Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2017, Síða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2017, Síða 31
Vikublað 31. janúar–2. febrúar 2017 Menning 19 gerir Pepe hentugan. Hann er auð- þekkjanlegt tákn en alls ekki skýrt eða einhlítt. Það er einmitt í krafti þess að froskurinn er margræður sem hægt er að nota hann til að orða skoðanir sem annars má ekki setja fram í almenningsrýminu, tala um alþjóðasamsæri gyðinga, velta upp réttmæti þjóðarmorða og svo framvegis. Hér er aldrei ljóst hvort um raunverulegar skoðanir sé að ræða eða troll. Pepe og ýmis önnur internet-fyrirbæri hafa þannig gert nýnasistum kleift að koma orðræðu sinni á framfæri án þess að þurfa að svara beinlínis fyrir hana og þannig víkka út ramma þess sem þykir í lagi að segja. Þó hitt hægrið jafnt sem stuðn- ingsmenn í innsta hring Donalds Trump hafi meðvitað notað froskinn sér í hag – klippt hann inn á mynd- ir með forsetaframbjóðandanum og hrópað nafnið undir ræðum Hillary Clinton – voru það þó fyrst og fremst andstæðingar Trumps sem festu hugrenningatengsl frosksins og kyn- þáttahyggjunnar endanlega í sessi. Á stuðningssíðu Hillary Clinton var fjallað um froskinn af skilnings- leysi og því haldið fram að hann væri merki hins hægrisins og Anti- Defamation League, samtök sem berjast gegn gyðingahatri, skil- greindu froskinn sem haturstákn. Í kjölfarið fóru fjölmiðlar vestan- hafs að fjalla ítarlega um þennan „nasista frosk“ sem skaut kollinum svo ítrekað upp í kosningabarátt- unni. Áhuginn á froskinum og vin- sældir hans jukust til muna. „Björgum Pepe!“ Matt Furie, sá sem teiknaði Pepe upphaflega, hefur ítrekað látið í ljós óánægju sína og fordæmt yfirtöku nýnasista á froskinum en sagði lengi vel að hann hefði enga stjórn á mál- inu – ekki frekar en nokkur annar gæti haft stjórn á öllum þeim frosk- um sem birtust á internetinu. Um mánuði fyrir forsetakosn- ingarnar sendi Fantagraphics, út- gefandi myndasagnanna um Pepe og félaga, frá sér yfirlýsingu þar sem það var harmað að froskurinn hefði verið tekinn í gíslingu af hægri öfga- mönnum: „Fantagraphics vill árétta að hinn eini sanni Pepe, skapað- ur af manneskjunni og listamann- inum Matt Furie, er friðsamlegt teiknimyndafroskdýr sem stendur fyrir ást, viðurkenningu, og stuð (og það að reykja sig skakkan). Bæði skaparinn og sköpunarverkið neita þeirri tómhyggju sem drífur áfram forsvarsmenn hins hægrisins sem hafa eignað sér froskinn, og við öll hjá útgáfunni hvetjum ykkur til að hjálpa okkur að hrifsa Pepe til baka og gera hann að tákni jákvæðni og samheldni.“ Teiknarinn setti, ásamt sam tökum sem berjast gegn kyn- þáttahatri, í gang herferð með það að markmiði að bjarga froskinum frá nýnasistunum undir myllumerk- inu #SavePepe – björgum Pepe. Furie skrifaði skoðanagrein í Time Magazine þar sem hann fordæmdi enn frekar notkunina á persónunni: „Hið sanna eðli Pepe, eins og hann birtist í teiknimyndasögunni minni Boy‘s Club, er að hampa friði, sam- heldni og stuði. Ég stefni á að endurheimta grallarafroskinn frá hatursfullum öflum og bið ykkur um að hjálpa mér með því að gera milljón ný glaðleg Pepe-mem sem miðla léttúðlegum anda hins upp- haflega afslappaða meistara.