Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2017, Síða 4
Vikublað 31. janúar–2. febrúar 20174 Fréttir
Gleraugnaverslunin Eyesland býður mikið úrval af íþróttagleraugum á
góðu verði – og þú færð frábæra þjónustu. Verið velkomin!
Sportgleraugu
Red Bull sólgleraugu
kr. 14.950,-
Eyesland . Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 . www.eyesland.is
É
g hef verið á biðlista eftir
búsetu í næstum því 11 ár,“
segir Ólafur Snævar Aðal
steinsson, 25 ára, sem enn
hefur ekki fengið úthlutað
þjónustuíbúð. Ólafur er í hópi
þroskahamlaðra sem hafa minnsta
þjónustuþörf en skortur á búsetu
úrræðum hefur leitt til þess að sá
hópur hefur orðið undir í kerf
inu. Þetta eru yfirleitt einstaklingar
með lágar tekjur sem hafa ekki
möguleika á að fjárfesta í húsnæði
eða vera á leigumarkaðnum án
stuðnings foreldra.
Bryndís Snæbjörnsdóttir, for
maður Þroskahjálpar, segir í sam
tali við DV að aðstæður leiði til
þess að öll sú þjónusta sem þessi
hópur fullorðinna fatlaðra hafi rétt
á sé því alfarið veitt af foreldrum
þeirra. Bryndís segir sveitarfélögin
hafa ríka skyldu gagnvart fötluðu
fólki og tryggja þurfi að einstak
lingar sem þurfi á minni þjónustu
að halda fái allavega þá þjónustu.
Sóttu um búsetu fyrir 10 árum
Ólafur Snævar starfar sem frí
stundaleiðbeinandi í Hinu húsinu
og segir starfið afar ánægjulegt. „Hér
erum við að vinna með ungmennum
eftir skóla frá klukkan eitt
til fimm. Við gerum mjög
skemmtilega hluti saman,“
segir Ólafur og brosir en hann
hefur einnig mikinn áhuga á
tónlist. „Einu sinni var ég að
læra á hljómborð og önnur
hljóðfæri. Nú er ég að læra söng
en á föstudögum er ég í svo
nefndum bjöllukór.“ Aðspurður
hvernig hann myndi helst vilja
haga búsetu sinni segir hann:
„Ég myndi vilja búa í þjónustu
kjarna þar sem ég fengi að
stoð eftir þörfum. Ég hef velt fyrir
mér hvar ég myndi vilja eiga heima
en maður er alltaf að hugsa um það
og skiptir um skoðun. Ég veit eigin
lega ekki hvar ég enda en það væri
svo sem fínt að búa í Breiðholtinu,“
segir Ólafur en hann býr nú ásamt
foreldrum sínum í Breiðholti.
Móðir Ólafs, Hrönn Kristjáns
dóttir, segir í samtali við DV að eftir
áralanga bið heyrist lítið sem ekkert
frá félagsþjónustunni í Reykjavík.
„Við fáum þau svör að hann eigi svo
góða foreldra og búi svo vel og því sé
hann ekki næstur á biðlista. Ég nenni
varla lengur að reyna að standa í
samskiptum við félagsþjónustuna,“
segir Hrönn og bætir við: „Helst
myndi ég vilja sjá meira frumkvæði
af þeirra hálfu. Félagsþjónustan gæti
haft meira samband við okkur og
athugað hvernig okkur gengur. Við
hjónin erum komin á sjötugsaldur
inn og við og Ólafur og allir í kring
um hann viljum að hann fái búsetu
úrræði sem hann er sáttur við.“
Skylda sveitarfélaganna
gagnvart fötluðum
Bryndís segir framtíð í húsnæðis
málum fatlaðra liggja í þjónustu
kjörnum þar sem hver og einn hafi
sína eigin íbúð
„Það er eitt af markmiðum Hús
byggingarsjóðs sem rekinn er af
Þroskahjálp að byggja slíka þjón
ustukjarna. Nýlega fengum við
stofnframlög í Sandgerði þar sem við
munum til að mynda byggja raðhús
með tveim litlum íbúðum og starfs
mannaaðstöðu í endanum – þannig
viljum við sjá þetta,“ segir Bryndís
en ekki hefur tekist að halda í við
þá gríðarlegu eftirspurn sem er eftir
slíkum kjörnum.
