Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2017, Page 10
Vikublað 31. janúar–2. febrúar 201710 Fréttir
Þiggja laun frá ríki og bæ
T
vær alþingiskonur,
Bryndís Haraldsdóttir hjá
Sjálfstæðis flokki og Theo-
dóra S. Þorsteinsdóttir hjá
Bjartri framtíð, sitja enn í
bæjarstjórn og fjölmörgum nefnd-
um á sveitarstjórnarstigi sam-
hliða þingmennskunni. Bryndís á
sæti í bæjarstjórn Mosfellsbæjar en
Theodóra í bæjarstjórn Kópavogs.
Þá eiga þær báðar sæti í stjórnum
opin berra fyrirtækja, Bryndís situr
í stjórn Strætó bs. en Theódóra í
stjórn Isavia ohf. Þrátt fyrir mikið
vinnuálag á Alþingi, að minnsta
kosti stærstan hluta ársins, þá telja
þær sig enn geta sinnt öllum þess-
um störfum af alúð. Öll þessi störf
eru launuð og því eru mánaðarlaun
Bryndísar 1.900.833 krónur en Theo-
dóra er með 2.152.282 krónur. Þess
má geta að laun forsætisráðherra eru
2.021.825 krónur á mánuði.
Njáll Trausti vék úr bæjarstjórn
Fremur sjaldgæft er að sitjandi
alþingismenn sitji einnig í borgar-
eða bæjarstjórnum en þó eru dæmi
um slíkt í gegnum árin. Sem dæmi
má nefna að á síðasta kjörtímabili
sat Framsóknarmaðurinn Páll Jó-
hann Pálsson í bæjarstjórn Grinda-
víkur samhliða þingsetunni í rúmt
ár. Þá átti Njáll Trausti Friðbertsson,
nýr þingmaður Sjálfstæðisflokksins,
sæti í bæjarstjórn Akureyrar þegar
hann var kjörinn á þing. Hann sagði
sig hins vegar frá störfum hjá bæn-
um frá og með síðustu áramótum.
„Ástæða þess að ég segi mig frá störf-
um sem bæjarfulltrúi er sú að ég hef
hlotið kjör til Alþingis. Við þær að-
stæður tel ég réttast að hleypa næsta
kjörna fulltrúa Sjálfstæðisflokksins
inn í bæjarstjórn,“ sagði Njáll Trausti
þegar hann baðst lausnar í bréfi til
bæjarstjórnar.
Laun bæjarfulltrúa
miðuð við þingfararkaup
Bryndís er 2. þingmaður
Suðvesturkjördæmis fyrir
hönd Sjálfstæðisflokksins.
Þingfararkaup hennar
og annarra þingmanna er
1.101.194 krónur. Að auki er
Bryndís 2. varaformaður umhverf-
is- og samgöngunefndar auk utan-
ríkismálanefndar. Fyrir störf sín þar
fær hún greitt fimm prósent álag
ofan á þingfararkaupið en þó að-
eins fyrir annað embættið. Það gera
55.059 krónur á mánuði.
Þá skipaði Bryndís 2. sæti á lista
flokksins fyrir sveitarstjórnarkosn-
ingar árið 2014 í Mosfellsbæ þar sem
flokkurinn vann góðan sigur. Bryn-
dís hefur síðan setið í bæjarstjórn
sveitarfélags-
ins en mánaðar-
launin fyrir þau störf eru
25 prósent af þingfararkaupi.
Hjá Mosfellsbæ er enn miðað við
762.940 krónur í þingfararkaup en
þegar tilkynnt var um umdeilda
hækkun kjararáðs á þingfararkaup-
inu ákvað bæjarstjórnin að bíða þar
til Alþingi ræddi um sín viðbrögð við
hækkuninni. Ekki er útlit fyrir að al-
þingismenn bregðist við ónægju-
röddunum og því má búast við því
að málið verði tekið fyrir í bæjar-
stjórn Mosfellsbæjar á næstunni.
Bæjarstjórnarlaun Bryndísar eru því
190.735 krónur á mánuði.
1,9 milljónir í mánaðarlaun
Þá er Bryndís formaður bæjarráðs
Mosfellsbæjar. Föst laun formanns-
ins eru 35 prósent af fyrrgreindu
þingfararkaupi sem gerir 267.029
krónur á mánuði. Þá hlýtur hún
einnig símastyrk upp á 11.444 krónur
á mánuði sem og ótilgreindan bíla-
styrk. Ef ske kynni að bæjarráð þyrfti
að funda aukalega þá fengi hver full-
trúi 30.518 krónur fyrir hvern fund
en slíkir fundir eru sjaldgæfir.
Bryndís er einnig formaður sam-
göngunefndar bæjarins sem tryggir
henni fasta þóknun uppá 38.147
krónur á mánuði. Þá fær hún einnig
þóknun upp á 28.992 krónur fyrir
hvern fund. Samgöngunefnd fundar
í hverri einustu viku og samkvæmt
upplýsingum frá Mosfellsbæ þá er
mjög sjaldgæft að fundir falli niður.
