Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2017, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2017, Page 19
Vikublað 31. janúar–2. febrúar 2017 Kynningarblað - Útivist 5 Frábært fjölskyldusport Bláfjöll og Skálafell hafa verið blessuð af snjóguðunum S kíðafærið hefur ekki verið upp á marga fiska undan- farna mánuði og mikið verið um rigningar, sem er al- gert eitur í hugum skíðaiðk- enda. En skjótt skipast veður og nú virðist sem skíðaiðkendur á höfuð- borgarsvæðinu geti tekið gleði sína á ný í Bláfjöllum og Skálafelli. Svæð- in vinna vel saman, því þegar ann- að hentar vel í ákveðinni vindátt, þá hentar hitt vel í hinni. Það eykur töluvert líkur á því að menn komist á skíði í góðu færi. „Við erum búin að vera með opið í sex daga núna í Bláfjöllum fyrir almenning, frá því fyrsta janúar. Þessi vetur hefur far- ið seint af stað, sérstaklega miðað við síðasta vetur sem var einstaklega snjóríkur. Fólk flykkist til okkar, enda marga farið að klæja vegna snjóleys- is. Við höfum svo verið að fá góðan snjó síðustu daga ofan á grunninn og nú er enginn hiti að ráði í kortunum. Brautirnar eru flestallar komnar inn og við sjáum fram á frábært skíða- færi,“ segir Magnús Árnason, fram- kvæmdastjóri skíðasvæðanna. Dásamlegt að sjá byrjendur taka sín fyrstu skref „Það er alltaf mikil eftirspurn í skíða- og brettaskólann hjá okkur og það er einstakt að sjá alla þessa byrjendur taka sín fyrstu skref. Það hefur orðið gríðarlegur vöxtur í skíðaiðkun undanfarin ár og það held ég að megi þakka samfélags- miðlabyltingunni. Fólk deilir upp- lifun sinni í fjallinu og þá rifjast upp fyrir öðrum góðar skíðastundir. Þetta er líka tilvalin íþrótt fyrir vini og fjöl- skyldur til að stunda saman og það er fátt skemmtilegra en að sjá barnið sitt stíga sín fyrstu skref á skíðunum. Einnig hafa undanfarnir vetur verið gríðarlega stöðugir hvað varðar snjó og mikið verið opið á skíðasvæðun- um. Það stuðlar að því að fólk kem- ur sér upp búnaði til þess að stunda íþróttina reglulega,“ segir Magnús. Í Bláfjöllum er einnig hægt að leigja búnað; skíði, bretti, skíðaskó og stafi. Fyrir þá sem eru að koma í fyrsta skipti er bráðsniðugt að leigja, þótt það kosti svolítið, til þess að átta sig á því hvort þetta sé eitthvað sem mað- ur vill fjárfesta í. Svo er alltaf hægt að kaupa notaðan búnað eða nýjan, eftir því sem hentar. Það geta allir rennt sér niður brekku Bláfjöll skiptast upp í tvö svæði, Heimatorfu og Suðursvæði. Brekkurnar eru ólíkar og henta öll- um getustigum. Því ættu allir að geta fundið sér brekku eða brekkur við hæfi. „Við erum með alls 15 lyftur hér í Bláfjöllum og að meðaltali er hægt að skíða 2–3 brautir frá hverri lyftu, allt eftir því hvar þú ferð úr. Svo erum við með stórsniðugt Töfrateppi. Um er að ræða algera byltingu fyrir byrj- endur. Þetta er færiband sem flyt- ur fólk upp auðvelda brekku. Þetta er þvílíkur munur fyrir þá sem eru að skíða með börnunum sínum, því nú þarf ekki lengur að klöngrast með barnið í diskalyftu. Það getur bara komið sér sjálft upp brekkuna,“ segir Magnús. Gönguskíðin eru góð fyrir sálina Það hefur verið gríðarleg uppsveifla í gönguskíðamennskunni og má það líklega þakka