Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2017, Page 24
Vikublað 31. janúar–2. febrúar 201710 Útivist - Kynningarblað
Allt fyrir mótorsportið
Nítró kynnir:
N
ítró er ein elsta mótor-
sportverslun landsins og
er þar að finna gríðarlegt
úrval af tækjum, vara- og
aukahlutum, búnaði og
fatnaði fyrir mótorhjól, vélsleða,
fjórhjól og buggybíla. Fyrir tæpu
einu ári flutti verslunin í glæsi-
legt 1.000 fermetra húsnæði að
Urðarhvarfi 4 í Kópavogi. Þar er
einnig að finna fullkomið verk-
stæði sem þjónustar og gerir við
allar tegundir tækja. Strákarnir í
Nítró og vita bókstaflega allt um
mótorsportið.
Nýtt frá Nítró
Á síðasta ári byrjaði Nítró að selja
Arctic Cat-vélsleða og má segja
að hringnum hafi verið lokað
með því að bæta vélsleðum við
flóruna. Einnig eru í boði Phant-
on barna- og unglingasleðar fyr-
ir þá sem vilja byrja snemma í
sportinu. Eins og flestir þekkja þá
hefur Nítró til fjölda ára verið með
umboð fyrir Kawasaki-mótorhjól og
fjórhjól ásamt Beta-endúróhjólum,
bensín- og rafmagnsvespum, raf-
magnsreiðhjólum og barnahjólum.
Ekki má gleyma CF Moto, en fjór-
hjólin frá þeim framleiðanda eru
þau mest seldu Íslandi síðastliðin
tvö ár. Buggybílarnir hafa svo slegið
í gegn en segja má að það sé nýjasta
æðið á Íslandi um þessar mundir.
Stórsniðugur beltabúnaður
Ekki skemmir fyrir að það er hægt að
fá beltabúnað bæði á fjórhjólin og
buggybílana þannig að hægt er að
nota þessi tæki jafnt á föstu undirlagi
sem snjó. Og talandi um beltabúnað,
þá hefur verið að ryðja sér til rúms
búnaður sem er settur undir torfæru-
hjól og breytir hjólunum í hálfgerðan
vélsleða. Þá kemur belti að aftan og
skíði að framan. Nítró hefur umboð
fyrir MotoTrax-búnaðinn sem pass-
ar undir flestar gerðir torfæruhjóla
og góðu fréttirnar eru þær að verðið
á þessum búnaði hefur snarlækkað á
milli ára. Einnig er Nítró með umboð
fyrir Camso-belti undir allar tegund-
ir vélsleða ásamt Michelin- og Mitas-
dekkjum á götu, torfæru- og fjórhjól.
Nítró hlýjar þér og veitir þér öryggi
En það er ekki nóg að eiga tækin, það
þarf líka að bjóða upp á góðan bún-
að til þess að halda hita á fólki og
örygginu í hámarki. Mikið úrval af
fatnaði, skóm, brynjum og fylgihlut-
um er að finna í versluninni fyrir all-
ar tegundir af mótorsporti. Þar má
nefna sleðagalla og skó frá Motorf-
ist og CKX, götuhjólafatnað frá RST
og motocross-galla og skó frá Forma,
Oneal, Acerbis og FXR og margt fleira.
Eitt mesta úrval landsins af hjálmum
er að finna í verslunni þar sem boð-
ið er upp á toppmerki eins og Airoh,
CKX og Nox á mjög góðu verði.
Allt fyrir sportið
Segja má að Nítró bjóði upp á allt
sem tengist þessu sporti eins og sést
í upptalningunni hér að framan, en
einnig er mikið úrval af auka- og
varahlutum. Að auki er boðið upp á
sérpantanir í flestar tegundir sleða
og hjóla. Það borgar sig að kíkja við
í Nítró eða á heimasíðuna nitro.is ef
þig vantar eitthvað sem viðkemur
þessum áhugamálum.
Nítró Sport er staðsett að
Urðarhvarfi 4, 203 Kópavogi Sími:
557-4848 Nánari upplýsingar má
nálgast á vefsíðu Nítró; nitro.is eða
á Facebook-síðunni. n
Allt fyrir mótorsportið í Nítró.