Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2017, Qupperneq 16
Helgarblað 17.–20. mars 201716 Fréttir Erlent
Evgeniy Bogachev er sagður eiga snekkju og safn lúxusbíla
B
andaríska alríkislögreglan,
FBI, heitir hverjum þeim
sem gefur upplýsingar sem
leiða til handtöku Rússans
Evgeniy Bogachev þremur
milljónum Bandaríkjadala, eða 335
milljónum króna á núverandi gengi.
Bogachev hefur verið eftirlýstur frá
árinu 2014.
Hafði fjármuni af fjölmörgum
Bandaríska blaðið New York Times
fjallaði ítarlega um Bogachev um
helgina, en í umfjölluninni kom
fram að aldrei áður í sögunni hafi
jafn há upphæð verið lögð til höf-
uðs einstaklingi sem grunaður er um
tölvuglæpi.
Bogachev hefur verið ákærð-
ur í Bandaríkjunum, en samkvæmt
ákæru notaði hann háþróaðan bún-
að til að stela hundruð milljónum
Bandaríkjadala af bankareikning-
um einstaklinga víða um heim. Með-
al þeirra sem urðu fyrir barðinu á
óværu Bogachev var meindýrafyrir-
tæki í Norður-Karólínu og lögreglu-
embætti í Massachusetts, svo tvö af
fjölmörgum dæmum séu tekin.
Talinn halda sig í Rússlandi
Í desember síðastliðnum tilkynnti
fráfarandi ríkisstjórn Baracks
Obama um viðskiptaþvinganir gegn
Bogachev og fimm öðrum einstak-
lingum sem voru taldir hafa reynt að
hafa áhrif á úrslit bandarísku forseta-
kosninganna.
Bogachev, sem er 33 ára, er talinn
halda sig í Rússlandi og er banda-
ríska alríkislögreglan sögð fylgjast
með hverju skrefi hans. Ljóst er að
ef hann yfirgefur heimahaga sína í
Rússlandi mun FBI reyna að hafa
hendur í hári hans.
Lúxusbílar og snekkja
Talið er að Bogachev hafi hagnast
gríðarlega á tölvuglæpum sínum og
er hann til að mynda sagður eiga safn
lúxusbíla og snekkju sem hann notar
einna helst við Svartahaf. Bogachev
er einmitt fæddur og alinn upp í
bænum Anapa í suðurhluta Rúss-
lands, skammt frá Svartahafi.
Í umfjöllun New York Times er látið
að því liggja að Bogachev sé náinn
æðstu valdamönnum Rússlands.
Tölvuvírusinn sem hann þróaði,
GameOver ZeuS, gerði honum ekki
einungis kleift að hafa peninga af tug-
um þúsunda einstaklinga og fyrirtækja
um allan heim heldur gerði óværan
honum kleift að nálgast allar upplýs-
ingar í tölvum viðkomandi.
Enginn framsalssamningur í gildi
Talið er að þegar mest var hafi um
milljón tölvur um heim allan verið
sýktar af óværunni, þar á meðal tölvur
ráðamanna og hátt settra embættis-
manna um víða veröld. „Á sama tíma
og Bogachev tæmdi bankareikn-
ingana virðast rússnesk stjórnvöld
hafa horft yfir öxlina á honum og
leitað í þessum sömu tölvum í gögn-
um og tölvupósti,“ segir í greininni.
Með þessu hafi Rússar sparað sér
dýrmætan tíma sem annars færi í að
koma auga á og hakka sig inn í tölvur
embættismanna.
Óværan sem fjallað er um hér að
framan, GameOver ZeuS, heyrir nú
sögunni til að mestu leyti, en FBI
telur að Bogachev sé hvergi nærri
hættur. Þannig leiki grunur á að hann
stundi tölvuárásir í skjóli rússneskra
stjórnvalda. Bogachev er sem fyrr
segir eftirlýstur í Bandaríkjunum en
á meðan hann heldur sig í Rússlandi
– og heldur sig réttum megin við lög-
in – þá verður hann ekki handtekinn
þar sem enginn framsalssamningur
er í gildi milli landanna tveggja. n
Einar Þór Sigurðsson
einar@dv.is
Netglæpamaðurinn
sem FBI leggur allt kapp á að handsama
Lifir hátt Bogachev er meðal annars sagður eiga snekkju og fjölmarga lúxusbíla.
„Á sama tíma og Bogachev tæmdi bankareikningana virðast
rússnes
k stjórnv
öld hafa
horft yf
ir öxl-
ina á ho
num og
leitað í
þessum
sömu
tölvum
í gögnum
og tölvu
pósti.
Hagnaðist mikið Talið er
að Bogachev hafi hagnast
um fleiri milljónir Banda-
ríkjadala á glæpum sínum.
Flott Föt Fyrir
Flottar konur
Holtasmári 1, Kópavogur / Sími: 571 5464
Sjáðu úrvalið á
tiskuhus.is