Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2017, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2017, Blaðsíða 17
Vikublað 31. janúar–2. febrúar 2017 Kynningarblað - Útivist 3 Ferðafélag Íslands í fararbroddi í 90 ár F erðafélag Íslands var stofnað 1927 og hefur það markmið að byggja upp aðstöðu fyrir ferðamenn á hálendinu og í óbyggðum og greiða fyr- ir götu ferðamanna á landinu. Þá gefur FÍ út bækur og kort og stend- ur fyrir fjölbreyttum ferðum um landið. Félagið á 40 skála og undir merkjum þess starfa 15 deildir úti um allt land. Ferðafélagið er í eðli sínu íhaldssamt og rótgróið og held- ur fast í gömul og góð gildi. Um leið hefur það þó þróast í takt við tím- ann. Til dæmis var Ferðafélag barn- anna stofnað fyrir nokkrum árum sem sérhæfir sig í ferðum fyrir börn og fjölskyldur og hefur fengið afar góðar móttökur og nú hefur Ferða- félagið stofnað FÍ ung sem er fyrir 18–26 ára. Þá hefur félagið ver- ið í fararbroddi í ferðamennsku og byggt upp skála, gönguleiðir, göngubrýr og staðið fyrir fræðslu. Markmið félagsins eru í dag enn þau sömu og í upphafi; að greiða götu ferðamanna, byggja upp aðstöðu sem og standa fyrir ferðum, útgáfu og fræðslu. Stór þáttur í útgáfustarfi félagsins er útgáfa Árbókar Ferðafé- lagsins sem hefur komið út óslitið í 89 ár og er einstök ritröð um náttúru landsins. Mikill fjöldi ferðamanna Páll Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, segir að fjöldi ferðamanna hafi auk- ist jafnt og þétt á Íslandi undanfar- in ár og að Ferðafélagið fari ekki varhluta af auknum fjölda ferða- manna. Eins hefur ferðum lands- manna innanlands fjölgað. „Til- gangur félagsins er að byggja upp aðstöðu fyrir ferðamenn og greiða götu þeirra. Við einbeitum okkur að því að starfa fyrir félagsmenn og um leið að kynna landið og hvetja landsmenn til að ferðast um Ísland. Við verðum að hugsa um náttúruna og aðstöðuna, öryggi ferðamanna og upplifun og þurfum að vera viss um að ráða við þann fjölda ferðamanna sem um landið fer,“ segir Páll. Fullbókað á Laugaveginum Undanfarin 30–50 ár hefur Ferða- félagið unnið við að byggja upp aðstöðu víða um land, ekki síst á gönguleiðinni frá Landmannalaug- um yfir í Þórsmörk, á svokölluðum Laugavegi. Nú ganga um 150 manns þessa leið á hverjum einasta degi frá miðjum júní, allan júlí og fram á haust. Allt að 85 prósent þeirra eru útlendingar, að sögn Páls. Margir þeirra bóka sig hjá ferðaskrifstofum en sumir koma á eigin vegum. Um- ferð þess hóps hefur aukist gríðar- lega mikið á undanförnum árum. Ferðafélagið á sex skála á Lauga- veginum. Árið 2012 var Lauga- vegurinn tilnefndur sem ein af 10 bestu gönguleiðum í heiminum af National Geographic og segir Páll það hafa verið mikla viðurkenningu fyrir starf FÍ á leiðinni. „Þeir komu og tóku út gönguleiðina og skálasvæð- in og tilnefndu leiðina í kjölfarið á þeirri úttekt. Þá komu Landmanna- laugar best út allra ferðamanna- staða á landinu í könnun Ferða- málastofu frá 2012 er varðar heildarupplifun ferðamannsins og sama má sjá í fleiri rannsóknum,“ segir Páll. Í dag koma 