Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2017, Blaðsíða 6
Helgarblað 17.–20. mars 20176 Fréttir
Löglegt dóp til sölu í Reykjavík
og lögreglan getur ekkert gert
n Listinn yfir bönnuð fíkniefni ekki verið uppfærður í 16 ár n Spice hefur dregið fólk til dauða
V
erksmiðjuframleitt kanna-
bislíki er nú boðið til sölu
í lokuðum íslenskum Face-
book-hópum en efnið er
sagt kalla fram sömu áhrif
og fást við grasreykingar. Munur-
inn á kannabisplöntunni sjálfri hins
vegar og þessu verksmiðjufram-
leidda fíkniefni er sá að hin náttúru-
legu kannabisefni eru bönnuð á
Íslandi en verksmiðjuframleidda
kannabislíkið er löglegt.
En áður en haldið er áfram er rétt
að skoða aðeins af hverju þessi stór-
hættulegu efni eru lögleg og velta
upp þeirri spurningu hvers vegna
umrætt fíkniefni, sem hefur dregið
fólk til dauða á Norðurlöndunum,
Bretlandi og í Bandaríkjunum, er
ekki ofar á forgangslista íslenskra
stjórnvalda.
Listinn sem inniheldur öll þau
ávana- og fíkniefni sem bönnuð eru
á Íslandi hefur ekki verið uppfærð-
ur í sextán ár eða frá árinu 2001.
Þannig hafa heilbrigðisráðherrar
í Framsókn, Sjálfstæðisflokknum,
Samfylkingunni, Vinstri grænum
og nú Bjartri framtíð ekki beitt sér í
málinu en þess í stað eytt nokkurri
vinnu í að koma lögum yfir sölu á
rafrettum og rafvökva.
Snarlækka í verði
Efnið er selt í grömmum en sam-
kvæmt sölusíðum á Facebook hefur
eitt gramm venjulega kostað þrjú
þúsund krónur, eða það sama og
gramm af kannabisefnum í smá-
sölu. Lögmál viðskipta ráða þó ríkj-
um í undirheimunum eins og
annars staðar og því getur verðið
orðið mun hærra ef framboð af því
er lítið. Einn fíkniefnasali á Face-
book seldi til að mynda grammið
á fimm þúsund krónur og lét eftir-
farandi texta fylgja með í auglýs-
ingunni: „Smókur sem mælist ekki í
þvagi og mun hærri virkni en gras-
ið og endist líka miklu lengur. Þarft
mjög lítið en verður alveg bólu-
skakkur.“ Við stutta yfirferð í vikunni
virtist nægilegt framboð af Spice til
sölu á Facebook en efnið hafði snar-
lækkað í verði. Þannig var hægt að fá
tvö grömm fyrir þrjú þúsund krónur.
Löglegt að eiga og neyta
Samkvæmt lögum er því heimilt að
eiga og neyta Spice en listinn sem
heldur utan um bönnuð fíkniefni á
Íslandi hefur ekki verið uppfærður
frá árinu 2001. Sú uppfærsla er hins
vegar á leiðinni samkvæmt upplýs-
ingum frá velferðarráðuneytinu.
Vinna við uppfærsluna hefur stað-
ið yfir í um tvö ár og hefur að sögn
tekið lengri tíma en áætlað var. Þó
er vonast til að þeirri vinnu ljúki á
þessu ári og að nýr og uppfærður
listi yfir bönnuð vímuefni á Íslandi
líti dagsins ljós mögulega í haust.
„Það væri mjög æskilegt að þetta
tæki styttri tíma en tvö ár. Á þessum
tíma hefur fjöldi nýrra efna orðið
til Í Evrópu en við höfum hingað til
verið einangruð fyrir þessu. Nú virð-
ist þetta vera að dúkka upp þrátt fyrir
að sum þessara efna hafi lengi verið
til erlendis. Eins og til dæmis Spice-
ið,“ segir Rafn M. Jónsson, verk-
efnastjóri hjá embætti landlæknis.
Breyta samsetningu til
að sniðganga lög
En hvað er hægt að gera? Hvernig
væri hægt að koma hættulegum
og nýjum fíkniefnum á listann yfir
bönnuð vímuefni án þess að það
væri jafn tímafrekt og raun ber
vitni? Rafn segir það stjórnvalds-
ákvörðun hversu hratt er hægt að
uppfæra listann. Það ferli væri hins
vegar hægt að betrumbæta. „Það
væri mjög praktískt fyrir þá sem
eru að sinna þessu eftirliti, eins og
til dæmis lögregluembætti landsins
og tollyfirvöld, að geta bæði komið
ábendingum til stjórnvalda og
óskað eftir því að hin og þessi efni
séu sett á listann.“
En að komast að efnasamsetn-
ingu Spice, til þess að geta bannað
efnið á Íslandi, gæti verið snúið
þar sem framleiðendur efnisins
eru sífellt að breyta samsetningu
þess til þess að komast undan lög-
um og reglum um ávana- og fíkni-
efni. Spice er nefnilega samheiti
yfir ótal mörg efni á meðan ólög-
lega efnið í náttúrulegu kannabis-
efnum er THC. Í Spice er THC-ið
tekið út og hafa efnaverkfræðingar
bætt við öðrum efnum sem veita
áhrif sem líkjast áhrifum THC en
þau efni geta verið fjölmörg og
varasöm. Þar má nefna til dæmis
Cannabicyclohexanol sem er fimm
sinnum sterkara en THC og HU-210
sem er hundrað sinnum sterkara en
THC. Það sem gerir efnið sérstak-
lega hættulegt er að neytandinn veit
aldrei hvaða efnasamsetning er í
umræddu Spice-efni og hvaða áhrif
það kemur til með að hafa á líkams-
og heilastarfsemi.
