Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2017, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2017, Síða 30
Vikublað 31. janúar–2. febrúar 201718 Menning D aginn sem Donald Trump tók við embætti forseta Banda- ríkjanna mætti Richard Spencer, heitur stuðnings- maður forsetans og einn helsti talsmaður hinnar nýnasísku hreyfingar Alt-right í sjónvarpsviðtali á götum Washingtonborgar. Augnabliki áður en Spencer var kýldur í andlitið af svartklæddum mótmælanda var hann spurður út í barmmerki af grænum teiknimynda- froski sem hann bar í jakka sínum: „Þetta er Pepe. Hann er eiginlega orðinn að tákni fyrir…“ náði Spencer að segja áður en höggið reið af. Ef hann hefði klárað setninguna hefði hann getað sagt „Við erum að reyna að gera Pepe að tákni fyrir nýja hreyfingu nasista sem er að gera sig gildandi í Bandaríkjunum í dag“ (þótt hann hefði eflaust orðað þetta aðeins öðruvísi). En hver er þessi grallaralega teiknimyndapersóna á jakka nýnasistans, af hverju hefur hún orðið að tákni fyrir svo haturs- fulla hreyfingu, og er enn hægt að bjarga orðspori frosksins Pepe? „Ég fíla þetta bara!“ Froskurinn Pepe kemur upphaflega úr myndasögum sem Banda- ríkjamaðurinn Matt Furie gerði í teikniforritinu Paint og birti á Myspace-síðu sinni á fyrstu árum nýs árþúsunds. Myndasögurnar Boy‘s Club sem fjalla um fjögur tölvuleikjaspilandi, grasreykjandi og áhyggjulaus táningaskrímsli fóru að vekja athygli í kringum 2005. Ein elsta myndasagan sýnir svarthvítan froskmann girða buxurnar sínar al- veg niður á hæla þegar hann pissar standandi. Þegar vinur hans bend- ir á hversu undarlegt þetta sé svarar froskurinn slæpingslega „Feels good man.“ Þetta var kjarninn í lífsafstöðu frosksins á þeim tíma: „Ég fíla þetta bara!“ Froskurinn fór að dreifast um netið í fjölbreyttum myndskrítlum og varð fljótlega að vinsælu „internet- memi“. Orðið mem (e. meme) er notað yfir ýmiss konar tákn sem öðl- ast vinsældir meðal netnotenda og þeir endurskapa og dreifa á milli sín í óteljandi myndum. Memunum er kastað inn í allar mögulegar sam- ræður, aðstæður og samhengi – en þau mem sem verða hvað vinsælu- stu eru einmitt þau sem eru einföld og auðþekkjanleg en geta á sama tíma tjáð mjög vítt svið tilfinninga, jafnt jákvæðar sem neikvæðar. And- lit frosksins reyndist vera slíkt tákn, frjór efniviður í hin ólíklegustu við- brögð og brandara. Tröllagrínistinn Pepe Hinn staðlaði Pepe varð fljótlega grænn og fékk brúnar varir. Hann birtist í mismunandi skapi eftir því hvað hentaði tilefninu. Hann var oft vonsvikinn og leiður, en líka reiður, eða prakkaralegur og sjálfumglaður. Hann var auðþekkjanlegur, auð- breytanlegur, gat sett sig í gervi þekktra persóna úr poppmenn- ingunni og gat gengið upp í öllum mögulegum aðstæðum. Myndgrín- ið breiddist um vefinn á samskipta- miðlum og sérstaklega nafnlausum grín- og spjall- borðum á borð við 4chan – en á slíkum síðum hafði einmitt mótast ákveðin hefð fyrir sótsvörtum húmor og trölla- menningu. Að trolla (eða trölla ef við reynum að íslenska orðið) felst í því að grínast á netinu til að afvegaleiða, skemma um- ræðu og reita fólk til reiði, oft- ast með