Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2017, Qupperneq 12
Helgarblað 17.–20. mars 201712 Fréttir
A
f hverju fæ ég öðruvísi
meðferð en aðrar mæður?
Af hverju er litið niður
á mig og af hverju fæ ég
ekki annað tækifæri? Ég
skil þetta bara ekki,“ segir Christina
Elva sem missti að fullu forræði yfir
fimm ára syni sínum, Eyjólfi, síðasta
haust.
Nýjustu vendingar í málinu eru
þær að faðir drengsins mun fá for-
ræði yfir drengnum og kemur hann
til með að flytja til Danmerkur þar
sem hann býr. Við það er Christina
Elva mjög ósátt. Hún er ekki ósátt
við að drengurinn fái að umgang-
ast föður sinn heldur að hann skuli
flytja til Danmerkur og henni ekki
gefinn kostur að tjá sig um málið –
henni hafi ekki einu sinni verið sagt
frá þessari ráðstöfun. Þessar fréttir
hafi sonur hennar flutt henni í síð-
ustu heimsókn sinni á vistheimilið
þar sem hann hefur búið frá því fyrir
jól.
Mál hennar hefur vakið mikla
athygli en móðir Christinar Elvu,
Helena Brynjólfsdóttir, rændi
drengnum frá Noregi í fyrra. Það
gerði hún þegar fréttir bárust af
því að taka ætti drenginn af fjöl-
skyldunni og vista hjá ókunnugum
til átján ára aldurs.
Kvaddi í desember
Þegar til Íslands var komið tók við
mikil óvissa þar sem ekki var vitað
hver örlög drengsins yrðu. Fljótlega
varð þeim mæðgum þó ljóst að
norska barnaverndin myndi ekki
gefast upp í málinu. Forsvarsmenn
norsku barnaverndarinnar settu sig
í samband við innanríkisráðuneytið
og báðu ráðuneytið að koma
áskorun á framfæri við Christinu
Elvu um að skila drengnum þegar
í stað í hendur norskra yfirvalda.
Við því var ekki orðið og fór svo
að norska barnaverndin réð sér
lögfræðing hér á landi og stefndi
Christinu Elvu á þeim grundvelli að
norskur dómstóll hafi þegar dæmt
af henni forræðið og móðir hennar
þá flutt barnið til Íslands með
ólögmætum hætti.
Christina Elva tapaði málinu,
bæði í héraði og Hæstarétti og varð
því að kveðja fimm ára son sinn í
desember á síðasta ári, aðeins fimm
dögum fyrir jól.
Er orðinn leiður
„Ég veit ekki alveg hvar ég á að byrja.
Hann var tekinn af mér 21. desem-
ber og ég fékk að fylgja honum inn
á heimilið og það þótti mér gott.
Hann fékk líka herbergi sem hann
var mjög sáttur við og hann hefur
verið mjög ánægður þarna. Fyrst
um sinn var spennandi að eignast
vini þarna en nú síðustu vikur er
eins og hann sé orðinn leiðari og
sífellt með áhyggjur. Í einni heim-
sókninni spyr hann mig rosalega
oft hvort hann megi koma heim til
þess að fara út og gefa öndunum
að borða eins og okkur fannst
alltaf gaman að gera saman,“ segir
Christina Elva.
Hún hefur að eigin sögn skilað
þvagprufum til barnaverndaryfir-
valda til þess að sýna fram á að hún
sé að standa sig í þeirri von um að fá
annað tækifæri til þess að vera móð-
ir barns síns. En sú von virðist ekki
raunhæf. Að minnsta kosti ekki ef
marka má nýjustu fréttirnar. Fréttir
sem Christina Elva segist hafa feng-
ið frá syni sínum og barnsföður –
enginn hafi enn haft samband frá
barnaverndarnefnd.
Mömmuhjartað grætur
„Ég spyr mig oft og mörgum sinnum
af hverju ég fái ekki sömu meðferð
hjá barnaverndarnefnd og aðrir for-
eldrar sem hafa lent í óreglu og náð
sér á strik aftur. Þeir fá annað tæki-
færi til að eyða lífinu með börnun-
um sínum. Dýrmætt tækifæri sem
ég virðist ekki fá og ég skil ekki af
hverju. Mamma mín [Helena, innsk.
blm.] fær varla að sjá hann lengur og
ég fæ afskaplega litlar upplýsingar
um stöðu málsins. Nú á að fara að
rífa upp ræturnar hans hérna þar
sem hann hefur eignast vini og er
í skóla. Hann talar íslensku og á að
vera á Íslandi,“ segir hún og heldur
áfram.
„Ekki misskilja mig. Ég og barns-
faðir minn eigum í góðu sambandi,
hann á yndislegt heimili þarna úti
en það er bara ekki heimilið hans,
þar eru ekki ræturnar hans að mínu
mati. Það eru eflaust margir sem líta
á þetta öðruvísi, en ég og mamma
erum búnar að berjast fyrir því að
hann fái að alast upp á Íslandi og ég
afsalaði mér hinum ýmsu réttindum
við að tryggja þann samning en
nú á að flytja hann til Danmerkur.
Mömmuhjartað grætur.“
Ekki náðist í talsmann barna-
verndar við vinnslu fréttarinnar. n
„Ég fór
í eina
meðferð
og missti
barnið
að eilífu“
n Frá Noregi til Íslands og nú til Danmerkur n Barnsfaðir Christinar Elvu fær forræðið
Atli Már Gylfason
atli@dv.is
„Hann talar
íslensku
og á að vera á
Íslandi.
Sakna
Eyjólfs
Christina
Elva ásamt
kærasta
sínum.
„Mömmuhjartað
grætur“ Christina
með mynd af Eyjólfi.
Mynd SiGtryGGur Ari