„Til að mynda vegna aðstæðna á
lánamarkaði höfum við ekki getað
Á biðlista
eftir búsetu
í ellefu ár
Aileen Soffía
Sveinsdóttir
Formaður Átaks, félags fólks með
þroskahömlun:
„Það væri hægt að leysa þessi mál ef
viljinn væri fyrir hendi hjá þeim sem
stýra borginni í dag. Það þarf að eiga
eiga gott samtal við fatlað fólk og
spyrja það hvað það vilji. Það þarf að
hætta að hugsa bara um kerfið og
byrja að tala við fólkið.“
Áslaug María
Friðriksdóttir
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins:
„Finna þarf nýjar lausnir á húsnæðis-
vanda fatlaðra. Við viljum að fé fylgi
þörf. Stefna okkar er að um leið og
einstaklingar sækja um þessa þjón-
ustu fái þeir skilyrðislaust greitt eftir
þörf sinni. Fleiri gætu sinnt velferðar-
þjónustunni því við sjáum að Reykjavík
hefur ekki bolmagn til þess. Milli ára
eru að losna hundruð milljóna og setja
þarf þá peninga inn í velferðina, fyrir
þá sem þurfa mest á því að halda.
Ég get ekki séð að meirihlutinn sé að
gera það.“
Ilmur
Kristjánsdóttir
Borgarfulltrúi Bjartrar framtíðar
og formaður velferðarráðs
Reykjavíkurborgar
„Fókusinn hefur verið á þeim sem
þurfa á mestu þjónustunni að halda.
Það er komið í farveg að vinna í
þessum biðlistum. Það þarf að greina
vandann betur, við eigum von á áætl-
un frá velferðarrsviði 16. febrúar um
hvernig eigi að taka á þessu. Við viljum
geta mætt einstaklingunum eins og
kostur er eftir þörfum þeirra en ekki
hafa staðlað kerfi.“
fjárfest í nýbyggingum í þónokkurn
tíma,“ segir Bryndís. „Skorturinn
leiðir til þess að þeir sem hafa mestu
þjónustuþörfina fara eðlilega í for
gang og fá úthlutað búsetu hraðar.
Hins vegar þarf að tryggja að sá hóp
ur sem þarf á minnstu þjónustunni
að halda fái allavega þá þjónustu,“
segir Bryndís.
Nýverið sendu Landssamtökin
Þorskahjálp bréf til sveitarfélaga þar
sem áréttaðar voru skyldur þeirra
gagnvart fötluðum einstaklingum.
Þar var þess krafist að sveitarfélögin
gerðu áætlanir um hvernig fylgja
skyldi eftir samningum Sameinuðu
þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks
sem samþykktir voru í fyrra. Bryndís
segir að til þess að ná þeim mark
miðum þurfi sveitarfélög á landsvísu
að gera langtímaáætlanir um upp
byggingu. Hún segir að víða hafi verið
skortur á slíkum áætlunum frá því
í byrjun árs 2011 þegar málefni fatl
aðra færðust yfir á sveitarfélögin. n
Skortur á búsetuúrræðum fyrir
fatlaða hefur leitt til þess að
hópur verður undir í kerfinu
Heiða Vigdís Sigfúsdóttir
heida@dv.is
Bryndís Snæbjörnsdóttir Segir sveitarfélögin þurfa að gera langtímaáætlanir um uppbyggingu félagsþjónustunnar. Mynd SigtRygguR ARi
Ólafur Snævar Hefur verið
á biðlista eftir búsetuúrræði
í hátt í 11 ár. Mynd SigtRygguR ARi