Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2017, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2017, Síða 14
Helgarblað 17.–20. mars 201714 Fréttir F ulltrúi Norðuráls í pallborðs­ umræðum á Iðnþingi 2017, sem haldið var í síðustu viku, lýsti því yfir að fyrirtækið væri andsnúið kerfisáætlun Landsnets og að óþarfi væri að efla raforkuflutningskerfi landsins. Ekki væri þörf á öllum framkvæmdum og alls ekki þyrfti að fara jafn hratt í þær og til stæði. Aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar segir umhugsunar­ efni hversu ótrúlega erfiðlega gangi að styrkja og bæta flutningskerfið. Margar, stórar og dýrar tillögur „Við erum bara ekki sammála um að það þurfi að fara í allar þessar fram­ kvæmdir og alls ekki svona hratt því kerfið er ágætt á mörgum stöðum og sinnir sínu hlutverki vel,“ sagði Guð­ rún Halla Finnsdóttir, verkefnastjóri viðskiptaþróunar hjá Norðuráli, í pall­ borðsumræðum á Iðnþingi þar sem meðal annars kerfisáætlun Lands­ nets var til umræðu. „Þar eru vissu­ lega margar tillögur og stórar, dýrar tillögur. Það má vel líta á þær og skoða þær,“ sagði Guðrún Halla um kerfis­ áætlunina og bætti við: „Við þurfum að vanda til verka og bara ekki fara í hvaða framkvæmdir sem er.“ Sívaxandi áhyggjuefni Landsnet kynnti kerfisáætlun sína fyrir 2016–2025 í nóvember síðast­ liðnum og er þar fjallað um hvaða leiðir séu færar til uppbyggingar raforkuflutningskerfisins á Íslandi næsta áratuginn. Landsnet telur að nauðsynlegt sé að styrkja flutnings­ kerfið á næstu árum, bæði til þess að tryggja orkuöryggi í landinu en einnig til þess að til staðar séu inn­ viðir til þess að ráðast í orkuskipti, þar á meðal rafbílavæðingu landsins. Í kerfisáætlun Landsnets er meðal annars fjallað um öryggi flutningskerfisins. Þar er bent á að svo til öll atvinnustarfsemi á landinu sé háð rafmagni og verði rafmagns­ laust stöðvist nær öll starfsemi á því svæði sem straumrofið nái til. „ Íbúar á landsbyggðinni þurfa að þola rof á afhendingu rafmagns í mun meiri mæli en íbúar höfuðborgarsvæðisins og nágrennis þar sem áreiðanleiki flutningskerfisins úti á landi er mun lakari,“ segir í áætluninni og bent er á að öryggi sem tengist stöðugleika raforkukerfisins hafi síðustu ár verið sívaxandi áhyggjuefni. „Leitast er við að viðhalda stöðugleika með því að halda flutningi milli landsvæða undir ákveðnum mörkum og er flutningsgeta kerf­ isins milli land­ svæða þess vegna afar takmörkuð,“ segir enn fremur í kerfisáætluninni. „Það getur vel verið að ákveðnir stórnotendur telji að það þurfi ekki að styrkja flutn­ ingskerfið og telja að það liggi ekki á því,“ sagði Ragna Árnadóttir, að­ stoðarforstjóri Landsvirkjunar, sem einnig tók þátt í umræðunum og brást þannig við málflutningi Guð­ rúnar Höllu. Ragna benti hins vegar á að það þyrfti að horfa á heildina þegar rætt væri um upp­ byggingu orkuflutningskerfisins, þar væru aðrir notendur en bara stór­ notendur, bæði minni fyrirtæki og almenningur, og nauðsynlegt væri að bregðast við óöryggi kerfisins. n freyr@dv.is Norðurál telur óþarft að efla raforkuflutningskerfið n Of mikið og of hratt n Landsvirkjun bendir á að horfa þurfi á heildina Telja upp- byggingu óþarfa Norðurál telur óþarft að byggja upp raf- orkuflutningskerfi landsins. Hollendingar höfnuðu þjóðernispopúlisma n Gert allt of mikið úr Wilders n Umræðan var út úr öllu korti Þ jóðarflokkur Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, hlaut mest fylgi í hol­ lensku þingkosningunum sem fram fóru síðastliðinn miðvikudag. Frelsisflokkur Geert Wilders, sem er þjóðernispopúl­ ískur hægri flokkur með áherslu á útlendingaandúð og einangrunar­ stefnu, varð næststærstur en náði ekki því flugi sem margir höfðu ótt­ ast. Stjórnmálafræðingur segir að Wilders hafi engu að síður náð þeim árangri að láta kosningarnar snú­ ast að ótrúlega miklu leyti um sín áherslumál. Ríkisstjórnin kolféll Þjóðarflokkurinn hlaut um 21 pró­ sent atkvæða og 33 þingsæti í kosn­ ingunum nú, tapaði rúmum fimm prósentustigum frá kosningunum 2012 og missti átta þingsæti. Frelsis­ flokkurinn hlaut 13 prósent atkvæða og 20 þingsæti, bætti við sig þremur prósentustigum og fimm þingsæt­ um. 150 þingmenn sitja á hollenska þinginu. Samstarfsflokkur Þjóðar­ flokksins í ríkisstjórn, Verkamanna­ flokkurinn, beið hins vegar afhroð og fékk ekki nema 5,7 prósent atkvæða og níu þingmenn kjörna. Í síðustu kosningum fékk flokkurinn tæp 25 prósent atkvæða og 38 