Gönguskíðafélaginu Ulli og fleiri aðilum sem bjóða upp á námskeið í gönguskíðum. Þessi námskeið eru alla jafna þéttsetin af nýliðum. Í Bláfjöllum eru mislangar gönguskíðabrautir lagðar á hverjum degi þegar opið er á svæðinu. Þegar kominn er snjór yfir allt eru lagð- ar um fimm kílómetra spor á venju- legum virkum degi en um helgar eru lagðar lengri leiðir, eða um 10–15 kílómetrar. „Það er ótrúlegt að fara eftir þessum leiðum. Allt í einu ertu orðinn einn með sjálfum þér uppi á heiði með frábært útsýni yfir bæði Þorlákshöfn og Eyrar- bakka. Þetta er í raun einfalt sport, maður er fljótur að ná tökum á því og svo fer maður þetta á sínum hraða. Þetta er alveg ótrú- lega hreinsandi og róandi íþrótt,“ segir Magnús. Bláfjallaskáli Á svæðinu eru allmargir skálar í eigu íþróttafélaganna og er gestum velkomið að nota aðstöðuna þar. Blá- fjallaskáli er aðalskálinn og sá fyrsti sem maður sér þegar komið er inn á svæðið. Hann er stærstur og er stjórnstöðin staðsett þar. Bláfjalla- skáli er rekinn af stjórn svæðisins og er þar veitinga- og miðasala og leiga á skíða- og brettabúnaði. Skálafell – ósnortið land Skálafell er alla jafna opið um helgar og frá og með 4. febrúar verður hægt að renna sér í Skálafelli. Núna hef- ur hins vegar snjóað töluvert þar og er snjórinn troðinn þar jafnharðan. Skálafell hefur gríðarlegan sjarma þar sem svæðið snýr á móti sólu og þar er töluvert meira af ósnortnu landi en í Bláfjöllum. Á móti kemur að þar er ekki aðstaða til þess að setj- ast inn og snæða nesti. Þar eru þrjár diskalyftur og ein stólalyfta, sem þó er lengsta stólalyftan á landinu, á með- an lyfturnar eru 15 í Bláfjöllum og fólkið skiptist þar í raðir á milli þeirra. Því er flutn- ingsgeta í Skálafelli töluvert minni en í Blá- fjöllum. „En kosturinn er sá að þrátt fyrir langar raðir í lyftuna, þá er maður tiltölulega einn og frjáls þegar maður rennir sér nið- ur, á meðan maður í Bláfjöllum hefur sjaldan brekkuna út af fyrir sig,“ segir Magnús. Nestið og miðann í leiðinni Miðasölukassa er víða að finna á höfuðborgarsvæðinu. Þar má kaupa kort í lyfturnar í Bláfjöllum og Skálafelli. Miðasölukassa er að finna í N1 í Ártúnsbrekku í Reykja- vík, Lækjargötu í Hafnarfirði, Stórahjalla í Kópavogi og svo í Mos- fellsbæ. Skálafell er mjög vinsælt meðal Mosfellsbæinga og lengi vel var eingöngu hægt að fá lyftukort í miðasöluskúrnum í Skálafelli. Því munu þessir nýju miðasölukassar létta töluvert álagið þar og minni lík- ur til þess að langar biðraðir myndist við miðasöluskúrinn. Nú er hægt að kaupa sér nesti og miða í leiðinni. Skálafell og Bláfjöll eru bæði í um 25 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík. Opið er í Bláfjöllum á virk- um dögum kl. 14–21 og um helgar 10–17. Opið er í Skálafelli allar helg- ar frá 4. febrúar og fram yfir páska kl. 10–17. Upplýsingasími: 530-3000 Skálafell, sími: 566-7095 Nánari upp- lýsingar má nálgast á vefsíðu Skíða- svæðanna, skidasvaedi.is, og á Face- book-síðunni. n Bláfjallaskáli í sparifötunum Magnús Árnason Framkvæmdastjóri skíðasvæðanna. Skíðað í skammdeginu MyND LifaNDi MyND Byrjendur á námskeiði MyND ODD STEfaN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.