Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2017, Blaðsíða 27
Vikublað 31. janúar–2. febrúar 2017 Sport 15
S
outhampton komst í liðinni
viku í úrslitaleik enska deilda-
bikarsins eftir sigur á Liverpool
í undanúrslitum, 2-0 sam-
anlagt. Góður árangur Sout-
hampton á undanförnum árum hefur
komið mörgum á óvart enda hefur fé-
lagið ávallt þurft að horfa á eftir sínum
bestu leikmönnum til stærri klúbba.
Southampton vinnur hins vegar eftir
ákveðinni aðferð sem skilar liðinu
alltaf ungum og efnilegum leikmönn-
um sem eru tilbúnir að feta í fótspor
annarra leikmanna. DV rýndi í félagið
og skoðaði hvernig það vinnur.
27 milljarðar á þremur árum
Southampton situr sem stendur í 11.
sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 27
stig – liðið er nokkuð langt frá topp-
liðunum en einnig fjarri fallsvæðinu.
Félagið er nú hársbreidd frá því að
vinna sinn fyrsta titil frá árinu 1976,
en lærisveinar José Mourinho í Man-
chester United standa í veginum.
Liðin mætast í úrslitaleik deildabik-
arsins í lok febrúar næstkomandi.
Frá sumrinu 2014 hefur South-
ampton selt leikmenn fyrir 186 millj-
ónir punda, rúma 27 milljarða króna
á núverandi gengi. Sumar eftir sumar
hefur liðið selt sína bestu leikmenn;
nægir í því samhengi að nefna Adam
Lallana, Morgan Schneiderlin, Grazi-
ano Pelle, Victor Vanyama, Dejan
Lovren, Luke Shaw, Sadio Mane,
Rickie Lambert og Nathaniel Clyne.
Þar áður seldi félagið leikmenn eins
og Alex Oxlade-Chamberlain, Theo
Walcott og Gareth Bale. Þetta eru allt
býsna öflugir leikmenn en þrátt fyrir
það hefur félagið náð að halda dampi,
ólíkt mörgum öðrum félögum.
Skrefi framar
Til að ná árangri og klófesta unga og
efnilega leikmenn þurfa félög að hafa
öflugt lið njósnara til að koma auga á
þá. Um miðjan áttunda áratug liðinn-
ar aldar hafði framkvæmdastjóri fé-
lagsins, Lawrie McMenemy, milli-
göngu um stofnun nets útsendara
sem unnu meðal annars í Wales og
raunar um allt Bretland. Félagið náði
einmitt að klófesta Gareth Bale með
aðstoð útsendara sinna í Wales þegar
Bale, sem af mörgum er talinn einn
besti knattspyrnumaður heims í dag,
var ellefu ára gamall. 40 árum síðar
hefur Southampton fært út kvíarnar
og er nú með útsendara starfandi víða
í Evrópu, Afríku og Suður-Ameríku.
Þetta fyrirkomulag er ekkert einsdæmi
hjá félögum í ensku úrvalsdeildinni,
eða öðrum stórum deildum Evrópu,
en Southampton virðist engu að síður
vera skrefi framar þegar kemur að því
að koma auga á efnilega leikmenn.
Les Reed er potturinn og pannan
Frá árinu 2010 hefur knattspyrnu-
stjórinn fyrrverandi, Les Reed, verið
yfirmaður þróunarmála hjá South-
ampton. Undir stjórn hans hefur fé-
lagið náð góðum árangri í að koma
auga á efnilega leikmenn. „Þegar
maður reynir að grafa upp unga leik-
menn sem hafa burði til að verða frá-
bærir leikmenn þarf maður miklar
upplýsingar,“ sagði Reed við BBC fyrir
skemmstu og bætti við að skipulag
væri lykilþáttur í velgengni félagsins á
leikmannamarkaðnum.
En félagið hefur ekki bara klófest
unga og efnilega leikmenn, heldur
einnig leikmenn sem fáir vissu að
væru til og einhverjir voru jafnvel
búnir að afskrifa. Meðal þessara leik-
manna er leikmaður eins og Sad-
io Mané, sem var að spila í Austur-
ríki árið 2014 þegar Southampton
keypti hann. Mané, sem í dag spilar
með Liverpool, hefur verið einn besti
leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar
í vetur. Graziano Pelle voru margir
búnir að afskrifa; hann skoraði lítið
framan af ferli sínum en átti svo tvö
góð tímabil með Feyenoord í Hollandi
áður en Southampton keypti hann.
Hann er nú fastamaður í ítalska lands-
liðinu en var seldur frá Southampton
til Kína í fyrrasumar. Dæmin eru fleiri;
Morgan Schneiderlin var 19 ára og
alls óþekktur þegar hann gekk til liðs
við Southampton og José Fonte var
tiltölulega óþekktur leikmaður þegar
Southampton keypti hann frá Crystal
Palace árið 2010. Báðir þessir leik-
menn eru í dag landsliðsmenn með
Frökkum og Portúgölum.