Hverfið fullt af uppvakningum
„Já, þegar það kemur að því að
banna þessi efni þá getur það
verið flókið í sjálfu sér. Það er hins
vegar hægt að auðvelda skráningu
á bönnuðum fíkniefnum með
því til dæmis að geta sett afleiður
ýmissa fíkniefna undir eitt sam-
heiti. Þannig gætum við til dæmis
bannað THC og verksmiðjufram-
leitt THC, burtséð frá því hver efna-
samsetningin er hverju sinni. Það
hafa skapast miklar umræður um
þetta,“ segir Rafn sem hvetur fólk til
þess að forðast neyslu efnisins þótt
það sé löglegt. Það hafi dregið fólk
til dauða líkt og greint hefur verið
frá í fjölmörgum erlendum miðlum,
þá sérstaklega í Bretlandi, Banda-
ríkjunum og Svíþjóð.
Sjö ár eru síðan bera fór á Spice
í Bandaríkjunum og hefur neysla
efnisins aukist jafnt og þétt síð-
ustu ár. Þannig greindu bandarískir
miðlar frá því að á árinu 2015 hefði
mátt rekja sex þúsund komur á
neyðarmóttökur í New York til
neyslu á Spice. Í maí sama ár var
efnið bannað í fylkinu en í fram-
haldi af banninu drógust
komur á neyðarmóttökur
vegna neyslu Spice
saman um 85 prósent.
Þá greindi New York
Times frá því í fyrra-
sumar að á einungis
einum degi í júlí
hafi þrjátíu og þrír
tekið of stóran
skammt af efn-
inu í Brooklyn.
Afleiðan hét
K2 og var og
er mjög vin-
sæl í
Banda-
ríkjun-
um.
Íbúar
í einu
hverfi
Brooklyn
líktu ástandinu við
sjónvarpsþættina Walking
Dead, fíklar hafi gengið um hverfið
eins og uppvakningar. Þeir hafi bók-
staflega ekkert vitað í þennan heim
eða hinn.
Þá hafa fleiri þekktir fjölmiðlar
fjallað um efnið og greindi
International Business Times frá
því að á fyrstu fimm mánuðum
ársins 2015 hafi fíkniefnið Spice
valdið, í það minnsta, dauða fimmt-
án manns í Bandaríkjunum. Þá
hefur fréttastofan Vice einnig fjallað
um Spice-fíkla í Bretlandi.
Stjórnvöld þurfa að
hysja upp um sig
Á Íslandi fóru yfirvöld fyrst að taka
eftir efninu í byrjun síðasta árs þó svo
að það hafi mögulega verið til sölu
hér á landi töluvert lengur. En það
voru ekki lögregluyfirvöld sem fundu
efnið fyrst heldur fangelsismálayfir-
völd en Fréttablaðið greindi frá því í
september í fyrra að Spice væri orðið
nýja tískudóp fanga á Litla-Hrauni.
„Spice getur litið alla vega út, eins og
kaffikorgur, krydd eða hvað sem er.
Við erum vakandi hér á Litla-Hrauni
og erum oft að finna alveg ótrúleg-
ustu hluti frá gestum og föng-
um, hvort sem það er Spice,
sýra eða annað sem
er verið að reyna
að koma til fanga,“
sagði Halldór Valur
Pálsson, forstöðu-
maður fangelsis-
ins á Litla-Hrauni.
„Það er af-
skaplega skrítið
að hugsa til þess
að á meðan al-
þingismenn rífast
um áfengisfrumvarp
eða lög um rafrettur
þá eru hin ýmsu fíkniefni
lögleg á Íslandi og enginn hefur
uppfært listann yfir bönnuð fíkni-
efni í sextán ár. Við erum að tala um
sextán ár,“ sagði lögreglumaður sem
starfar meðal annars við rannsókn-
ir á fíkniefnamálum. Hann óskaði
nafnleyndar en taldi mikilvægt að
benda á þessa skringilegu forgangs-
röðun stjórnvalda.
„Stjórnvöld þurfa að hysja upp um
sig. Það er algjörlega út í hött að við
séum svona langt á eftir þegar kem-
ur að lífshættulegum fíkniefnum.“ n
Atli Már Gylfason
atli@dv.is
Óttarr Proppé
Er heilbrigðisráðherra
nú, en listinn yfir
bönnuð fíkniefni hér á
landi hefur ekki verið
uppfærður frá árinu
2001. Mynd SiGtryGGur Ari
rafn Magnús tómasson Verkefnastjóri
hjá embætti landlæknis bendir á að hægt sé
að einfalda verkferlið þegar kemur að því að
banna ný fíkniefni. Mynd Úr einkASAfni„Stjórnvöld þurfa
að hysja upp um
sig. Það er algjörlega út í
hött að við séum svona
langt á eftir þegar það
kemur að lífshættulegum
fíkniefnum.
Lítur út
eins og
píputóbak
Á Íslandi er
Spice selt í inn-
sigluðum glær-
um pokum. Lítið
hefur sést af jafn
skrautlegum um-
búðum og sjást hér.
Magnið er þó til stað-
ar og það löglegt.
rómantísk neysla á Spice? Fíkniefnasalar nýttu sér Valentínusardaginn eins og aðrir
markaðsmenn en þessi sagði að ekkert annað væri í boði en að fá sér það besta með ástinni.
Í boði var kókaín, gras, spítt, Spice og ritalín. Hugguleg blanda?
Lítið framboð? Hærra verð? Fyrir rúmum þremur mánuðum, þegar efnið fór fyrst að
koma til landsins í einhverju magni, þá var grammið selt á fimm þúsund krónur. Í dag er hægt
að fá eitt gramm á tvö þúsund krónur og tvö á þrjú þúsund krónur.