“ n Tjarnargata 4 • 101 Reykjavík • Sími 511 3101 • Fax 511 3909 • www.101.is • 101@101.is Lei fur Hr afn hil du r Gu ðrú n K ris tín 82 0 8 101 K r i s t í n S i gu r e y S i gu rða rdó t t i r - l ögg i l t u r f a s t e i gna s a l i Stu rla 89 9 9 08 3 D aði 82 0 8 103Eym un du r 69 0 1 42 2 Tjarnargata 4 • 101 Reykjavík • Sími 511 3101 • Fax 511 3909 • www.101.is 101@ i Lei fur Hr afn hil du r Gu ðrú n K ris tín 82 0 8 101 K r i s t í n S i gu r e y S i gu rða rdó t t i r - l ögg i l t u r f a s t e i gna s a l i Stu rla 89 9 9 08 3 D aði 82 0 8 103Eym un du r 69 0 1 42 2 Tjarn rgata 4 • 101 Reykjavík • Sími 511 3101 • Fax 511 3909 • www.101.is • @101.is Lei fur Hr afn hil du r Gu ðrú n K ris tín 82 0 8 101 K r i s t í n S i gu r e y S i gu rða rdó t t i r - l ögg i l t u r f a s t e i gn sa l i Stu rla 89 9 9 08 3 D aði 82 0 8 103Eym un du r 69 0 1 42 2 Tjarnargata 4 • 101 Reykjavík • Sími 511 3101 • Fax 511 3 09 • www.101.is • 101@101.is Lei fur Hr afn hil du r Gu ðrú n K ris tín 82 0 8 101 K r i s t í n S i gu r e y S i gu rða rdó t t i r - l ögg i l t u r f t e gn sa l i Stu rla 89 9 9 08 3 D aði 82 0 8 103Eym un du r 69 0 1 42 2 Sig rún 85 7 2 267 Þar sem hjartað slær Lei fur 82 0 8 100 – Þ A R S E M H J A R TA Ð S L Æ R – Traust fasteignaviðskipti og persónuleg þjónusta - þinn lykill að nýju heimili 414 6600 | nyttheimili.is FRÍTT SÖLUMAT Reynir Eringsson 820 2145 Skúli Sigurðarsson 898 7209 Guðjón Guðmundsson 899 2694 Fasteignasala Leigumiðlun Hakakrossinn Heillamerkið sem varð að tákni haturs Það sem græni froskurinn Pepe á sameiginlegt með hakakrossinum – þekktasta tákni haturs í vestrænni menningu – er að hreyfingar kynþáttahatara tóku í báðum tilvikum útbreidd og vinsæl tákn og reyndu að eigna sér þau. Nasistar fundu ekki upp hakakrossinn. Elsta svastikan sem hefur fundist er um 11 þúsund ára gömul og kemur táknið fyrir í myndmáli nánast allra menningarsamfélaga heims. Í Austur- og Norður-Evrópu, Austurlöndum fjær, Suður-Ameríku og víðar. Táknið var áberandi á fornmunum sem voru grafnir upp í grísku borginni Tróju á síðustu áratugum 19. aldar og vöktu mikla athygli í Evrópu. Áhuginn á hakakrossinum jókst í kjölfarið á Vesturlöndum og varð hann að gríðarlega vinsælu og útbreiddu tákni um velgengni og gæfu. Mörg ólík félög og fyrirtæki notuðu hakakrossinn á fyrri hluta 20. aldarinnar til að merkja sig og auglýsa, allt frá finnska flughernum til skátahreyfinga, frá Eimskipum til Carlsberg og Coca-Cola. Adolf Hitler var því alls ekki að finna upp hjólið þegar hann gerði hakakrossinn að tákni nasistahreyfingarinnar í Þýskalandi og þróaði sérstaklega kraftmikla útgáfu merkisins um miðjan þriðja áratuginn. Meginmarkmið Hitlers var að skapa auðþekkjan- legt merki með góð hugrenningatengsl sem hreyfing hans gæti sameinast undir, á sama hátt og hann hafði séð kommúnista sameinast undir sínum rauða fána, hamri og sigð. „Virkilega kraftmikið merki getur orðið til þess að vekja áhuga fólks á hreyfingu,“ skrifaði Hitler meðal annars í stefnuyfirlýsingu sinni Baráttan mín (þ. Mein Kampf). Í huga þýskra þjóðernissinna hafði hakakrossinn einnig hugmyndafræðilegar skírskotanir en þeir álitu táknið hafa haft mikla trúarlega merkingu fyrir forfeður þjóðar- innar, en þeir töldu sig afkomendur „aría,“ höfðingaþjóðflokks sem sagður er hafa komið frá Íran og Indlandi og til Evrópu fyrir árþúsundum. Þó að hakakrossinn sé enn notaður víða í heiminum sem heillatákn, til dæmis hjá frumbyggjum Norður-Ameríku og í ýmsum asískum trúarbrögðum, svo sem hindúisma, búddisma og jainisma, eiga Vesturlandabúar erfitt með að aftengja hakakrossinn við hugmyndir um þjóðarmorð, helför og nasisma. Þannig hefur notkun táknsins verið bönnuð í Þýskalandi frá stríðslokum og tilraunir hafa verið gerðar til að banna það í Evrópusambandinu. Þó eru einnig margir sem hafa viljað bjarga tákninu frá hinum ógnvænlegu hug- renningatengslum. Meðal annars stóðu tattúlistamenn víða um heim fyrir herferðinni „Save the swastika“ árið 2013 og var markmiðið að breyta hugmyndum fólks um hakakrossinn. Þessi froskur gæti verið nýi hakakrossinn n Nafnlaus nettröll og auðtrúa fjölmiðlar hafa tekið þátt í að skapa tenginguna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.