Sex greinendur í fullu starfi
Í umfjöllun BBC á dögunum kom
fram að Southampton búi yfir gagna-
grunni með upplýsingum yfir nær
flesta leikmenn í heimsfótboltanum.
Sex starfsmenn, í fullu starfi, vinna
við greiningar á þessum upplýsingum
þar sem má finna upplýsingar um
meiðsli, kosti og galla viðkomandi
leikmanns og þróun hans. Nýjum
leikmönnum er bætt við gagna-
grunninn þegar nýjar upplýsingar
berast. Til að nefna dæmi um hvernig
gagnagrunnurinn virkar má geta þess
að Oriol Romeu var settur í gagna-
grunninn þegar hann var 19 ára leik-
maður Barcelona. Félagið hélt áfram
að safna upplýsingum um hann og
þegar Victor Wanyama hafnaði nýjum
samningi við Southmapton var félag-
ið komið með nógu gagnlegar upp-
lýsingar til að geta mælt með honum
við þáverandi stjóra félagsins, Ronald
Koeman. Romeu var keyptur fyrir 5
milljónir punda árið 2015 og ári síðar
var Wanyama seldur fyrir 11 milljón-
ir punda. Romeu hefur vakið athygli
fyrir góða frammistöðu á tímabilinu
og virðist félagið ekki sakna Wanyama
tilfinnanlega.
Það eru ekki bara upplýsingar um
leikmenn sem félagið heldur utan
um. Stjórarnir sem taka við liðinu eru
ekki síður mikilvægir en leikmennirn-
ir. Mauricio Pochettino var ekki mjög
sjóaður í stjórabransanum þegar hann
var ráðinn til Southampton árið 2013.
Í dag er hann talinn í hópi snjöllustu
stjóra fótboltans eftir góðan árangur
með Southampton og nú Tottenham.
Claude Puel tók við stjórnartaumun-
um hjá Southampton í fyrrasumar
þegar Ronald Koeman fór til Everton.
Puel, sem var tiltölulega óþekktur á
Englandi, hafði stýrt Lille í Frakklandi
um nokkurra ára skeið. Áður en hann
var ráðinn til Southampton sumar-
ið 2016 var félagið með 40 blaðsíðna
skýrslu um hann í gagnagrunni sínum.
Puel hefur fengið mikið lof fyrir spila-
mennsku Southampton á tímabilinu
þar sem skipulag og góður fótbolti –
oftast nær – ræður ríkjum. n
HVAR ER SÓSAN?
Það er ekkert betra en steiktur fiskur í raspi og nýjar kartöflur.
Nema kannski steiktur fiskur í raspi, nýjar kartöflur og nóg af remolaði.
Þú gleymir ekki sósunum frá E. Finnsson.
Svona heldur félagið
sér í röð þeirra bestu
n Southampton gerir sárafá mistök á leikmannamarkaðnum n Skipulag er lykilatriði„Þegar maður
reynir að grafa upp
unga leikmenn sem hafa
burði til að verða frá bærir
leikmenn þarf maður
miklar upplýsingar.
Næstir til að fara?
Oriol Romeu
Staða: Miðjumaður
Aldur: 25 ára
Romeu er alinn upp í herbúðum
Barcelona og gekk til liðs við Chelsea
árið 2011. Eftir að hafa verið lánaður til
Valencia og Stuttgart samdi Romeu
við Southampton árið 2015. Hann hefur
verið lykilmaður á miðju Southampton
í vetur.
Jack Stephens
Staða: Varnarmaður
Aldur: 23 ára
Stephens þótti leika frábærlega í vörn
Southampton gegn Liverpool í síðustu
viku. Hefur fengið
fá tækifæri á
undanförnum
árum en nú
þegar José
Fonte er
farinn mun
tækifærun-
um fjölga.
Efnilegur
leikmaður sem
gæti náð langt.
James
Ward-Prowse
Staða: Miðjumaður
Aldur: 22 ára
Ward-Prowse er einn reynslumesti
leikmaður Southampton þrátt fyrir
ungan aldur. Frábær spyrnumaður sem
hefur spilað vel að
undanförnu. Honum
var spáð bjartri
framtíð fyrir
nokkrum árum
og virðist loksins
standa undir þeim
væntingum sem
gerðar voru.
Virgil van Dijk
Staða: Varnarmaður
Aldur: 25 ára
Hefur verið einn besti varnarmaður
ensku úrvalsdeildarinnar í vetur.
Mörg félög eru á eftir þessum
öfluga Hollendingi.
Pierre-Emile
Højbjerg
Staða: Miðjumaður
Aldur: 21 árs
Þessi öflugi
danski miðju-
maður kom
frá Bayern
München í
fyrrasumar
og er talinn einn
efnilegasti leikmaður
Dana. Hann hefur hægt og bítandi verið
að sýna sitt rétta andlit.
Einar Þór Sigurðsson
einar@dv.is
Öflugur Virgil
van Dijk hefur
fengið mikið lof fyrir
frammistöðu sína.
Mynd EPA