Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2017, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2017, Blaðsíða 10
Helgarblað 17.–20. mars 201710 Fréttir Ráðherrar draga lappirnar n Sárafá mál komin á borð Alþingis n Tvær vikur til að leggja fram tæp 80 mál R áðherrar ríkisstjórnarinnar hafa aðeins lagt fram 23 þingmál af 101 máli sem boðað var í þingmála- skrá, sem lögð var fram við stefnuræðu forsætisráðherra 24. jan- úar síðastliðinn. Ráðherrarnir hafa tvær vikur frá og með deginum í dag til að leggja fram boðuð þingmál en frestur til þess rennur út 1. apríl. Fjórir ráðherrar hafa ekki enn lagt fram eitt einasta þingmál. Þarf að leita afbrigða Af þessu 101 máli var boðað að þrjú yrðu lögð fram í apríl. Þar af er skýrsla forsætisráðherra um fram- kvæmd upplýsingalaga en skýrsl- ur þurfa ekki að vera komnar fram fyrir 1. apríl, aðeins lagafrumvörp og þingsályktunartillögur. Hin mál- in tvö sem um ræðir eru frumvörp sem Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, boðaði. Athygli vekur að ráðherrann boði að frumvörp komi fram eftir að frestur til að leggja þau fram er liðinn. Til að frumvörpin tvö, um þjónustu við fatlað fólk og innleiðing samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, nái fram að ganga mun ráðherrann því þurfa að leita af- brigða hjá þinginu. 23 mál hefðu átt að vera komin fram Í þingmálaskránni er boðað að helmingur málanna, 51 talsins, verði lagður fram í mars mánuði. Til þess hafa ráðherrarnir tvær vikur, svo sem áður er sagt. Eftir stendur að 23 þing- mál, sem hefði átt að vera búið að leggja fram, eru óbirt í þinginu. Sam- kvæmt starfsáætlun Alþingis á að fresta þinghaldi 31. maí næstkom- andi. Fram til þess tíma er gert ráð fyrir 26 þingfundadögum auk eld- húsdagsumræðna. Á sama tímabili er gert ráð fyrir fjórum dögum sem eingöngu fari í nefndarfundi. Laga- frumvörp má ekki samþykkja nema þrjár umræður hafi farið fram um þau í þingsal og er venjan sú að mál gangi þá tvisvar til nefnda. Þings- ályktunartillögur verða þá almennt ekki samþykktar nema eftir að tvær umræður hafa farið fram um þær og fjallað hefur verið um þær í nefndum Alþingis. Engin mál frá fjórum ráðherrum Fjórir ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa enn ekki lagt fram neitt þeirra mála sem boðað var að lögð yrðu fram. Heilbrigðisráðherra, Óttarr Proppé, boðaði framlagningu fimm þingmála og áttu þau öll að vera lögð fram í marsmánuði. Hið sama má segja um Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðar ráðherra, sem boðaði að hún hygðist leggja fram sjö frum- vörp, sömuleiðis öll í marsmánuði. Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, boðaði að hann myndi leggja fram þrett- án þingmál, níu lagafrumvörp og fjórar þingsályktunartillögur. Eitt þessara þingmála átti að leggja fram í febrúar, en hin í mars og apríl. Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, rak svo lestina í þessum efnum. Kristján Þór boðaði að hann myndi leggja fram þrjú frumvörp, öll í febrúar, en ekkert þeirra er enn komið fram. Mikið verk óunnið Frammistaða annarra ráðherra er misgóð. Bjarni Benediktsson for- sætisráðherra hefur þegar lagt fram eina frumvarpið sem hann boðaði. Sigríður Á. Andersen dómsmála- ráðherra hugðist leggja fram tíu þingmál. Af þeim eru þrjú komin fram en miðað við áætlun hefðu tvö til viðbótar einnig átt að hafa litið dagsins ljós. Benedikt Jóhannesson boðaði sautján þingmál, sjö hafa litið dagsins ljós. Tvö af þeim tíu sem eftir standa hefði átt að vera búið að leggja fram. