilboð
í úrbætur. „Þessi þjónusta er við-
skiptavinum algjörlega að kostnað-
arlausu og án skuldbindinga,“ segir
Baldur.
Áratuga reynsla og vönduð
vinnubrögð
Starfsmenn Rafsólar hafa áratuga
reynslu og hafa sérhæft sig í endur-
nýjun raflagna í gömlum húsum,
uppsetningu rafmagnstaflna, lögn-
um fyrir netkerfi og uppsetningu
dyrasímakerfa. Rafsól leggur mik-
ið upp úr vönduðum vinnubrögð-
um og þjónustar stofnanir, fyrir-
tæki og einstaklinga á margvíslegan
hátt. „Við erum með vel yfir 30 ára
reynslu. Til að byrja með vorum við
alltaf í nýbyggingum en á seinni
árum höfum við einbeitt okkur að
því að endurnýja raflagnir því nóg
er að gera í því,“ segir Baldur. „Það
margborgar sig að endurnýja gaml-
ar rafmagnstöflur. Gamlar og illa
farnar rafmagnstöflur geta ver-
ið hættulegar, ekki síst ef þær eru
úr tré eða staðsettar inni í skápum
þar sem nóg er um eldsmat. Í slík-
um tilfellum er brýnt að láta lög-
giltan rafverktaka kanna ástand raf-
magnstaflna og gera úrbætur áður
en skaðinn er skeður. Í eldri töflum
eru bræðivör sem skipta þarf um
þegar þau springa en í nýrri töfl-
um eru varrofar sem slá út við bil-
un eða of mikið álag,“ segir hann í
framhaldinu.
Lausnir fyrir hvern og einn
„Í samvinnu við viðskiptavini okk-
ar finnum við einstakar lausnir sem
henta hverjum og einum, því við
teljum að vandamálin séu til að
leysa þau og leggjum við allt kapp á
að uppfylla óskir viðskiptavina okk-
ar fljótt og vel,“ segir Baldur. „Við
bjóðum einnig húsfélögum upp á
þjónustusamning varðandi eftirlit
og umsjón sameigna í fjölbýlishús-
um sem og stofnunum og fyrirtækj-
um,“ bætir hann við. „Við sinnum
jafnframt verkefnum í Reykjavík
og nágrenni,“ segir hann í fram-
haldinu.
Rótgróið fjölskyldufyrirtæki
Rafsól er rótgróið fjölskyldufyrir-
tæki sem hefur verið í eigu bræðr-
anna Baldurs og Ómars alla tíð en
þeir hafa báðir starfað í bransanum
frá því þeir voru ungir strákar. n
Rafsól ehf
Síðumúla 34
108 Reykjavík
sími: 553-5600 eða 696 5600