70.000 manns í Landmannalaugar yfir sumartí- mann. „Það komast bara ekki fleiri í skálapláss á Laugaveginum mið- að við aðstöðu og nú er gott tæki- færi til að beina fólki annað,“ segir hann. Páll segir að það séu margar aðrar skálaleiðir sem skemmtilegt sé að ganga og nefnir sem dæmi Lónsöræfi, Víknaslóðir, Öskjuveg- inn og Strútsstíg en á öllum þessum gönguleiðum er ágæt skálaaðstaða. Áhættumat fyrir gönguleiðir Ferðafélag Íslands hefur síðustu ár unnið að því að gera áhættumat fyr- ir gönguleiðir á landinu. „Við ætlum síðan að bjóða öllum í ferðaþjón- ustunni að nýta þessa vinnu okk- ar. Það er mikilvægur líður í öryggi ferðamanna að þekkja allar aðstæð- ur vel og vita hvaða hættur geta ver- ið á gönguleiðum,“ segir Páll. Fyrsta skrefið, Alla leið og Tvö fjöll á mánuði Segja má að Ferðafélagið sé sannar- lega nútímalegt ferðafélag. Það er ekki einungis fyrir fullfríska kletta- klifrara, heldur hefur félagið ver- ið í samstarfi við Reykjalund og Háskóla Íslands með gönguferð- ir fyrir þá sem eiga erfitt um gang af einhverjum orsökum. Það getur verið vegna líkamlegra annmarka eins og offitu eða andlegra ann- marka eins og þunglyndis o.s.frv. Rannsóknir, sem voru gerðar með- al þátttakenda þessara ferða, seg- ir Páll að hafi komið mjög ánægju- lega út. „ Rannsóknir hafa margsýnt að gönguferðir eru mjög hollar fyrir bæði líkama og sál og sumir segja þær allra meina bót. Við viljum auka samstarfið við heilbrigðisyfirvöld og efna til gönguferða fyrir ákveðna hópa innan heilbrigðisgeirans. Nú er Ferða félagið búið að stofna bak- skólann og fór að stað með göngu- verkefni fyrir fólk i yfirvigt. Þessi verk efni hafa nú sameinast í verk- efni „Aftur af stað“ þar sem reynt er að koma fólki af stað í léttum göngu- ferðum með styrkjandi og liðkandi æfingum, þannig að þeir sem hafa gefið eftir heilsufarslega komist á beinu brautina aftur. Síðan eru hóp- ar með geðraskanir, og rannsókn- ir hafa sýnt að gönguferðir hjálpa þeim geysilega mikið. Gönguferð- ir, hvort sem er um skóglendi eða við hafið, hafa mjög róandi áhrif. Að komast upp á fjall hefur t.d. mjög jákvæð áhrif á andlega líðan fólks. Allt eru þetta afrek og hjallar til að sigrast á og þessi verkefni eru lið- ur í hjálpinni. Við fórum af stað með 52 verkefni FÍ fyrir nokkrum árum sem slógu í gegn og síðan hafa framhaldsverk efni og hliðarverkefni fengið að þróast með þátttakendum og eftir hugmyndum félagsmanna. Á síðast liðnum árum hafa fleiri þús- und manns tekið þátt í þessum ver- kefnum,“ segir Páll. Ferðafélag Íslands er staðsett að Mörkinni 6, 108 Reykjavík. Opn- unartími er frá 10–17 alla virka daga. Sími: 568-2533 Tölvupóstfang: fi@fi. is Nánari upplýsingar um ferðir og fleira má nálgast á vefsíðu Ferðafé- lags Íslands; fi.is og á Facebook-síð- unni. n Landmannalaugar eru einn fegursti staður hálendisins. Fegurð hálendis Íslands er einstök. Á Kili rekur FÍ þrjá fjallaskála. Fjallaskíðaferðir FÍ njóta vaxandi vinsælda. Hér leggur FÍ-hópur af stað í göngu á Snæfellsjökul.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.