því að fara með kald- hæðnislega brandara langt út fyrir öll siðferðismörk. Trú- gjarnir, viðkvæmir og pólitískt rétthugsandi netnotendur og fjölmiðlar eru þar sérstaklega góð skotmörk. Tröllagrínistar nýttu sér þannig hinn grallara- lega Pepe æ oftar í siðferðilega vafasömum aðstæðum. Hann gerði grín að hverju því sem þótti skinheilagt, viðkvæmt eða ósiðsamlegt: barnamisnotk- un, skólaskotárásum, hryðjuverka- árásinni á tvíburaturnana, nasisma og útrýmingarbúðum. Alltaf var viðkvæðið það sama: „Ég fíla þetta bara!“ Árið 2014 fór froskurinn að verða áberandi í meginstraumnum. Þá komu fram sérstakar Tumblr- og Instagram-síður fyrir frosk- inn og undirsíða á Reddit með efni tengdu Pepe. Fólk var líka farið að skiptast á „sjaldgæf- um“ myndum á froskinum, mynd- um sem voru bara sagðar til í einu stafrænu eintaki og því kallaðir fá- gætir Pepe. Froskurinn var eitt mest deilda mem ársins 2015 og var valinn eitt það mikilvægasta á vef- síðunni Daily News and Analysis. Það ár jukust vinsældirnar til muna, meðal annars eftir að poppstjörn- urnar Katie Perry og Nicki Minaj deildu sínum útgáfum af froskinum á samfélagsmiðlum. Það var svo í október 2015, nokkru mánuðum eftir að Donald Trump tilkynnti framboð sitt sem forsetaefni Repúblikanaflokksins, sem hann deildi mynd af froskinum á Twitter þar sem hann stóð jakkafa- taklæddur og með einkennandi hár- greiðslu Trumps við ræðupúlt merkt forseta Bandaríkjanna. Andlit nýnasistahreyfingar Í grein í vefmiðlinum The Daily Beast í maí 2016 var því haldið fram að Alt- right, nýleg hreyfing hvítra þjóðern- issinna sem rekur uppruna sinn til þeirra sömu nafnlausu spjallborða og Pepe hlaut fyrst frægð á, væri að vinna í því að endurheimta froskinn frá meginstraumnum og gera hann að tákni fyrir hópinn. Blaðakonan hafði þetta eftir tveimur nafnlausum netnotendum sem hún taldi vera meðlimi hreyf- ingarinnar. Síðar hefur því verið haldið fram að þetta hafi ekki verið raunverulegir nasistar, heldur trollandi net-grínistar sem fannst fyndið að festa froskinn í sessi sem andlit hreyfingarinnar. Eins og svo oft í upplýsingafargani internetsins er erfitt að gera sér grein fyrir hvort þetta sé sannleikanum samkvæmt, hvort hér hafi verið um kaldhæðni eða alvöru að ræða. Hvað sem upp- runa herferðarinnar líður má svo sannarlega segja að blaðagreinin hafi orðið að sjálfsuppfyllandi spádómi – það, sem grein- in sagði að væri þá þegar staðreynd, varð í það minnsta að veruleika í kjölfar birtingar hennar og kannski einmitt vegna henn- ar. Það er að minnsta kosti ljóst að nýnas- istarnir sem kenna sig við Alt-right, hitt hægrið, og ýmsir aðrir stuðn- ingsmenn Trumps tóku erindinu fagn- andi. Hvað er betra fyrir hatursfulla hreyfingu en að hafa góðlátlegt og kumpánlegt lukku- dýr? En það er fleira en kumpánleik- inn sem Guðrúnartúni 4, 105 reykjavík Sími: 533 3999 www.betraGrip.iS Opið virka daga frá kl. 8–17 Smurdagar 15% afSláttur af vinnu Og efni daGana 15. janúar-28. Febrúar n Nýnasistahreyfingin Alt-right reynir að gera froskinn Pepe að merki sínu Þessi froskur gæti verið nýi hakakrossinn Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.