Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2017, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2017, Qupperneq 32
Vikublað 31. janúar–2. febrúar 201720 Menning PLUSMINUS OPTIC Smáralind www.plusminus. is Sumar kaupauki Sólgler með öllum gleraugum Index 1,5* Sjóngler www.plusminus.is ÚTSALA Útsalan er hafin 20-80 % afsláttur af umgjörðum S tóra barnasýning Þjóðleik- hússins byggir að þessu sinni á persónum og sögu- sviði þekktra ævintýra. Ævin týrahetjurnar í Fjarska- landi eru að hverfa ein af annarri vegna þess að allir eru hættir að lesa sögurnar þeirra. Til þess að forða sögunni um Rauðhettu frá glötun hefur úlfurinn rænt ágætri ömmu úr mannheimum og komið henni fyrir í ævintýrinu í stað uppruna- legu ömmunnar. Númenór, verndari ímyndunaraflsins, sannfærir Dóru, barnabarn ömmunnar brottnumdu, um að koma yfir í Fjarskaland og bjarga ömmu sinni. Þetta gerir Dóra auðvitað en til þess að finna ömmu sína þarf hún fyrst að bregða sér í hlutverk nokkurra þekktra persóna og leika ævintýri þeirra. Þannig fáum við á svið söguna um bæði Hans og Grétu og Dimmalimm áður en Dóra rambar inn í sögu Rauðhettu þar sem hún finnur úlfinn og bjargar ömmu sinni á elleftu stundu. Þunnt handrit Handritið er þunnt og söguþráðurinn illa undirbyggður. Jafnvel börn gera sér grein fyrir því að ef amman úr Rauðhettu hyrfi vegna þess að enginn læsi söguna lengur, þá væru sögu- hetjur flestra minna þekktra ævin týra löngu gufaðar upp og því varla með í þessu leikriti. Það skýtur því skökku við að sjá Gilitrutt spígspora sprell- lifandi um sviðið ásamt fleiri ævin- týrahetjum. Þá var mörgum spurn- ingum ósvarað eins og þeirri hvernig úlfinum tókst að ræna ömmunni úr mannheimum og koma henni strax fyrir í réttu ævintýri, á meðan Dóra þurfti að þræða sig í gegnum tvö ævin týri áður en hún komst loksins á slóðir Rauðhettu. En það er rétt hjá höfundi verks- ins, Guðjóni Davíð Karlssyni, að sögur og sögupersónur gufa upp ef enginn er til að lesa um þær. Eitt eftirminnilegasta atriði verksins var einmitt þegar barnaraddir hljóm- uðu um sviðið og óskuðu eftir stuttri sögustund. Raddir foreldra vörðust þessum ákafa sagnaþorsta af mikilli fimi og beindu börnunum af öryggi og festu á ýmsa rafdrifna möguleika til þess að hafa ofan fyrir sér. Þetta var vel gert og það fór örugglega smá hrollur um flesta foreldra í salnum. Boðskapurinn er því hinn besti. En eftir að hafa hlustað á enskuslettur í handriti situr hins vegar eftir sú áleitna spurningin hvort tungumál gufi ekki líka upp, ef sjálft Þjóðleik- húsið sér ekki ástæðu til þess að nota það af fullum þunga? Einvalalið stjórnenda Þrátt fyrir veikt handrit tekst Selmu Björnsdóttur, leikstjóra verksins, þó að galdra fram ótrúlega lifandi og fallega sýningu, ásamt öllum öðrum hönnuð- um og höfundum sem að verkinu koma. Leikmynd, leikmunir og lýsing unnu saman sem töfrandi heild, fal- legir búningar lifnuðu við í glæsileg- um dansatriðum og hljóðfæraleikarar heilluðu áhorfendur með viðeigandi tónum. Þeir Sigurður Þór Óskarsson, Oddur Júlíusson og Gunnar Jónsson voru svo algjörlega frábærir í hlut- verkum sínum, nánast þannig að ójafnvægi skapaðist í sýningunni. Snæfríður Ingvarsdóttir lék einnig hlutverk Dóru mjög fallega án þess að hafa úr miklu moða. Aðrir leikarar hússins ljómuðu síður í hlutverkum sínum, voru tilgerðarlegir eða einfald- lega óspennandi. Vert er að geta þess að fengur er í þeim fróðleik sem ung- um áhorfendum er gefinn um tækni- hlið leikhússins í fallegri leikskrá. Niðurstaðan er því þunnt hand- rit sem einvalalið stjórnenda nær þó að lyfta upp á annað plan með ótrúlega fallegri og næstum því spennandi sýningu. Nokkrir ungir og hugmyndaríkir leikarar halda verk- inu uppi með frábærum leik í fallegri umgjörð á meðan aðrir hitta því mið- ur ekki jafn vel á ævintýratóninn. n Sundurleit ævintýraveröld Bryndís Loftsdóttir ritstjorn@dv.is Leikhús Fjarskaland Höfundur: Guðjón Davíð Karlsson Leikstjórn: Selma Björnsdóttir Leikarar: Snæfríður Ingvarsdóttir, Sigurður Þór Óskarsson, Oddur Júlíusson, Gunnar Jónsson, Þröstur Leó Gunnarsson, Hallgrímur Ólafsson, Baldur Trausti Hreinsson, Edda Arnljótsdóttir, Ragnheiður Steindórsdóttir, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir o.fl. Tónlist: Vignir Snær Vigfússon Hljómsveit: Vignir Snær Vigfússon, Benedikt Brynleifsson, Róbert Þórhallsson og Ingvar Alfreðsson Leikmynd: Finnur Arnar Arnarson Búningar: María Th. Ólafsdóttir Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson Danshöfundur: Lára Stefánsdóttir Sýnt á stóra sviði Þjóðleikhússins „nokkrir ungir og hugmyndaríkir leikarar halda verkinu uppi með frábærum leik í fallegri umgjörð á meðan aðrir hitta því miður ekki jafn vel á ævintýratóninn Meðmæli DV mælir með 5 menningarafurðum Tónlist Philip Glass, Piano Works með Víkingi Heiðari Ólafssyni, aðgengileg á Spotify. Sjónvarp Philip Glass, Piano Works með Víkingi Heiðari Ólafssyni, aðgengileg á Spotify. Bíó Moon- light eftir Barry Jenkins, sýnd í Bíó Paradís. Fræði Eitthvað annað eftir Björn Þor- steinsson, fá- anleg í næstu bókabúð. Hlaðvarp A point of view frá BBC 4, að- gengilegt í iTunes Store.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.