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa- dóttir, ferða-, iðnaðar- og nýsköp- unarráðherra, á eftir að leggja fram sjö af þeim níu þingmálum sem hún boðaði. Þrjú þeirra ættu að vera fram komin. Hið sama má segja um Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitar- stjórnarráðherra, nema í hans tilfelli ættu fjögur mál að vera komin fram. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- ráðherra hefur lagt fram fimm af tólf boðuðum þingmálum en hefði með réttu átt að vera búinn að leggja fram níu að lágmarki. Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, hugðist leggja fram þrettán mál en aðeins þrjú hafa litið dagsins ljós. Fjögur til viðbótar hefði Björt þegar átt að vera búin að leggja fram. n Ætla að standa við starfsáætlun Unnur Brá segir aðstæður sérstakar og tafir skiljanlegar Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, segir vissulega æskilegra ef þingmál kæmu fyrr og jafnar til kasta þingsins. Hins vegar verði að gæta þess að aðstæður séu sérstakar nú, kosið hafi verið í haust og langan tíma hafi tekið að mynda ríkisstjórn. Þingmálaskrá hafi því komið seint fram. En telur Unnur Brá gerlegt að klára þau mál sem ríkisstjórnin boðaði að lögð yrðu fram? „Við erum auðvitað með þennan síðasta framlagningardag sem er viðmiðið. Það hefur alltaf tíðkast hjá ráðherrum að koma með meirihluta mála seint og svo hefur bara verið upp og ofan hvernig hefur tekist að klára. Það verður eiginlega bara að koma í ljós hvernig þetta mun ganga. Við ætlum hins vegar að standa við starfsáætlun þingsins sem segir að þingi skuli frestað 31. maí,“ segir Unnur Brá og bendir á að hægt sé að bæta við þingfundardögum, ef þörf krefur, fram til þess tíma. Unnur Brá vonast til að næsta haust verði hægt að leggja mál fyrr fram og segir auðvitað að það væri til bóta til að hægt sé að fjalla faglega um mál. „Það væri mjög ákjósanlegt fyrir þingið ef mál kæmu fram jafnt og þétt yfir þingveturinn. Þetta eru hins vegar svolítið óvenjulegar aðstæður núna og skiljanlegt að ráðherrar hafi ekki verið alveg tilbúnir með mál svona daginn sem þeir settust á þing. Þeir ráð- herrar sem náð hafa mestum árangri með stór mál í gegnum þingið eru einmitt þeir sem hafa komið þeim snemma fram og jafnt og þétt.“ „Verið að spenna bogann alltof hátt“ Katrín segir fullkomlega óraunhæft að hægt verði að ljúka öllum málum Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir rétt að fá mál hafi komið frá ríkisstjórninni. Þingmannamál hafi enda verið óvenju áberandi á þessu þingi og það sem hafi komið frá ríkisstjórninni fram til þessa hafi einkum verið EES-mál. Fullkomlega óraunhæft sé að ætla sér að klára öll þau mál sem boðuð hafi verið í þingmálaskrá. „Mér finnst eðlilegt að ráðherrar sem, fyrirsjáanlega, eru seint á ferð með sín mál hafi um það samráð við minnihlutann á Alþingi. Yfirleitt hefur það verið auðsótt að fá fram afbrigði en þegar um er að ræða efnismikil mál er mjög mikilvægt að það sé gert með samráði,“ segir Katrín. Spurð hvort vinnubrögð sem þessi séu tæk svarar Katrín því til að þetta sé svo sem ekki í fyrsta skipti sem þessi staða sé uppi. „Það er mjög algengt að mál séu seint á ferðinni en auðvitað er alveg ljóst að þessi þingmálaskrá verður ekki kláruð. Þetta er ekki nýtt vandamál á Alþingi en auðvitað ætti þingmálaskrá að vera eitthvað nær raunveruleikanum. Auðvitað er verið að spenna bogann allt of hátt.“ Þorsteinn Víglundsson Mynd Sigtryggur Ari Kristján Þór Júlíusson Björt Ólafsdóttir Mynd Sigtryggur Ari ríkisstjórn í tímahraki Ráðherrar ríkisstjórnarinnar eiga eftir að leggja fram um 80 þingmál fyrir 1. apríl. Mynd Sigtryggur Ari Freyr rögnvaldsson freyr@dv.is Eldbakaðar pizzur hafnargata 36a, kEflavík / nálægt flugstöðinni salur fyrir hópa sími 557 1007 hamborgarar, salöt, pasta, kjúklingavængir og flEira

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.