þingmenn. Ríkisstjórn Rutte er því kolfallin og allar líkur eru á löngum og ströngum stjórnarmyndunarviðræðum. Margir anda léttar En flestra augu voru á Wilders og Frelsisflokki hans. Wilders hefur enda talað harkalega gegn múslim­ um, vill láta loka moskum og banna Kóraninn. Hann hefur einnig talað gegn móttöku flóttamanna og vill að Hollandi gangi úr Evrópusam­ bandinu. Eftir sigur Trumps í for­ setakosningunum í Bandaríkjunum, Brexit­kosningarnar í Bretlandi og uppgang Marine Le Pen í Frakklandi höfðu margir verulegar áhyggjur af hugsanlegum framgangi Wilders í hollensku kosningunum. Eftir að úr­ slit urðu kunn önduðu því margir léttar, bæði í Hollandi og víðs vegar um álfuna. Rutte lýsti því yfir að með úrslitunum hefði uppgangur popúl­ isma verið stöðvaður og Angela Merkel Þýskalandskanslari fagnaði úrslitunum. Árangur eftir bókinni Eiríkur Bergmann stjórnmálafræði­ prófessor er sérfróður um þjóðernis­ popúlisma og segir hann að allt of mikilli athygli hafi verið beint að Wilders í aðdraganda kosninganna. „Árangur Wilders er nokkurn veginn eftir bókinni. Það voru nokkrar skoð­ anakannanir sem sýndu að hann hefði getað náð meira fylgi, um tíma, en þetta er alveg í takt við það sem spáð var. Það var gert allt, allt of mikið úr stuðningi eða mögulegum stuðningi við Wilders í umræðunni, og þá sérstaklega í alþjóðapressunni. Hollenskir kollegar mínir furðuðu sig á allri þessari umræðu sem þeir töldu að væri út úr öllu korti. Það er ekki meirihlutastuðningur í Hollandi við þau sjónarmið sem Wilders hefur fært fram.“ Glugginn færður til Þrátt fyrir að niðurstaða kosning­ anna hafi ekki verið sú sem Wilders vonaðist eftir segir Eiríkur að hann hafi náð árangri sem ekki megi van­ meta. „Mesti árangur Wilders í þess­ um kosningum er sá að honum hef­ ur tekist að láta þær snúast um sín áherslumál. Honum hefur tekist að ala á ótta við útlendinga og honum hefur tekist að fá aðra flokka með sér í þessa vegferð að einhverju leyti. Hann færir gluggann, hann færði stjórn­ málin til í landinu. Þetta er sambæri­ legt við það sem gerðist í Danmörku að ýmsu leyti. Danska þjóðarflokkn­ um, þó rétt sé að gera þann greinar­ mun á að hann styður ríkisstjórnina þar í landi og er þar með þátttakandi í meirihlutasamstarfinu án þess að vera í ríkisstjórn, hefur tekist að fá nánast alla aðra stjórnmálaflokka í Danmörku til að taka upp hluta af stefnu sinni. Hið sama var að gerast, að hluta til, í Hollandi. Það vekur líka athygli að sósíaldemókratar í Hollandi létu teyma sig í þessa vegferð og við það hrundi fylgi þeirra. Það er sama tilhneiging og við höfum séð víðar. Þegar sósíaldemókratar fara að elta þjóðernispopúlistana þá glata þeir frá sér kjarnafylgi sínu, sem er ekkert á þessari vegferð. Í þessu tilfelli græddu græningjar og sósíalistar á því.“ Þróunin í Hollandi er sú sama og sjá hefur mátt víðar, meginátaka­ línurnar eru ekki á milli hægri og vinstri heldur milli þjóðernissinnaða hægrisins og frjálslynda hægrisins. „Átakalínan er hægra megin, á milli Rutte og Wilders. Eftir sitja sósíal­ demókratar með sárt ennið,“ segir Eiríkur og bendir á að í Bretlandi sé Verkamannaflokkurinn algjörlega heillum horfinn. Stjórn og stjórnar­ andstaða sé öll innan Íhaldsflokks­ ins og gegn Skoska þjóðarflokknum. Orðinn algjört eyland Eiríkur telur því sem næst útilokað að Frelsisflokkur Wilders fái nokkra að­ komu að ríkisstjórnarmyndun, hann sé orðinn slíkt eyland í hollenskum stjórnmálum. Síðustu vikur fyrir kosningar hafi aðrir flokkar keppst við að sverja af sér nokkurt samneyti við hann. Rutte útilokaði þannig slíkt samstarf milli flokks síns, Þjóðar­ flokksins, og Frelsisflokksins í janúar síðastliðnum. Ljóst er að Rutte muni fá umboð til stjórnarmyndunar í Hollandi nú að afloknum kosningum. „Það er alveg hefðbundið að það taki mjög langan tíma að koma saman ríkisstjórn í Hollandi. Þetta eru svo margir flokkar og ólíkar áherslur. Núna féll ríkisstjórn Rutte og það er viðbúið að þetta taki enn lengri tíma í því ljósi.“ n Freyr Rögnvaldsson freyr@dv.is Fagnar varnarsigri Mark Rutte, formaður Þjóðarflokksins, gleðst yfir að uppgangur popúlisma hafi verið stöðvaður. Náði ekki flugi Allt of mikið var gert úr Geert Wilders og áherslumálum Frelsisflokks hans í hollensku þingkosningun- um segir stjórnmálfræðingur. Eiríkur Bergmann Segir allt of mikið hafa verið látið með Wilders í aðdraganda kosninganna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.