Fyrir samgöngunefndina fær Bryn-
dís því um 154.115 krónur á hverj-
um mánuði, að því gefnu að fundir
falli ekki niður. Að auki er Bryndís
fulltrúi Mosfellsbæjar í stjórn Strætó
bs. Mánaðarlegar greiðslur stjórnar-
manna eru 121.350 krónur á mánuði
en á síðasta ári fundaði stjórnin 23
sinnum. Þá situr Bryndís í svæðis-
skipulagsnefnd höfuðborgar-
svæðisins en starfsálagið er ekki
mikið. Fundað er um 6–8 sinn-
um á ári en fyrir hvern fund fá
nefndarmenn um 17.000 krónur
samkvæmt upplýsingum frá skrif-
stofu SSH – Samtaka sveitarfélaga
á höfuðborgarsvæðinu.
Mánaðarlaun Bryndísar
eru því 1.900.833 krónur
frá ríki og bæ. Þá ber að
geta þess að ef bæjarstjórn
Mosfells bæjar kemst að þeirri
niðurstöðu að nota nýhækkað
þingfararkaup til grundvallar
launum bæjarfulltrúa þá munu
mánaðarlaun Bryndísar hækka
upp í 2.117.035 krónur á mánuði.
Álag vegna þing-
flokksformennsku
Theodóra S. Þorsteinsdóttir er 12.
þingmaður Suðvesturkjördæmis
fyrir hönd Bjartrar framtíðar. Líkt
og aðrir þingmenn þá þiggur hún
1.101.194 krónur í mánaðarlaun fyrir
setu sína á Alþingi. Theodóra var
einnig kjörin þingflokks formaður
Bjartrar framtíðar á Alþingi sem
þýðir að hún fær 15 prósent álag
ofan á launin sín í hverjum mánuði,
samtals 165.179 krónur.
Theodóra var í 1. sæti fyrir sama
flokk í sveitarstjórnarkosningunum
í Kópavogi 2014. Björt framtíð náði
Theodóra S. Þorsteinsdóttir og Bryndís Haraldsdóttir eru með um og yfir tvær milljónir á mánuði
Theodóra S.
Þorsteinsdóttir
Þingfararkaup + 15% álag:
1.266.373 kr.
Bæjarstjórn Kópavogs:
251.770 kr.
Formaður bæjarráðs:
343.323 kr.
Formaður skipulagsráðs:
121.594 kr.
Stjórn Isavia ohf.:
160.000 kr.
Hafnarstjórn +
almannavarnarnefnd:
9.222 kr.
Samtals:
2.152.282 kr.
- gæti hækkað í 2.472.566 kr.
Björn Þorfinnsson
bjornth@dv.is
Theodóra:
„Mun eingöngu sinna bæjarfull-
trúastarfinu með þingmennskunni“
„Að vera bæjarfulltrúi er hlutastarf og flestir sem sitja með mér í bæjarstjórn eru í öðr-
um störfum. Þannig er þetta um allt land nema í Reykjavík. Flestir bæjarfulltrúar eru
ekki með starfsaðstöðu og mæta einungis á fundi nefnda og ráða eftir vinnu. Ég hef
hug á því að halda áfram sem bæjarfulltrúi hér í Kópavogi, enda gaf ég það upp alveg
skýrt fyrir kosningar. Ég tel að hægt sé að sinna þingmennsku auk þess að þjónusta
Kópavogsbúa eftir að hefðbundnum vinnudegi lýkur, rétt eins og alltaf hefur verið
gert og eins og aðrir sem sinna því hlutverki og eru í fullu starfi annars staðar. Ég kynnti
mér það sérstaklega fyrir kosningar hvort hægt væri að vera sveitarstjórnarfulltrúi og
þingmaður. Það eru fjölmörg fordæmi fyrir því, man reyndar bara eftir karlmönnum í
því hlutverki en ég vona að það gildi það sama um konur,“ segir Theodóra S. Þorsteins-
dóttir í skriflegu svari til DV.
Aðspurð hvort hún myndi íhuga að segja sig frá einhverjum störfum fyrir Kópa-
vogsbæ segir Theodóra: „Sú óvissa sem ríkti við myndun ríkisstjórnar varð til þess að
ég beið með að endurskoða störf mín fyrir Kópavogsbæ. Ég fyllti út hagsmunaskrána
þann 6. janúar en tilkynnt var um nýja ríkisstjórn þann 10. janúar. Á tímabili var allt eins
líklegt að kosið yrði aftur til Alþingis og því taldi ég óábyrgt að segja mig frá störfum
fyrir Kópavogsbæ,“ segir Theodóra.
Nú þegar ný ríkisstjórn hafi verið mynduð sé staðan önnur. „Ég mun klárlega draga
mig úr nefndarstörfum og segja mig úr stjórnum. Við erum að fara yfir þau mál hér í
Kópavogi. Ég vil samt sem áður klára kjörtímabilið sem fulltrúi í bæjarstjórn Kópavogs,
enda var ég kjörin til fjögurra ára. Á þeim tíma sem ég var kjörin til sveitarstjórnar 2014
þá sinnti ég einnig 100% starfi á sama tíma, rétt eins og fjölmargir aðrir,“ segir Theo-
dóra. Rétt eins og Bryndís telur hún enga hættu á hagsmunaárekstrum í þessum störf-
um. „Ég hef verið talsmaður þess að auka samtalið milli sveitarfélaga og ríkisins og tel
einmitt mjög mikilvægt að hækka raddir sveitarfélaga í því samtali,“ segir Theodóra